Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 20. júni 1972.
TÍMINN
15
Formannafundur
Kvenféiagasam-
bands íslands
EB—Reykjavik
Formfundur Kvenfélaga»amb-
ands íslands var haldinn að
Haliveigarstöðum hér i borg i
gær og fyrradag, og eftir lok
fundarins snæddu konurnar
kvöldverð i boði menntamálaráð-
herra i Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu.
1 fyrradag flutti Pétur H. J.
Jakobsson erindi fyrir fundar-
konur um löggjöf um fóstureyð-
ingar, og i gær flutti Steinunn
Finnbogadóttir deildarstjóri,
erindi um hin nýju lög um orlof
húsmæðra. Þá fjölluðu konurnar
að sjálfsögðu um mörg atriði
varðandi starfsemi Kvenfélaga-
sambandsins.
Barnabókmenntir
sýndar í Norræna
húsinu
SB—Reykjavik.
„Norrænar barnabækur 1972”
heitirsýning, sem opnuövar
iNorræna húsinu sunnudaginn 18.
júni. Eru þar sýndar norrænar
barnabækur frá siöustu 5 árum,
en auk þess má þarna sjá leik-
föng, barnahúsgögn, barna-
teikningar o.fl. A sýningunni eru
500-600 barnabækur frá 50-60 for-
lögum.
Sýning þessi er sett upp i tilefni
þings norrænna barnabóka
höfunda, sem hefst i Norræna
húsinu23. júnin.k. Þessmágeta,
að i sambandi við þinghaldið
kemur út mjög vönduð Islenzk
barnabók eftir Sigrúnu Guðjóns-
dóttur, sem einnig hefur teiknað
myndirnar. Bókin heitir „Rauði
fiskurinn” og verður prentuð i 5
litum. Það er útgáfa Jakobs
Hafstein , „Fagur fiskur i sjó”
sem stendur að þessu myndar-
lega framtaki.
Vönduö bókaskrá yfir
sýninguna hefur verið prentuð og
auk þess er gefið út kynningarrit,
sem fjallar um islenzkar barna-
og unglingabækur frá aldamótum
til 1971.
Að sýningunni lokinni verða
allar bækur, sem á henni verða
gefnar bókasafni Norræna
hússins. Þá er þess að geta, að 16
islenzk bókaforlög hafa lagt fram
fjárupphæðir til styrktar
bókasýningunni og þinghaldinu.
Sýningin verður opin út
júnimánuð, og ef til vill lengur ef
aðsókn verður góö.
Heildarútgáfa á barna-
bókum Stefáns Jónssonar
SB—Reykjavik
ísafoldarútgáfa er nú að hefja
heildarútgáfu á barna- og ungl-
ingabókum Stefáns Jónssonar og
verður útgáfa þessi 18 bindi. Allar
bækurnar verða myndskreyttar,
og hafa til þess verks verið
kvaddir bæöi erlendir og innlend-
ir listamenn. Einar Bragi rit-
höfundur mun hafa yfirumsjón
með verkinu.
Eins og allir vita, voru bækur
Stefáns Jónssonar ákaflega vin-
sælar og hafa þær verið ófáanleg-
ar i langan tima.
Kristin Þorkelsdóttir aug-
iýsingateiknari hefur tekið aö sér
að hanna ritsafniö i heild.
Verkið er þegar komið af stað,
búið aö setja fyrstu tvær bækurn-
ar. Munu „Vinir vorsins”,
„Skóladagar” og „Sagan hans
Hjalta litla” koma út samtimis
siöar á þessu ári, en afgangurinn
á næstu 4 árum.
Gunnar Gestsson og eitt af listaverkum hans.
Gunnar Gestsson á Aöalsteini á
Stokkseyri hefur opnað mál-
verkasýningu i veitingaskálanum
Þrastarlundi. Þar sýnir hann 10
oliumálverk
Gunnar sýndi þarna 10 myndir
fyrir tveim árum og seidust þær
þá allar. Hann hefur málað mikið
undanfarin 30 ár og selt margar
myndir.
Myndir þær, sem hann sýnir nú,
eru málaöar i hraun eða massa og
eru allar til sölu. Sýning Gunnars
verður opin óákveöinn tima —
Hörður.
Steinunn Finnbogadóttir ræðir um nýju lögin um orlof húsmæðra á formannafundi Kvenfélagasam-
bandsins. A myndinni eru einnig stjórnarkonur sambandsins, þær Sigurveig Sigurðardóttir, Sigriöur
Thorlacius og Margrét S. Einarsdóttir. Ennfremur er á myndinni ritarinn Sigríöur Kristjánsdóttir, en
hún er ritstjóri Húsfreyjunnar. (Timamynd Gunnar)