Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. júni 1972. TÍMINN T1 titgefandi: Fra'tnsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:;:; arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. | Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs TImans).::|: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. - Ritstjórnarskrif-:;:: stofur f Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306.::; Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðsiuslmi 12323 — auglýs-;;;; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Áskriftargjald;:;: 225 krónur á mánuði innan iands, i lausasölu 15 krónur ein-J:;: takið. Blaðaprent h.f. Eru forustugreinar AAorgunblaðsins reyfarar? Siðastliðinn föstudag komst Morgunblaðið svo að orði i Staksteinum, að Timinn hafi birt „reyfara-leiðara um imynduð átök i Sjálf- stæðisflokknum”. Tilefni jressara ummæla Morgunblaðsins eru þau, að daginn áður hafði Timinn birt forustugrein, þar sem rætt var um ágreining og óánægju innan Sjálfstæðisflokks- ins vegna lélegrar stjórnarandstöðu hans. En svo fjarri fór þvi, að Timinn færi þar með ein- hvern uppspuna eða skáldskap frá eigin brjósti, að næstum öll greinin var byggð á til- vitnunum úr forustugrein, sem birtist i Morg- unblaðinu i byrjun febrúarmánaðar siðastlið- ins. Til þess að fá úr þvi skorið, hvort Mbl. litur á forustugreinar sinar sem reyfara, þykir rétt að leggja fyrir það eftirtaldar spurningar: Er það reyfari, sem Mbl. hélt fram i áður- nefndri forustugrein, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi ekki verið undir stjórnarandstöðu búinn sökum langrar stjórnarþátttöku? Er það reyfari, sem Mbl. hélt fram i áður- nefndri forustugrein, að sökum samstarfsins við Alþýðuflokkinn á undanförnum árum, hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki ,,sinnt nægi- lega” mörgum hinum mikilvægustu mála- flokkum, eins og „menntamálum, trygg- ingamálum, heilbrigðismálum, félagsmál- um hverskonar, þ.á.m. málefnum aldraðra og æskufólks”? Er það reyfari, sem Mbl. hélt fram i áður- nefndri forustugrein, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi vegna stjórnarþátttöku sinnar látið rikiskerfið, þ.e. embættismennina, móta stefnu sina i stað þess að gera það sjálfur og þessvegna hafi allt „stefnumótandi starf innan flokksins farið úr skorðum og verið rýrara en efni stóðu til”? Er það reyfari, sem Mbl. hélt fram i áður- nefndri forustugrein, að ungt fólk hafi fjar- lægzt flokkinn að undanförnu og það sé mikið efamál, hvort „hefðbundinni flokksstarf- semi ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins takist að breyta þessu?” Er það reyfari, að Mbl. krafðist i áðurnefndri forustugrein „endurnýjunar á afstöðu flokksins og viðhorfum til þeirra málefna, sem mestu munu skipta á næstu árum”? Er það reyfari, að Mbl. hafi boðizt til þess i umræddri forustugrein, að vera opinn vett- vangur fyrir umræður um endurnýjun á af- stöðu Sjálfstæðisflokksins til áðurnefndra málefna, og að öllum þeim greinum, sem Mbl. hafi borizt um þetta, hafi verið stungið undir stól? Að sinni skal þvi sleppt að minnast á for- ingjadeiluna iSjálfstæðisflokknum, eða lýsingu ungra Sjálfstæðismanna á stjórnmálaskrifum Morgunblaðsins, heldur aðeins gengið eftir þvi, að Mbl. svari þessum spurningum. Þau svör munu jafnframt veita svar við þvi, hvort yfir- leitt eigi að lita á skrif Mbl. sem reyfara, þvi að birti Mbl. reyfara um Sjálfstæðisflokkinn, hvernig ber þá að meta skrif þess um áðra flokka. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Er samkomulag að nást í Víetnam-deilunni? Mestur ágreiningur um myndun nýrrar stjórnar í Suður-Víetnam FLESTAR likur benda nú til þess, að viðræður á Vietnam- ráðstefnunni i Paris hefjist að nýjuíþessari viku, eða a.m.k. mjög bráðlega, en þær hafa legið niðri siðan 4. mai, en þá lýstu Bandarikjamenn yfir þvi, að tilgangslaust væri að halda þeim áfram að óbreyttum aðstæðum. Full- trúar þjóðfrelsishreyfingar- innar i SuðurVietnam og stjórn Norður-Vietnama hafa hvað eftir annað lagt til. að viðræðurnar yrðu hafnar að nýju, en það strandað á Bandarikjamönnum. 1 siðustu viku lét Porter, aðalfulltrúi Bandarikjanna á ráðstefn- unni, hinsvegar svo ummælt, að ekki væri útilokað,að við- ræðurnar gætu hafizt I næstu viku. Það er nú komið glöggt i ljós vegna hvers Bandarikja- stórn vildi draga það, að við- ræðurnar hæfust, fram i þessa viku. 1 siðustu viku fór Podgorni, forseti Sovét- rikjanna, til Hanoi og ræddi við stjórnvöld þar. Tilgangur farar hans til Hanoi hefur vafalaust verið sá, að ræða við stjórn Norður-Vietnam um væntanlegar friðarviðræður enda lét hann svo ummælt i Indlandi á heimleiðinni, að hann væri vongóður um, að viðræðurnar um Vietnam hæfust brátt á ný. Þá var til- kynnt i siðustu viku, að Kissinger, aðalráðgjafi Nixons i utanrikismálum, myndi fara til Peking og ræða við stjórnina þar. Fullvist þykir, að þetta ferðalag hans sé I sambandi við væntanlegar viðræður um Vietnam. Loks hefur aðalsamningamaður Norður-Vietnama á Parisar- ráðstefnunni heimsótt bæði Moskva og Peking að undan- förnu. ÞAÐ hefur lengi verið álitið, að Nixon forseti myndi gera itarlega tilraun til að ná sam- komulagi i Vietnam nokkru . fyrir forsetakosn. I Banda rikjunum. Hann hefur hins- vegar talið rétt að fara sér ekki að neinu óðslega, heldur að ná samkomulaginu svo nærri forsetakosningunum, að ánægjan yfir því yrði ekki liðin hjá, þegar kjósendur gengu að kjörborðinu. Margt bendir til þess, að dómi Bandarikjastjórnar, að nú sé kominn rétti timinn til að reyna samninga til þrautar. Staða Bandaríkjanna virðist sjaldan hafa verið betri hernaðarlega. Nær allir sjó- flutningar til Norður-Vietnam hafa stöðvazt um nokkurra vikna skeið vegna hernaðar- aðgerða Bandarikjanna, og loftárásir þeirra á Norður- Vletnam virðast hafa borið miklu meiri árangur að undanförnu en áður fyrr, sökum nýrrar og fullkomnari miðunartækni. Þá virðist her Suður-Vietnama hafa staðið sig betur siðustu vikurnar en búizt var við um skeið. Þannig hefur þjóðfrelsis- hreyfingunni og Norður-Viet- nömum ekki íekizt að ná borgunum An Loc, Kontum og Hue, eins og liklegt þótti um tima, en missir þeirra hefði orðið mikið siðferöilegt áfall fyrir her og stjórn SuðurVíet- nams. Sókn Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar og Norður- Vietnama virðist a.m.k. hafa stöðvazt i bili, en hinsvegar hefur hún náð verulegum landsvæðum undir yfirráð sin og stendur að þvi leyti betur að vigi en áður. Hinsvegar er ekki talið eins vist og áður, að þessum aðilum takist að vinna Duong van Minh Tran van Tuyen Tran Thien Khiem hernaðarlegan sigur, ef Bandarikjamenn halda áfram hafnbanninu og loftárásunum. CHÆTT mun lika að full- yrða, að Norður-Vietmönnum muni ekki takast að vinna hernaðarlegan sigur, nema með stóraukinni hjálp Rússa og Kinverja. Hvorugur þessara aðila virðist hafa nægan áhuga á þvi að veita þessa hjálp, eins og sakir standa. Bæði Rússar og Kin- verjar virðast hafa meiri áhuga á samkomulagi. Margt bendir til, að stjórn Norður- Vietnams hafi byrjað sóknina i vor án fulls samþykkis Rússa og Kinverja. Sóknin kom lika á mjög óheppilegum tima fyrir Rússa vegna heim- sóknar Nixons. Rússar virðast af stjórnmálalegum ástæðum hafa verulegan áhuga á sam- komulagi um Vietnam. Slikt samkomulag myndi auðvelda alla aðstöðu þeirra á væntan- legri öryggisráðstefnu Evrópuríkja, en Rússar leggja sérstakt kapp á Evrópumálin um þessar mundir. Kinverjar munu ekki heldur vilja fórna miklu vegna hernaðarins i Vietnam, þar sem þeir munu telja hægt að ná sama marki þar eftir friðsamlegri leiðum. Loks skapar hafnbann Banda rikjanna á Norður-Vietnam Rússum og Kinverjum nýtt vandamál. Kinverjar vilja helzt hvorki leyfa Rússum loftflutninga eða landflutninga um Kina.heldur segja,að þeir geti tekið upp baráttuna við Bandarikin og haldiö sjó- flutningunum áfram. Þá áhættu vilja Rússar ógjarnan taka. Það mun og sameiginlegt álit Rússa og Kinverja, að nú sé heppilegt tækifæri til samninga, þvi að Nixon muni samningafúsari nú en slðar vegna forsetakosninganna. Vinni Nixon kosningarnar, án þess að samkomulag hafi náðst áður, geti hann orðið er- fiðari og ósamningafúsari eftir kosningarnar. EFTIR þvi, sem næst verður komizt, virðist ekki vera nema einn verulegur þröskuldur I vegi þess, að samkomulag geti náðst milli Bandarikjanna annarsvegar og þjóðfrelsishreyfingarinnar i Suður-Vietnam og Norður- Vietnam hinsvegar. Bandarikin eru reiðubúin til að flytja her sinn burtu og hætta öllum hernaðarað- gerðum i Vietnam, ef áður næst samkomulag um vopna- hlé og að bandarískum her- föngum verði skilað. Þjóð- frelsishreyfingin og Norður- Vietnam setur hinsvegar það skilyrði, að áður veröi mynduð ný stjórn i Suður- Vietnam á breiðum grund- velli og ekki undir forustu Thieu forseta. Þetta er það atriði, sem Bandarikin hafa enn ekki viljað fallast á, en margt bendir til, að heldur sé að þokast til samkomulags um þetta atriði og að þvi sé nú unnið samtimis i Washington, Moskvu og Peking. Ýmsir menn hafa verið til- nefndir sem hugsanlegir leið- togar slikrar sambræðslu- stjórnar. Einna oftast hafa þeir verið nefndir að undan- förnu Duong van Minh (Stóri Minh), sem nýtur mikilla vin- sælda I Suður-Vietnam, Nguyen van Huyen, sem er forseti öldungadeildarinnar og myndi þvi verða forseti samkvæmt stjórnarskránni, ef Thieu forfallaðist, Tran Thien Khiem, sem er nú for- sætis ráðherra Suður-Vietnam og nýtur stuðnings hersins, og Tra van Tuyen, sem er leiö- togi andstæðinga Tieus i full- trúadeildinni. Bandarikja- menn myndu vafalitið geta sætt sig við hvern þessara fjórmenninga, sem væri, en Þjóðfrelsishreyfingin hefur enn ekki nefnt nöfn, og engan algjörlega útilokað, nema Thieu. Fyrir Nixon væri það mikill stuðningur i kosningabar- áttunni, ef samkomulag næðist i Vietnam, og hann getur samið um næstum hvað, sem er, ef hann fær fangana lausa. Það væri óllkt Nixon að sleppa sliku tækifæri. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.