Tíminn - 12.07.1972, Page 17
Miövikudagur 12. júli 1972
TÍMINN
17
Einn njliði í íslenzka
landsliðinn í knattspyrnn
Astráður Gunnarsson leikur með gegn Færevjum í kvöld
Hafsteinn Guðmundsson,
„einvaldur” hefur valið islenzka
landsliðið, sem leikur gegn
Færeyjum i kvöld. Einn nýliði er i
landsliðinu, það er bakvörður úr
Keflavikurliðinu, Astráður
Gunnarsson, sem hefur verið
bezti leikmaður liðsins i 1.
deildarkeppninni i sumar. Hann
tekur stöðu Jóhannesar Atlason.,
sem hefur verið fyrirliði islenzka
liðsins, undanfarin ár. Tveir leik-
menn, sem voru valdnir i 17
manna „grúppuna”. boðuðu
forföll, það eru þeir Þorbergur
Atlason og Gisli Torfason. Þá er
óvist, að Asgeir Eliasson, verði i
hópnum gegn Færeyjum, þar sem
hann er ekki búinn að jafna sig
eftir meiðslin. Annars skipa
þessir menn liðið, sem leikur
gegn Færeyjum i kvöld: Sigurður
Dagsson, Astráður Gunnarsson,
Ólafur Sigurvinsson, Einar
Gunnarsson, Guðni Kjartansson,
Marteinn Geirsson, Eyleifur
Hafsteinsson, Guðgeir Leifsson,
Teitur Þórðarson, Tómas Pálsson
og Asgeir Sigurvinsson.
Ekki er vitað um styrkleika
færeyska landsliðsins og má þvi
búast við skemmtilegum leik i
kvöld á Laugardalsvellinum.
Leikurinn hefst kl. 20.00. ekki er
enn vitað, hvort lúðrasveit leikur
þjóðsöngvana fyrir leikinn.
SOS
Celtic leikur á
Akureyri í kvöld
i kvöld kl. 20.00 leikur skozka
liðið C’eltic á grasvellinum á
Akureyri. I.iðið inætir
meistaraflokki íþrótta-
félagsins Þórs og má búast
við skemin tileguni leik,
þegar liðín mætast. Sko/.ku
leikmennirnir, sem eru hér
nú i boði Vikings, leika
einnig einn leik við
Mývetninga á inorgun.
Verða Skotaruir hér út þessa
viku i boði Víkings, sein fer
til Skotlands næsta sumar i
boði Celtic.
Aknreyri og FH koma til með
að beriast nm 1. deildarsætið
llér á inyndinni sést Murdo ineð Alberti Guðmundssyni á Laugardals-
vellinu in.
Finnst eins og ég sé
kominn iieim aftnr
- segir Murdo MrDougall, skozki knattspyruuþjált'arinn,
r
sem hót' þjálíun á lslandi lyrir meira en þrentur áratugum.
- eru einu liðin í 2. deild, sem eru taplaus
Nú eru linurnar farnar að
skýrast í keppninni í 2. deild um I.
deildarsætið eftirsótta, scm
losnar. Fjórir leikir voru leiknir
uin helgina og það vantaði ekki
mörkin i leikina, sem leiknir
voru. Þrir leikir enduðu 5:1 og
Haukar unnu Þrótt óvænt 4:0.Það
er nú út séð, að það verða aðeins
tvö lið sem koma til greina í bar-
áttuna uni loppinn i ár. Liðin eru
hið unga lið FII og Akureyrar-
liðið, sem féll úr 1. deild í fyrra.
Við skulum líta á leikina, sem
fóru fram í 2. deild um helgina.
Hafnarfjörður 7. júli.
Ilaukaliðið, sein fór illa af stað i
2. deild, vann heldur óvæntan
sigur gegn Þrótti 4:0 á föstudags-
kvöldið. Leikurinn var frekar jafn
í fyrri hálfleik, en i þeim síöari
tók llaukaliðið leikinn i sínar
liendur og skoruðu fjögur mörk,
án þess að Þróttarar svöruðu
fyrir sig .
Daniel Halfdánarson, skoraöi-
fyrsta mark
Hauka, snemma i siðari hálfleik
og stuttu sfðar bætir Jóhann
Larsen öðru marki fyrir Hauka.
Við þetta mótlæti brotnaði
Þróttarliðið og það tókst ekki að
ógna leikmönnum Hauka eftir
það. Haukaliðið tviefldist eftir
þessi mörk og það var ekki lengi
að biða eftir þriðja marki liðsins.
Loftur Eyjólfsson, fær stungu-
bolta inn fyrir vörn Þróttar, hann
hleypur af sér vörnina og skorar
með þrumuskoli frá vitateig.
Loftur skorar einníg fjoíöa mark
liðsms og innsiglaöi þai með
sigur Hauka
Selfoss 8. júli.
Sclfyssingar eru erfiðir heim að
sækja, það eru ekki mörg lið, sem
fara þaöan með bæöi stigin i 2.
deildinni. A laugardaginn, fengu
tsfirðingar að fá nasaþefinn af
þessu, þeir töpuðu 1:5 i. frekar
daufum leik.
Isfirðingar fengu á sig fyrsta
mark leiksins úr viti, eftir að
varnarmaður, bjargaði skalla frá
Kristni, með hendi. Sumarliði
Guðbjartsson, skoraði úr vita-
spyrnunni. Minútu siðar (14)
skora svo Selfyssingar sitt annað
mark — Tryggvi Gunnarsson,
skoraði það með skalla.
Eftir þetta dofnaði nokkuð yfir
leiknum, eða þar til i lok hálf-
leiksins, þá fengu Isfirðingar sitt
bezta færi, Rúnar Gúðmundsson,
átti hörkuskot, sem strauk stöng,
stuttu siðar stendur Sumarliði,
fyrir opnu marki Isfirðinga, en
spyrnir fram hjá.
Á 14. min siðari hálfleiks bæta
svo Selfyssingar við marki, það
var Kristinn, sem renndi knettin-
um i netið af stuttu færi. Siðan
skora tsfirðingar mark, en það
var þvi miður i eigin mark og
staðan var þvi 4:0 fyrir heima-
menn. Sumarliði bætir svo við
fimmta marki Selfyssinga á 30.
min. en siðasta mark leiksins
skoraði Magnús Jóhannsson,
fyrir Isafjörð. Endaði leikurinn
5:1 fyrir Selfoss.
Beztu menn liðanna voru:
Selfoss: Þór Valdimarsson,
Tryggvi Gunnarsson og Sigurður
Reynir Óttarsson. Isafjörður:
Þórður Pálsson og Frímann
Sturluson.
Góður dómari leiksins var
Eysteinn Guðmundsson.
Akureyri 8. júli.
Það var frekar léleg knatt-
spyrna sýnd á Akureyri á laugar-
daginn. þegar heimamenn mættu
Ármanni. Leikurinn var jafn
fyrstu 20. inin. en þá skoraði Kári
Ainason og við það brotnaöi
Ármannsliöið. Er merkilegt, að
það þurfi aðeins eitt mark til að
brjóta niður lieilu liðin.
Magnús Jónatansson, bætir við
öðru marki heimamanna á 32.
min. með skalla eftir hornspyrnu.
Áður en hálfleiknum lauk,
skoruðu svo heimamenn þriðja
mark sitt í leiknum, það gerði
Sigbjörn Gunnarsson, en hann
átti mestan heiðurinn af fyrri
mörkunum.
1 byrjun síðari hálfleiks, bæta
svo Akureyringar fjórða markinu
sinu við, það gerði Viðar
Þorsteinsson. eftir að Sigbjörn
hafði gefið fyrir markið.
Ármenningar komast á blað á
17. min. Þá skoraði Ingi Stefáns-
son. Ekki virtist Kári vera
ánægður með þetta, hann bætir
svo við siðasta marki leiksins á
lokaminútunum.
Hafnarfjörður 8. júli.
Hið unga lið FH (óskabörn
Ilafnafjarðar) virðast verða betri
og betri með hverjum leik, sem
liðið leikur. Leikmenn liðsins
voru heldur bctur á skotskónum
gegn Völsungum á laugardaginn.
Fimm sinnum máttu Völsungar
sækja knöttinn i netið og voru
heppnir að þurfa ekki að sækja
liann oftar þangað.
FH-ingar létu það ekki á sig fá,
þótt Hermann Jónsson,
skoraði fyrsta markið fyrir
Völsunga i leiknum og náði þar
með forustunni i leiknum. Nei,
þetta voru aðeins smámunir i
augum þeirra og þeir sýndu það
heldur betur. FH-ingar náðu fljót-
lega öllum völdum á leiknum og
skoruðu fimm mörk, áður en
honum lauk. Mörk liösins
skoruðu: Daniel Pétursson (1 og
5) Ásgeir Arnbjörnsson (2) og
Ólafur Danivaldason (3 og 4).
STAÐAN KU N Ú ÞESSI í 2.
DEILD:
Akureyri 6 5 1 0 21: 6 11
FH 6 4 2 0 15: 7 10
Völsungar 6 3 1 2 11:10 7
Selfoss 6 3 0 3 14: 7 6
Haukar 6 2 0 4 8: 9 4
Þróttur 5 1 2 2 6:10 4
Ármann 5 1 0 4 4:15 2
Isafjörður 4 0 0 4 1:15 0
Meðal fararstjóra skozku
unglingaliðanna, sem hér léku,
var Murdo McDougall, sem er
mörgum knattspyrnuunnendum
hér á landi að góðu kunnur, en
Murdo kom fyrst til lslands á
fjórða áratugnum og þjálfaði isl-
enzka knattspyrnumenn meira og
minna allt til ársins 196(5, en þess
á milli var hann þjállari i Skot-
landi.
tsland er annað föðurland
Murdos. „Mér finnst eins og ég sé
kominn heim aftur”, sagði hann i
stuttu viðtali við iþróttasiðu
Timans. „Annar hver maður,
sem ég mæti á götum Reykja-
vikur heilsar mér. Kunningjarnir
eru ótrúlega margir", sagði hann
enn Iremur, en þess má geta, að
Murdo þjálfaði hjá mörgum
félögum, m.a. Val, Fram og KR.
()g meðal þeirra, sem ólust upp
undir handleiðslu hans var Albert
Guðmundsson, sem telur sig hafa
lært mikið af honum.
Aðspur.ður um það, hvort hann
myndi koma aftur til tslands sem
knattspyrnuþjálfari, sagði Murdo
að vissulega hefði hann hugleitt
það, og margir hefðu einmitt
spurt sig, hvort hann ætlaði ekki
að koma aftur. „Eg ætla að hugsa
málið. Eg get ekki neitað þvi, að
það er eitthvað við Island og
tslendinga, sem laðar að. F'ólkið
er ákaflega vingjarnlegt og hér er
gott að vera."
Við þökkum Murdo fyrir
rabbið. Aður en hann fór af landi
brott á mánudagskvöldið, hitti
hann vin sinn, Hermann
llermannsson, forstjóra Sund-
hallar Reykjavikur. Urðu miklir
l'agnaðarfundir, þegar þessir
giimlu vinir hittust.
Undanfarin ár hefur Murdo
þjálfað skólalið á Skotlandi, en
starfar að öðru leyti hjá
syni sinum, sem rekur eigin
prentsmiðju i Glasgow.
—alf.
Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrui:
Láínm þá njóta sannmælis
„Kæri Alfreð Þorsteinsson.
1 þætti þinum um iþróttamál
sunnud. 4. júni, sem þú helgar
ársþingi IBR og þá sérstak-
lega vaxandi aðsókn að keppni
innanhúss og vekur athygli á
vexti aðsóknar að handknatt-
leiksmótum.
Getur þú þess, að vaxtar-
skilyrði iþróttarinnar séu
næsta engin utan Reykja-
vikursvæðisins, þvi að salir,
sem reistir séu utan þess séu
of litlir: ,,.......og nær
undantekningarlaust byggðir
án áhorfendasvæða.”
Unnt er að deila um það,
hvað sé of litill salur til þess að
æfa handknattleik en
minnugir skulum við vera i
hvaða stærð af sal hæfni og
geta hafnfirzkra iþrótta-
manna varð til — en mundu að
ég á hér við æfingu.
Það, sem kom mér til að
skrifa þér þessar linur, var
setningin, sem ég setti hér að
framan innan gæsalappa, þvi
að hana notaðir þú i greinar-
stubbinum. Ég veit að j)ú vilt
fara með rétt mál og lata þá,
sem berjast við að reisa
iþróttasali utan „Reykja-
vikursvæðisins” njóta
sannmæiis.
Staðreyndin er sú, að þeir
salir, sem reistir hafa verið
hin siðari ár utan Reykja-
vikurog sem verið er að reisa
eru búnir áhorfendasvæðum.
Siðasti leikfimisalur við
skóla, sem er 10x20m að stærð
var reistur á Húsavik. Hann er
búinn áhorfendasvæði. Salir
þeir, sem siðast hafa verið
reistir á Eskifirði,
Neskaupstað og Dalvik hafa
áhorfendasvæði. Bráðabirgða
iþróttahús Akureyringa,
iþróttaskemman, hefur
áhorfendasvæði.
Sundhallirnar þrjár á Ólafs-
vik, Seyðisfirði og Siglufirði,
sem hafa gólf yfir sundlaug að
vetrinum hafa áhorfenda-
svæði.
Þeir salir, sem eru i smiðum
i Njarðvik og á Akranesi
verða búnir áhorfenda-
svæðum. Þeir fjórir salir, sem
eru fullteiknaðir og
fjárveitingar eru til fyrir i
fjárlögum eru búnir áhorf-
endasvæðum.
Af þessu munt þú sjá, að þú
lætur eigi þau ágætu bæjar- og
sveitarfélög njóta sannmælis,
sem i fámenni sinu vel flest
hafa leyst það fjárfreka verk
að reisa iþróttahús.
Meö þessari leiöréttingu
minni hefi ég eigi nefnt
Hafnarfjörð og Seltjarnarnes-
hrepp, þvi að þau ágætu
sveitarfélög telur þú vistinnan
„Reykjavikursvæðisins”. Þau
eiga engu siður lof fyrir fram-
takið en hin,sem ég taldi upp.
Þú munt án efa reka augun i,
að ég taldi eigi upp hús þeirra
i Kópavogi við Kársnesskól-
ann, þar sem það er án
áhorfendasvæðis.
Astæðan fyrir þvi, að það
var ekki búið áhorfendasvæði
var sú, að kaupstaðurinn ætlar
að reisa annað iþróttahús,
sem á að hýsa keppni. En eins
og þú veist er útbúnaður fyrir
áhorfendur dýr i stofn-
kostnaði og rekstri.
Þorsteinn Einarsson”
Svarbréf frá alf.
Eg þakka Þorsteini Einars-
syni, iþróttafulltrúa, fyrir
bréfið, en verð uin lejð að
hiðja hann afsökunar á þvi,
bve lengi hefur dregizt að
birta það, en það stafar af þvi,
að ég hef veriö fjarverandi frá
blaöinu um nokkurra vikna
skeið.
Vel má vera, aöég hafi tekið
of djúpt i árinni, þegar ég
sagði i umræddri grein, aö
iþróttasalir úti á landsbyggð-
inni væru nær undan-
tckningariaust byggðir án
áhorfendasvæðis. Sem betur
fer, er það nú aö aukast, aö
byggðir séu salir með
áhorfendasvæðum, en hitt
stendur óhaggað, að enn þá er
ekki farið að byggja fullstóra
keppnissali úti á landi að
neinu ráði. Aö þvi leyti til, eru
vaxtarskilyröi handknatt-
leiksiþróttarinnar ekki eins
góö og hér i Rcykjavik. Um
það hcld ég, að við getum
báðir verið sammala.
— alf.