Tíminn - 02.08.1972, Qupperneq 5

Tíminn - 02.08.1972, Qupperneq 5
■Miðvikudagur 2. ágúst 1972 TÍMINN 5 Forseti tslands flytur ræðu sina eftir undirritun eiðstafsins. (Tlmamynd Gunnar) X / Avarp dr. Kristjáns Eldjárns, forseta Islands, við embættistökuna i gær: Tek við embætti með sömu auð- mýkt og sama góða vilja og fyrr Þó að þessi embættistaka i dag sé gerð með hátiðlegum hætti svo sem venja er til, verð- ur naumast með sanni sagt, að hún sæti stórum tiðindum. t stuttri sögu lýðveldisins hefur það aldrei gerzt hingað til, að framboð hafi komið fram gegn forseta, sem tjáð hefur sig reiðubúinn til að vera i endur- kjöri, þótt ekkert sé sliku til fyrirstöðu samkvæmt stjórnar- skrá.vorri. Forsetinn verður sjálfkjörinn, sem svo er kallað næsta kjörtimabil, ef ekkert gagnframboð kemur, og táknar þá þessi athöfn hvorki upphaf né endi neins og markar ekki tima- mót. Henni er fremur að likja við áfangastað. En þó að þessi hafi orðið raunin á, má sjálfs- kjörshefðin að minni hyggju ekki verða svo rik,að þjóðin allt að þvi gleymi rétti sinum til að kjósa forseta á fjögurra ára fresti, eða forsetinn þvi, að um- boð hans er aðeins til þessa tak- markaða tima. Skuldbindingin er ekki lengri á hvorugan bóg- inn, og það er hollt báðum aðilj- um að vera minnugir þess rétt- ar og þess frelsis, sem þeitta veitir. En þó að þessi athöfn verði ekki talin til stórtiðinda geri ég mér eigi að siður vel ljóst að þetta er alvörustund fyrir mig og mina. Fyrir réttum fjórum árum stóð ég i þessum sömu sporum og hafði unnið drengs- kaparheit þess efnis að halda stjórnarskrá lýðveldisins sem rétt kjörinn forseti landsins næsta kjörtimabil. Nú hef ég aftur unnið hið sama heit fyrir kjörtimabiliö sem hefst hinn 1. ágúst 1972 og endar 31. júli 1976. Ég er þakklátur fyrir að vera hingað kominn áfallalaust og geri mér þess fulia grein, að ég á i þvi efni mörgum mönnum mikla skuld að gjalda. Hana get ég ekki goldið á annan hátt en að leitast við hin næstu fjögur ár að reynast maklegur þess trausts, sem mér hefur verið sýnt. Sú mun veröa viðleitni min, þvi lofa ég nú, um leið og ég þakka góðar óskir, sem til min hafa komið úr ýmsum áttum, frá rikisstjórn landsins, frá forseta hæstaréttar og mörgum öðrum. En sérstaklega þakka ég öllum, sem hafa verið mér vel og hvatt mig og styrkt á undanförnum fjórum árum, og verður mér þó öllum öðrum fremur hugsað til þeirra, sem næst mér standa, konu minnar og fjölskyldu, án þess að hafa um það fleiri orð. Þetta er ekki staður né stund til að rekja annál siðustu fjör- urra ára. t áfangastað verður manni það þó að renna augum yfir farinn veg. Þessi ár hafa verið rik að margvislegri reynslu. Mönnum er i fersku minni^að á miðju ári 1968 voru áhyggjur þungar af hinum miklu efnahagslegu áföllum, sem islenzka þjóðin hafði orðið fyrir, þegar i senn brugöust sjávarafli og markaður. Ég sé mér hve undrafljótt skipti um til hins betra og þjóðin hófst til hagsældar meiri en nokkru sinni fyrr. Og ég sé hinar pólitisku umbreytingar, sem urðu með tilkomu nýrrar rikis- stjórnar eftir alþingiskosning- arnar 1971. Þau munu menn telja tiðindin stærst, hversu misjafnt sem menn annars dæma um þau eins og nærri má geta. Ég sé fyrir mér hátiðlegar stundir i lifi þjóðarinnar, aldar- fjórðungsafmæli lýðveldisins og endurheimt fornra islenzkra handrita, algjöra samstöðu Al- þingis i landhelgismálinu, svo að eitthvað sé nefnt. Og ég sé einnig sorgaratburðina, sem aldrei láta sig vanta. Þvi gleymir vist enginn sem nærri stóð, þegar þau tiðindi spurðust að morgni hins 10. júli 1970 að forsætisráðherra landsins og kona hans og dóttursonur hefðu þá nótt látið lifið með furðulega harmsögulegum hætti. Allt eru þetta þættir sögunnar sjálfrar, sagan að gerast, og að standa þar nærri og taka þátt er allt annað en að lesa um það á bók. Ég lét svo um mælt i ávarpi minu hér fyrir fjórum árum, að hugur minn mundi verða hjá fólkinu i landinu, meðan ég gegndi þessu embætti. Slikt var að visu auðvelt að segja og ég get enn sagt það nú með góðri samvizku. En hitt er ef til vill ekki eins auðvelt að láta það koma fram i verki eða á ein- hvern þann hátt, sem fólkinu i landinu mætti til einhvers gagns verða. Það er trú min, að gott leiði samskiptum i einhverju formi milli forseta og lands- manna. Kona min og ég höfum reynt að sýna lit á að hafa sam- band við land og lýð með kynn- isförum, svo sem hefur áður tiðkazt, auk þess að taka á móti mörgum gestum á heimili okk- ar. Við höfum farið allviða um landið, en þó ekki eins viða og við hefðum viljað, og er það aö sumu leyti af óviðráðanlegum ástæðum. Úr þessu eigum við nú enn kost að bæta. Þau kynni, sem slikar ferðir skapa geta verið býsna drjúg, ef forseta og landsmönnum tekst að hitta á þann umgengnishátt, sem bezt á við i voru landi. tslenzkur for- seti fer ekki út um landsbyggð- ina til aö ægja fólki með magt og miklu veldi, heldur til að hitta menn að máli sem fremstur meðal jafningja, kynnast lifi og lifsbaráttu á hverjum stað, fá fréttir um landsins gagn og nauðsynjar. Mér er óhætt að segja, að það er reynsla min, að yfirleitt hafi skapazt gott form fyrir þessar kynnisferðir og að þær nái tilgangi sinum eftir þvi sem um er að gera á skyndi- ferðalögum. En landið er stórt og byggðirnar margar og ekki við að búast að hægt sé að staldra lengi við neins staðar eða efla til mikilla persónulegra kynna. En þvi hcf ég drepið á þetta mál hér, að mér er ekki grunlaust um, að einhverjum kunni að finnast sem landsmenn verði ekki næsta mikið varir við þann forseta, sem þeir hafa sjálfir valið se'r. En það er ekki alls kostar auðvelt úr þessu að bæta og hætt er við að sitja muni við eitthvað svipað i þessu efni, hér eftir sem hingað til. Um kynnisferðir til útlendra þjóðhöfðingja gegnir nokkuð öðru máli. Slikt er i býsna föstu fari sem alls staðar gildir. Við höfum á kjörtimabilinu farið til Norðurlandanna fjögurra i boði þjóðhöfðingja þessara landa. Það er von min, að þessar ferðir hafi allar glætt þekkingu og skilning á þjóð vorri og högum vorum, en sá er tilgangur allra slikra ferða, að auka skilning þjóða i milli, aöefla vináttu með kynnum. Það er sjálfsagður hlutur, að slikar heimsóknir eiga að vera gagnkvæmar, hvenær sem þvi verður við kom- ið, enda er það ætlun okkar að endurgjalda vinaboð þessi á komandi kjörtimabili, og reynd- ar væri slikt þegar hafið, ef ekki hefði að höndum borið lát Frið- riks Danakonungs á þessu ári. Það er sérstakt gleðiefni að skiptast á gagnkvæmum heim- boöum við þjóðhöfðingja Norð- urlanda, sem oss eru tengd sér- stökum böndum vegna sameig- inlegs uppruna þjóðanna og ná- skyldra menningarhátta. En mér er engin launung á þvi, að ég tel annars að islenzkur for- seti eigi að stilla opinberum utanförum og heimboðum i hóf. Ég tel bezt sæma að berast ekki á i þvi efni, en halda þar þó virð- ingu sinni fullri og meta hvert tilvik eftir efnum og ástæðum hvenær sem til umtals kemur. Eftir þessari reglu hefur lika verið farið hingað til og mun verða farið. Ég lit i dag fram á veginn. Enginn veit hvað framtiðin ber i skauti sinu fremur en endranær, en vér tslendingar erum i öllu verulegu sammála um hvað vér viljum, að hverju vér keppum. Vér viljum standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, stjórn- málalegt og efnahagslegt, vér viljum efla gott mannlif og heil- brigða menningu i landinu, á þjóðlegum grundvelli án þjóð- arrembings, i eðlilegu sam- starfi við aðrar þjóðir. Allt er þetta mjög almennt sagt, en nú eins og ætið blasa við brýn við- fangsefni, skýr og áþreifanleg, og krefjast viturlegrar úrlausn- ar. Ég á við tryggingu nýrra fiskveiðitakmarka kringum landið og ég á við viðskiptalegá stöðu landsins eftir að ný við- horf skapast við tilkomu hins stækkaða Efnahagsbandalags Evrópu og fleira mætti nefna. Þetta eru ekki auðveld við- fangsefni, en þaö hefur aldrei verið auðvelt að halda hér uppi sjálfstæðu riki og þvi stig'i Tifs- gæða og menningar, sem vér búum við. Það hefur alltaf kost- Frh. á bls. 6

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.