Tíminn - 02.08.1972, Side 6

Tíminn - 02.08.1972, Side 6
6 TÍMINN Miövikudagur 2. ágúst 1972 FRÁ EMBÆTTISTÖKU FORSETA ISLANDS í GÆR I iil £ : .: Biskup islands, herra Sigurbjörn Einarsson flytur ræöu sfna f Dómkirkj unni. (Tfmamyndir Gunnar, Gongiö i kirkju. Kremstir fara forscti islands og forscti lfæstaréttar Korseti islands, Kristján Eldjárn, undirritar eiöstafinn llandliafar forsetavalds f.v. tllalfur Jóhannesson, forsætisráöherra, Logi Einarsson, forseti hæstaréttar (Ljósmvnd Pétur Thomseó aö lcsa upp eiöstafinn og Eysteinn Jónsson, forseti sameinaös Alþingis. AVARP FORSETA ÍSLANDS Framhald af 5. siðu. að fyrirhöfn og þrautseigju og það mun áreiðanlega halda áfram að gera það. Þetta er ekki svartsýni, heldur raunsæi og reynsla. Það er alltaf verið að takast á við erfiðleika og ekki heldur við öðru að búast. Eitt tekur við af öðru, ýmist blitt eða stritt. Þegar ég stóð hér fyrir fjórum árum var mjög mikið talað um erfiðleika fram undan. Þeir eru nú að mestu horfnir i skuggann, en nýir komnir i staðinn. Ég trúi þvi fastlega að það, sem nú er kviðvænlegast, verði orðið minning ein og saga, næst þegar forseti verður settur inn i embætti. En hvað þá verð- ur helzt við að glima má hamingjan vita, en eitthvað verður það. Kannski eitthvaö skylt við þann ótta, sem nú hrjá- ir mannkynið, óttann við eyði- leggingu mannlegs umhverfis og auðlinda jarðar, i einu orði sagt óttann við ragnarök. Það er furðuleg tilhugsun, að fyrir fjór- um árum var varla á þetta minnzt. Nú fyllir þetta efni hvert blaö og hvert timarit og óteljandi bækur, og það fyllir huga fólks um heim allan og enginn veit fyrir vist hvernig áhrif þess eru á þá, sem eru að alast upp og eiga áður en langt liður að erfa þessa jörð. Á þvi kjörtimabili, sem nú fer i hönd, munum vér Jslendingar halda hátiðlegt ellefu alda afmæli mannabyggðar i land- inu. Margt hefur verið nefnt manna i milli, sem þá skuli gera til hátiðabrigða eða lokið skuli vera fyrir þetta merkisár. Meðal annars, sem nefnt hefur verið, er endurskoðun stjórnar- skrár lýðveldisins. Hitt er þó frásagnarverðara, að á siðasta Alþingi komu fram tvær þings- ályktunartillögur, sem báðar lutu að þessu efni. Leiddi þetta til þess, að alþingi kaus nefnd til að vinna að þessari endurskoð- un. Engu skal ég um það spá, hvort henni verður lokið 1974, enda skiptir það ekki megin- máli, heldur hitt að hér hefur verið hrundið af stað merkilegu máli, sem margt gott á af að leiða, þegar reyndir menn bera saman ráð sin. Stórnarskráin er grunnmúr þjóðskipulags vors, og þar skyldi hverjum steini vera sem haganlegast fyrir komið og að sem bezt yfirveg- uðu ráði. Ég nefni þetta úr- lausnarefni sérstaklega við þetta tækifæri, af þvi að kunn- ugt er, að margir hafa á þvi mikinn áhuga og með þvi mun verða fylgzt vandlega á næst- unni. Má nærri geta, að sá sem fer með embætti forseta Islands og tekið hefur við þvi með nú- gildandi ákvæðum, hlýtur að gefa hinn fýllsta gaum að öllum hugsanlegum breytingum og nýjum viðhorfum, enda mun ég gera það. Ég tek nú við embætti forseta íslands i annað sinn með sömu auðmýkt og sama góöa vilja og fyrr, til að standa við þá ábyrgð sem embættinu fylgir. Ég mun leitast við að gera eins vel og mér endist vit og auðna til og bið um styrk i hverjum vanda, sem aö höndum kann að bera. En öllu öðru framar óska ég og bið þjóð vorri og fósturjörö blessun- ar og farsældar á hverri tið. Korsetahjónin veifa til mannfjöldans á Austurvelli eftir embættistök- una i gær. (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.