Tíminn - 02.08.1972, Síða 15

Tíminn - 02.08.1972, Síða 15
Miðvikudagur 2. ágúst 1972 TÍMINN ' 15 ::'■■ ' ■:■;... -.. ‘ ■ tfal Flugvélin eftir lendingu inni i Miílakoti ■Ljósmynd: Árni Guömundssot Steinn í grasi, og hjólið varð eftir Það varð uppi fótur og fit á svif- flugmótinu á Hellu hér i sumar, þegar dráttarflugvélin missti hálft hjólastellið, er hún var að sækja svifflugu út á sand. 1 sama mund og flugvélin losnaði við jörðu, varð steinn, sem lá falinn i grasi, fyrir vinstra hjóli hennar. Þar varð hjólið eftir, ásamt hluta af hjólastellinu, svo og svifflugan, en dráttarflugvélin komst á loft og lenti á öðru hjólinú inni i Fljótshlið án frekari skemmda. Athugun á skemmdum og viðgerð fór þegar fram og daginn eftir var hún i notkun á ný. Alþjóðlega vindbelgjasinfónían, International Symphonic Wind Orchestra í Saltvík f gær. Stjórnandinn, Carl Wilhjelm er lengst til vinstri ásamtkonu sinni. (TImamynd:Ómar) „Hin jákvæða hlið bandarísks æskufólks” - bandarísk lúðrasveit í ÓV-Reykjavík. Annað kvöld verða haldnir tón- leikar i lláskólabiói i Revkjavik og er það hljómsveit bandariskra ungmenna, International Symp- honix Wind Orchestra, sem þar mun leika. Hefjast tónleikarnir klukkan 21 og kostar aðgöngu- miðinn aðeins 150 krónur. International Symphonic Wind Orchestra er lúðrasveit eins og nafnið bendir til og er ísland fyrsti viðkomustaðurinn i 25 daga ferðalagi um Norðurlönd. Er hljómsveitin skipuð 52 hljóðfæra- leikurum frá austurfylkjum Bandarikjanna og er i henni aðeins úrvals tónlistarfólk á aldr- inum 16-24 ára, sem valið er i hana með prófum eða með- mælum kennara sinna. Hér á landi nýtur hljómsveitin fyrirgreiðslu Æskulýðsráðs Reykjavikur og var frétta- heimsókn hér - Tónleikar í mönnum boðið i gærdag upp i Saltvik, þar sem hópurinn heldur til á meðan á Islandsdvölinni stendur. Var hljómsveitin við æf- ingar er fréttamenn bar að garði — i fylgd Hinriks Bjarnasonar, framkvæmdastjóra ÆR — og gafst stutt tækifæri til að ræða við stjórnanda hljómsveitarinnar, Carl C. V Wilhjelm frá Pompton Plains i New Jersey, en meiri hluti hljóðfæraleikaranna er frá heimafylki hans. Sagði Wilhjelm hljómsveitina vera hér á landi og ferðina farna með stuðningi alþjóðasamtak- anna „People to People”, en þau miða að þvi að efla skilning og friðarvilja meðal þjóða heims. Og International Symphonic Wind Orchestra vill stuðla og vinna að þessu markmiði með tónlist sinni. Þá sagði Wilhjelm (sem er af dönskum ættum eins og nafnið Háskólabíó annað kvöld bendir til), að fólk erlendis fái oft i gegnum fjölmiðla ranga hug- mynd um ungt fólk i Bandarikj- unum, og „okkur langar til að sýna aðra, jákvæðari hlið. Þó vil ég meina, ” sagði Wilhjelm, „að þessi hópur sem samanstendur af ósköp venjulegum ungmennum, sé dæmigerður fyrir bandariskt æskufólk.” F’réttamönnum gafst einnig tækifæri til að heyra hljómsveit- ina þeyta hornin og voru þeir sammála um, að enginn þyrfti að sjá eftir þeim 150 krónum, sem miðinn á tónleikana annað kvöld i Háskólabiói kostar. Hljómsveitin kom hingað til lands á mánudaginn og heldur áfram til Stokkhólms á föstu- daginn. i dag verða tónleikar á Akranesi og hefjast þeir klukkan 15. Á víðavangi JJab1Jha2w keyptar vörur, án þess að þessi viöskipti séu nokkurs staðar annars staöar færð til bókar. 1 reynd er hér um vöru- skiptaverzlun aö ræða, en svo furðuiegt sem það kann að virðast, þá fara þau vöruvið- skipti ekki i gegnum það bók- hald, sem Almannavarnir annars hafa.” Oddfellowreglan á íslandi 75 ára Gefur Landspítalanum grunngeislunartæki JH-Reykjavik Oddfellowreglan á islandi á sjötiu og fimm ára afmæli i gær þvi að 1. ágúst 1897 var fyrsta stúkan, Ingólfur, stofnuö, eftir að Oddfellowreglan danska hafði gefið islendingum holdsveikra- spftalann danska með öllum bún- aði. Oddfellowreglan hefur slðan haft forgöngu i margs konar liknarmálum, sagði Hallgrimur Dalberg ráðuneytisstjóri, yfir- meistari stúkunnar Ingólfs, er blaðið sneri sér til hans i gær. Að frumkvæði hennar var Hjúkrunarfélag Reykjavíkur stofnað 1903 og starfaði siðan tii ársins 1935, og hún átti hlut að stofnun Heilsuhælis félagsins og heilsuhælissjóðsins, sem rak Vífilsstaðahæli fyrst eftir 1910. Hún átti mestan hlut að stofnun Sjúkrasamlags Reykjavikur, sem starfaði á árunum 1909-1939, er alþýðutryggingarnar komu til sögunnar, og hún stofnaði radiumsjóðinn, sem var fyrsti vísir að geislalækningum hér- lendis, i samvinnu við frimúrara. Er það i eina skiptið, sem þessar tvær reglur hafa unnið saman. A sjötiu ára afmæli sinu gaf stúkan Ingólfur Geðverndarfélagi Islands fjórðung milljónar, er gerði þvi kleift aö koma upp endurhæfingarheim ilum að Reykjalundi, og á 150 ára afmæli sinu fyrir þrem árum gaf Odd- fellowreglan Landspítalanum kóbalttækið alkunna. Kóbalttæki er djúpgeislunartæki, en i gær gaf Ingólfur geislalækn- ingardeiid Landspitalans grunn- geislunartæki. Er geislalækn- ingadeildin þar búin eins full- komnum lækingatækjum og bezt gerist. Tvö prófessors embætti - fimm umsækjendur Þann 30. júli s.l. lauk um- sóknarfresti um tvö prófessors- embætti i almennum þjóöfélags- fræðum i Háskóla íslands. Umsækjendur eru sem hér segir: Um prófessorsembætti I félags- fræði sækja Hannes Jónsson, blaöafulltrúi, Haraldur ólafsson, lektor og Þorbjörn Broddason, lektor. Um prófessorsembætti i stjórn- málafræði sækja Haraldur Jóhannsson. hagfræðingur og Dr. Ólafur Ragnar Grimsson, lektor. Auglýsing frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið er flutt frá Laugavegi 172 að Arnarhvoli. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1. ágúst 1972. Náttúruvemdarráði um sumar- bústaða- byggingar Athygli skal vakin á því, að óheimilt er hvar- vetna að ráðast f byggingar sumarbústaða án leyfis sveitarstjórna. Sveitarstjórn skal, áður en leyfi er veitt, að leita umsagnar náttúruverndar- nefndar héraðsins. Náttúruverndarráð —TK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.