Tíminn - 15.08.1972, Síða 7

Tíminn - 15.08.1972, Síða 7
Þriðjudagur 15. ágúst 1972 , TÍMINN 7 Klæöist þægilegum fötum Nýlega var haldin fatakaup- stefna i Dusseldorf, og var kjör- orð hennar, að fólk klæðist á sem þægilegastan og einfaldast- an hátt og hver eftir eigin geð- þótta. Reyndar fannst mörgum, sem litið nýtt hefði komið fram á þessari kaupstefnu, en hér sjáið þið þrenns konar kven- fatnað, sem ætlaður er til haust og vetrarbrúks. Hótanir og bónorð Það er hægt að gera margt til þess að fá fólk til þess að giftast sér. Charles nokkur Denton i Bolton i Lancashire bað stúlk- unnar, sem bjó i næsta húsi og sagði um leið, — ef þú giftist mér ekki Jane, mun ég leika uppáhalds lagið okkar eins hátt og ég get á plötuspilarann minn alltaf, þegar ég veit að þú ert heima, svo þét takist alls ekki að gieyma mér. Jane lét að sjálfsögðu undan og giftist Charles. Ernie Walters, sem starfaði sem tölvufræðingur i Ealing i London sagði við stúlk- una sina, að ef hún vildi ekki giftast sér myndi hann hætta að vinna, og gerast landshorna- flakkari. Stúlkan, Irma Hodge, trúði þvi ekki, að Ernie gerði al- vöru úr þessari hótun, og visaði bónorðinu á bug, en henni brá heldur en ekki i brún nokkrum vikum siðar, þegar hún rakst á Ernie illa til reika, ógreiddan og ósnyrtilegan, og komst að raun um, að hann var alveg hættur að vinna. Árangurinn varð sá, að hún giftist honum. Og þá er það sagan um þau Queenie Reed i Salisbury i Wiltshire og vin hennar Richard Norman. Rich- ard bað Queenie, en hún ætlaði ekki að fást til þess að giftast honum. Þá sagði hann aðeins: Ég skal sýna hvei^um, sem hafa vill ástarbréfin frá þér! og viti menn, hún var ekki lengi að segja já. ★ Klækjabrögð konunnar Maðurinn minn neitaði alitaf að kaupa handa mér gosdrykki, þegar við fórum út að skemmta okkur, skrifaði kona nokkur i Englandi til vikublaðs eins. — En hvað haldið þið að ég hafi þá gert. — Mér þótti vodkað svo vont, sem hann vildi endilega að ég drykki, að ég talaði eitt sinn viö framreiöslustúlkuna i ein- rúmi, og fékk hana til þess að gefa mér aðeins appelsinusafa, þegar maðurinn minn pantaði appelsinusafa og vodka. Ég sagði henni að halda peningun- um þ.e.a.s. mismuninum til haga, og svo höfum við haft það til siðs siðan, ég og framreiðslu- stúlkan, að við förum út og fáum okkur kaffi saman annað slagið, fyrir peningana, og nú eru allir hæstánægöir með úrslitin. ★ Hinn þekkti og vinsæli söngvari Andy Williams hefur afsannað orðróm um, að hann hefði i hyggju að ganga i hjónaband á nýjan leik. Að undanförnu hefur oftsinnis verið fullyrt, að hann hefði i hyggju að kvænast Ethel Kennedy, ekkju Roberts Kennedys og 11 barna móður. — Maður kvænist ekki bezta vini sinum, — sagði Andy um þennan orðróm. Andy Williams hefur verið á ferðalagi um Evrópu og sungið á góðgerðarsamkomum. t London hitti hann konu sina Claudine Longet, en þau hafa verið skilin i 18 mánuði, þótt ekki sé um lögskilnað að ræða. Andy sagði, að hún væri sú kona, sem hann hefði alltaf elskað. —- Það eru ekki aðrar konur i minu lifi, sagði hann. -¥■ Hæsta verö Louve listasafnið i Paris hefur ekki greitt hærra verð fyrir nokkurt listaverk, en það greiddi nú nýlega, þegar það festi kaup á Svikaranum, 17. aldar málverki eftir Georges de La Tour. Verðið, sem greitt var fyrir myndina var tvær milljón- ir dollara. Ekki er franska rikið sagt hafa greitt sambærilegt verð fyrir nokkurt listaverk sið- an á dögum Napoleons III. Þaö var listaverkasafnarinn Pierre Landry, sem uppgötvaði þetta málverk i forngripaverzlun árið 1926, en hann seldi safninu það nú. Hann hafði skömmu áður lánað safninu málverkið tii þess að hægt væri að hafa það þar i sambandi við sérstaka sýningu, sem helguð var De La Tour. A myndinni eru tveir menn og kona að spila á spil, en önnur kona ber þeim vin. Greinilegt er, að annar maðurinn, sem er rikmannlega búinn er á valdi hinna þriggja, sem eru að reyna að hafa af honum peninga. Konurnar láta sem þær sjái ekki, þegar hinn maðurinn nær sér i aukaás, sem hann hefur falið undir púðanum, sem hann situr á. Málverk þetta er talið mjög merkilegt og sýna vel stil hins þekkta málara. — Þetta var alveg stórkostlegt skot. Ég hitti öndina bæði i hausinn og fótinn með sömu kúlunni. — Nú, hvernig fórstu að þvi? — Jú, sjáðu til. Hún stóð og var að klóra sér i hnakkanum. — Þú getur ekki imyndað þér hvað það hefur rignt mikið hér á meðan þú varst á Mallorca. Slæm uppskera segir þú. Nei, það var 1887 sem það var. Þá þurfti maður korn af þremur ekrum til búa til eitt franskbrauð. En svo fengum við auðvitað lika góða uppskeru. 1904 var hún til dæmis svoleiðis að fyrst stöfluðum við öllum sekkjunum, sem komust fyrir utanhúss, en afganginn urðum við að setja inn i hlöðu. DENNI DÆMALAUSI Var ég ekki búinn að segja þér, hvað hún er hryllilega bragðvond, og þú sem hélzt að pabbi reykti sér til skemmtunar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.