Tíminn - 15.08.1972, Page 13

Tíminn - 15.08.1972, Page 13
Þriöjudagur 15. ágúst 1972 TÍMINN 13 Eins og sjá má, er Saab-bifreiðin algjörlega ónýt. Tfmamynd Dettifoss Framhald af bls. 1. ur þaö jafngilt þvi, að fyrri hug- myndir manna um Dettifoss- virkjun séu dæmdar úr leik nú þegar. Það vitum við, þegar fregnir berast af mælingum þeirra félaga. En svo getur líka verið, að þarna þurfi margendur- teknar mælingar að koma til, áð- ur en hugmynd er fengin um hræringar þær, sem þar eiga sér stað, enda alltaf gert ráð fyrir þvi, aö þetta yrðu langtimarann- söknir. Rannsóknir vegna ann- arar Jökulsárvirkjunar Þótt svo kunni að reynast, að ekki sé vogandi að virkja Detti- foss, getur önnur Jökulsárvirkjun komið til greina. Ungur jarðfræð- ingur, Oddur Sigurðsson frá Akureyri, er þessa dagana við annan mann norður i Keldu- hverfi. Hann vinnur að athugun- um á þvi, hvort viðlit sé að taka Jökulsá úr farvegi sinum ofan við Grimsstaði og virkja allt fall hennar á einum stað fyrir neðan Asbyrgi. Þessar rannsóknir eru skammt á veg komnar, en þetta gæti oröið framtiðarlausn, ef Dettifossvirkjun kynni að þykja svo isjárverð, að frá henni verði horfið. Nýkomiö er til landsins flutningaskipiö Vestri. Skipið er 6-700 lestir og búið skiptiskrúfu. Jón Franklin* útgeröarmaöur keypti skipið frá Danmörku. Þaö var smiöað þar fyrir 6-7 árum. v---------:----------■ Hárgreiðslu- og hárskurðarsýning að Hótel Sögu þriðjudaginn 22. ágúst i_P Leo Leo Passage Hinn heimsfrægi hárgreiöslumeist- ari LEO PASSAGE sýnir ásamt DIETMAR PLAINER Austurrtkis- manni sem hefur haldið námskeiö og sýnt i 74 löndum. Auk þess koma fram sænski meistarinn EWERT PREUTZ og danski meistarinn POUL E. JENSEN Tækifæri til að sjá sýningu sem þessa, gefst ekki á næstu árum. Aðgöngumiöar seldir viö innganginn verö kr. 500,00 Húsiö opnaö kl. 7. Dietmar Plainer Lendur Auglýsingar, sem eiga aö koma I blaöinu á sunriudögum þurfa aö berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofa Tiinans er i iiankastræti 7. Simar: 1952:1 - 18300. Harður árekstur á Skúlagötu OV-Reykjavik ( Harður árekstur varð á Skúlagötu rétt eftir hádegi i gær Þar haföi SAAB-bifreið, með R- númeri, stanzaö til að hleypa úr farþega, þegar vörubill með J- númeri ók aftan á hana. Far- þegi og ökumaður Saab-bif- reiðarinnar voru fluttir á sjúkráhús og samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið aflaði sér hjá lögreglunni i gær, er far- þeginn töluvert slasaður, lik- lega með heilahristing, þvi ekki mundi hann eftir þvi, að hafa verið i bilnum er á slysavarð- stofuna kom. Okumaður vörubilsins, 8 eða 10 tonna ferlikis, er alveg ómeidd- ur, en báðir bilarnir eru mikiö skemmdir, Saab-inn likast til algjörlega ónýtur. Auglýsing Kynning á æskulýös- og félagsmálastarfi I Vestur-Þýzka' landi maí-júli 1973, ...þeir eru búnir að fá nýja fullkomna affelgunarvél fyrir stóra hjólbarða þarna inni í Höfðatúni!!! HJóIrarðar Höfðatúni 8 — Simar 86780 og 84320. Vestur-þýzk stjórnvöld og Victor Gollancz menntastofnunin bjóða starfsfólki og sér- fræðingum i æskulýðs- og félagsmála- starfi til þriggja mánaða náms- og kynnis- ferða I Sambandslýðveldinu Þýzkalandi næsta sumar (mai-júli 1973). Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á þýzkri tungu, vera starfandi við æskulýðs- eða félagsmálastarf og vera yngri en 35 ára. Umsóknareyðublöð og nánari upp- lýsingar fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik og þurfa um- sóknir um þátttöku að hafa borizt ráðu- neytinu fyrir 1. október n.k. Menntamálaráðuney tið, 11. ágúst 1972.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.