Tíminn - 25.08.1972, Side 17

Tíminn - 25.08.1972, Side 17
Föstudagur 25. ágúst 1972 TÍMINN 17 slikt ’. Mér sárnaði ekki minna en þótt hún hefði borið mér á brýn vol og tepruskap. ,,Þú heldur sjálfsagt, að ég hafi notið þess að vera utan- veltu i mannfélaginu i tvö ár og verða að berjast við að lesa af vara- burði fólksins, sem ég umgengst, hvað það segir”. „Ég hef aldrei sagt, að þér hafi verið það nautn. En það er alveg óþarfi fyrir þig að fyrtast, eins og þú gerir, i hvert skipti, sem einhver minnist á það, að þú sért heyrnarlaus. Ég átti ekki við annað en það, að fólk dáist að þvi, hve vel þú berð ógæfu þina. En ég er allt öðru visi. Ég er góð borðdama i samkvæmum en þegar engum samkvæmum er til að dreifa, á ég að hirast heima og vera kátog skemmtileg, samt auðvit- að i hófi”. ,,En Hanna”, sagði ég, ,,þú getur veitt þér allt”. „Þannig getur þú talað”, svaraði hún, „En þú skait ekki imynda þér, að ég geri alltaf það, sem mér er skapi næst, eða sé sifellt ánægð með sjálfa mig. Ég hata sjálfa mig, og heyrirðu það! ” „Heldurðu, að það sé einsdæmi? Flestir eru iðulega óánægðir með sjálfa sig”. Ég reyndi eftir getu að sega hana, þvi að ég sá, að hún átti i áköfu sálarstriði. „Við þurfum öll á annarra styrk og alúð að halda. Ég mundi ekki hafa afborið þessar lækningatilraunir allar, ef ég hefði ekki haft Harrý. Þá hefði ekki heldur verið ástæða til þess að leggja slikt á sig. Ég tel siálfri mér trú um, að það hafi verið forlögin, sem leiddu okkur Harrý saman og tendruðu ástina i hug okkar, einmitt þetta vor — áður en þetta kom fyrir mig. Það skelfir mig að hugsa um hversu allt væri ömurlegt, ef..„” Hún leit á mig með ólýsanlegum skelfingarsvip. Augun voru myrk og þrungin hræðilegri kvöl. „Þegiðu, Emilia”, sagði hún. „Segðu þetta ekki”. Mig furðaði á harmi hennar og vorkenndi hennj sárlega. „Ég hef lika verið einmana og yfirgefin”, hélt ég áfram, „og þess vegna skil ég þig. Þótt við séum ólikar, er þessi tilfinning eins konar samnefnari fyrir okkur báðar. Ég get ekki útskýrt þetta betur, en þú veizt, hvað ég á við”. Hún anzaði engu, svo að ég hélt áfram. „Þú þarft að verða ástfangin”, sagði ég bliðum rómi. „Það er ekki annað, sem amar að þér". Aftur leit hún á mig myrkum, hyldjúpum áugum, en sneri sér svo snöggt frá mér. að mér fataðist að nema það, sem hún sagði. Helzt virt- ist mér hún stynja „Guð minn góður", en þó var ég ekki viss um það. Siðan spratt hún á fætur og fór að tina saman eigur sinar, sem lágu á dreif um borð og stóla. Hún gaf sér óvenjulega mikinn tima til þess að hagræða á sér kápunni og hattinum og seildist loks eftir töskunni sinni. Mér var það lengi minnisstætt, þvi að það var svo ólikt Hönnu að tefja sig á þess háttar. Hún forðaðist að lita á mig, og ég sá, að hendur henn- ar skulfu, þegar hún smeygði á sig hönzkunum. Hanna fór leiðar sinnar en ég varð eftir i dagstofunni. Ég settist við gluggan og horfði á rökkrið umkringja beikitrén og hlynviðina og hjúpa flötina i garðinum og hugleiddi það, sem systir min hafði sagt. Það olli mér óró að hafa náð að skyggnast inn i huga hennar. Það var eins og dyr á leyndardómsfullu húsi hefðu verið opnaðar i hálfa gátt, en lokað jafnskjótt aftur, áður en mér vannst timi til að átta mig á þvi, sem inni fyrir var. Hver, sem hefði gægzt inn um gluggann og séð okkur myndi hafa álitið, að við systurnar værum að þylja hvor annarri trúnaðarmál, en i rauninni höfðu aðeins fáar samhengislausa.r setningar verið sagðar i æsingu og úrræðaleysi. En kvölin, sem skein úr augum hennar og andlitsdráttum, átti áreiðanlega ekki rót sina að rekja til leiðinda eða venjulegra keipa. Ég fór að hugsa um bernsku okkar Hönnu og allar þær skapraunir, sem hún hafði bakað mér þá. Sffellt var hún að hnupla leikföngum min- um og brjóta og skemma það, sem ég átti, bera á mig vammir og skammir og torvelda ráðagerðir minar og spilla leikgleði minni. En jafnskjótt og rósrauðar varir hennar fóru að kiprast og munnurinn myndaði skeifu og dökk augu hennar fylltust tárum, gleymdi ég öllum mótgerðum hennar og átti enga ósk innilegri en glæða bros á ándliti hennar aðnýju. Hún hafði hlotið létta lund i vöggugjöf, og þá sómdi hún sér bezt, er hún var kát og ærslafull. Ég gat aldrei séð hana dapra og hrjáða, hversu mjög sem okkur greindi á. Ekki leið á löndu unz Manga kom inn tii þess að kveikja ljósin og laga til i stofunni fyrir kvöldið. Hún var að venju i svörtum kjól með hvita svuntu. Ég horfði á hana stika hljóðlaust fram og aftur um stofuna, eins og hún hafði ætiðgert frá þvi ég mundi fyrst eftir henni. Hún veitti mér ekki athygli, fyrr en hún laut niður til þess að taka upp blaðið, sem Hanna hafði fleygt á gólfið. „Ég vissi ekki, að þú varst hér, Emelia”, sagði hún, þegar ég hafði tekið undir kveðju hennar. „Annars hefði ég haldið á tebolla með mér. Það er ekki orðið svo mjög framorðið. Ég skal sækja hann, ef þú vilt”. En ég hristi höfuðið. „Manga”, sagði ég svo, er ég hafði um stund horft á hana laga stól- ana og strjúka seturnar, „hvað er að gerast i þessu húsi?” „Ég veit ekki, hvað þú átt við, nema ef það væri þá það, að aldurinn er farinn að sækja sum af okkur heim, og það sama má segja um sess- Þegar sigurvegararnir komu i heima- bæi sina að leikunum loknum voru þeir hylltir i ráðhúsinu, og þar voru þeim veitt skattfriðindi og ýmiss konar virð- ing auk peningagjafa. tþróttin var orðin að atvinnuvegi og skemmtun fyrir ibú- ana. Samtimis mátti heyra óánægju- raddir, sem urðu æ háværari, og sögðu, að þýöing iþrótlanna yrði stöðugt minni, og hyrfi i skuggann af persónudýrkun einstakra iþróttamanna. FÖSTUDAGU R 25. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.l, 9.00 og 10.00. Morguubæn kl. 7.45. Morgtinleikf. kl. 7.50 Morgunstund barnanna 8.45: Guðjón Sveinsson les framhald sögu sinnar um „Gussa á Hamri” (9). Til- kynningar kl. 9.30. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Kftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft" eftir l’. G. VVodehouse Jón Aðils leikari les (10). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miödegistónleikar Kirsten Flagstad syngur lög eftir Sinding og Alnær. Kurt Westi syngur lög Lange-Múller. 16.15 Veðurlregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókalestur: i borgarastyrjöldinni á Spáni e. dr. Helga P. Briem, fyrr verandi sendiherra. Höf- undur les fyrri hl. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Ilagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegil! 19.45 Bóknienntagetraun 20.00 Liig el'tir Scbubert.Þor- steinn Hanncsson syngur við undirleik Arna Krist- jánssonar. 20.30 Ta'kni og visindi. Páll Theodórsson eðlisfræðingur og Guðmundur Eggertsson prófessor sjá um þáttinn. 20.50 Suniaijónleikar l'rá út- varpinu i Ástraliu.a. For- leikur að „Astföngnu garð- yrkjustúlkunni” eftir Moz- art. b. Sónata lyrir óbó og pianó bftir Saint-Saéns. e. Slavneskir dansar nr. 8 i g- moll og nr. 1 i C-dúr op. 46 eltir Dvorák. d. Þrir dansar úr „Hómeó og Júliu” eftir Prokofjieff. e. „Vinar- stúlkur” vals eftir Ziehrer, Flytjendur: Sinlóniuhljóm- sveit Suður-Ástraliu, Jiri Tancibudek, óbóleikari og John Champ, pianóleikari, Henry Krips stj. 21.30 Útvarpssagan: „Dalalif" eftir Guðrúnu Irá Lundi Valdimar Lárus- son les (14). 22.00 Fréttir 22.15 Kvöldsaganr „Maður- inn, seni breytti um andlit” el'tir Marcel Aymé.Kristinn Heyr les (15). 22.35 Dansliig i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.05 Á tólfta timanum. Létt liig úr ýmsum áttum. 23.55 Frétlir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 25. ágúst 1972. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Af sjónarhóli Svisslend- ings. Hér lýsir svissneskur rithöfundur löndum sinum og hendir gaman að ýmsum siðvenjum þeirra. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.05 Frá Listahátið i Reykja- vik 1972. Bandariski pianó- leikarinn André Watts leik- ur tólf valsa eftir Franz Schubert. 21.20 Ironside^ Bandariskur sakamálaflokkur. Bræður munu berjast. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 22.10 Erlend málefni. Um- sjónarmaður Sonja Diego. 22.40 Frá Heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 23.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.