Fréttablaðið - 10.03.2004, Síða 19

Fréttablaðið - 10.03.2004, Síða 19
19MIÐVIKUDAGUR 10. mars 2004 ■ Úti á landi • 2,4 GHz Örgjörvi • 256 MB Vinnsluminni • 40 GB Harður diskur • 17“ Skjár • Windows XP Home Edition • Lyklaborð og mús j i l i i i r iti KT-Tölvur • Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Sími 554 2187 Nóg um nám í sumar: Sumarskólar njóta vinsælda Það verður æ vinsælla hjá fram-haldsskólanemum að sækja nám í sumarskólum. Námið nýtist þeim sem hafa lokið grunnskóla- prófi og vilja byrja strax að undir- búa sig fyrir frekara nám, fram- haldsskólanemum sem vilja flýta fyrir sér eða hafa misst eitthvað úr og nemendum sem vilja bæta við sig eftir stúdentspróf. Þrír skólar bjóða þennan möguleika. Í Sumarskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Sumarskólanum ehf. er kennt í um mánuð og svo tekin lokapróf. Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður svo upp á fjar- nám með aðstoð tölvunnar. Allar upplýsingar um það er að finna á heimasíðum stofnananna. ■Í KENNSLUSTUND Tímasetning kennslunnar ekki lengur vandamál fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja því Menntaskólinn í Kópavogi aðlagar hana að vinnutíma nemenda. Nám fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja: Ekki kennt um mánaðamót Menntaskólinn í Kópavogi býð-ur starfsmönnum fjármála- fyrirtækja nýja námsleið, 36 ein- inga, fjögurra anna almennt nám í greinum sem tengjast starfinu. Námið er sniðið að þörfum starfs- manna fjármálafyrirtækja þannig að tilhögun og tímasetningar kennslustunda eru skipulagðar með hliðsjón af álagstoppum í vinnu í fjármálafyrirtækjum. Ekki er kennt fyrstu fimm virka daga hvers mánaðar og heldur ekki þann 15. Kennslutími er klukkan 17.20 til kl. 21, mánudaga til fimmtudaga frá september til og með nóvember og janúar til og með apríl. „Margir kannast við að eiga í fórum sínum námseiningar sem enn eru ekki nægilega margar til þess að hægt sé að skipta á þeim og lokaskírteini og flestir hafa setið námskeið og öðlast starfs- reynslu. Þetta kemur að góðum notum þar sem námið hentar ein- mitt þeim sem hafa hlotið ákveð- na námsþjálfun og starfsreynslu. Að loknu þessu námi eiga nem- endur að vera betur undirbúnir til að hefja viðskiptatengt nám á há- skólastigi,“ segir Inga Karlsdóttir. fagstjóri fyrir hagnýtar við- skipta- og fjármálagreinar í MK. Kennslugreinar eru upplýs- ingatækni, bókhald, starfsmanna- mál/stjórnun, viðskiptaenska, ís- lenska/tjáning, stærðfræði, þjón- ustusamskipti, fjárfestingamark- aðurinn, lögfræði og hagfræði. „Að meðaltali eru kenndar þrjár til fjórar greinar á hverri önn. Nemendur einbeita sér að einni kennslugrein í einu, ljúka henni og taka síðan til við þá næstu og hópurinn fylgist að á námstíman- um.“ Menntaskólinn í Kópavogi hef- ur mikla reynslu af fullorðins- fræðslu. Hann hefur um árabil boðið upp á nám á skrifstofubraut fyrir þá sem hafa ekki langa skólagöngu að baki og síðustu fjögur ár einnig framhaldsnám á skrifstofubraut. Þann 13. mars næstkomandi er opið hús í Menntaskólanum í Kópavogi klukkan 13 til kl. 17. Þá er tækifæri til að fá sér kaffisopa og fá upplýsingar um námið, skoða aðstöðuna í MK og náms- gögnin. „Það er líka tilvalið að spara sér sporin og innrita. Við verðum með innritun bæði á við- skipta- og fjármálagreinabraut og skrifstofubraut,“ segir Inga. ■ Leikmannaskóli kirkjunnarefnir til námskeiðs um sporin tólf sem meðal annars liggja til grundvallar starfi AA-samtak- anna. Á námskeiðinu verður rak- in áhrifasaga sporanna og skoðað úr hvaða jarðvegi þau eru sprott- in. Farið verður í gegnum sporin og skoðað hvernig kristin trú hefur mótað þau. „Sumir sem koma á þetta námskeið þekkja til sporanna og aðrir vita ekkert um þau og langar að kynnast þeim,“ segir sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir, prestur í Langholtssókn, sem kennir á námskeiðinu ásamt Önnu Sigríði Pálsdóttur, presti í Grafarvogskirkju, og Sigurlín Ívarsdóttur guðfræðingi. Petrína segir að vaxandi áhugi sé innan kirkjunnar á tólf spora hugmyndafræðinni. Til dæmis hafi æðruleysismessur notið mikilla vinsælda og sömuleiðis séu hópar starfandi innan kirkj- unnar sem fari í gegnum sporin. „Við skoðum Guðsmynd- ina í sporunum og þessa trúarlegu teng- ingu sem er að finna í þeim. Við skoðum einnig hvernig þau geta nýst okkur í daglegu lífi, af hver- ju þau eru svona merkileg og af hver- ju fólk leitar svona mikið til þeirra.“ Kennt verður í fjögur skipti, tvo tíma í senn í Grensáskirkju. Kennsl- an hefst á morgun kl. 20. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskól- ans, kirkj- an.is/leikmanna- skoli ■ SR. PETRÍNA Petrína er einn þriggja kennara á námskeiði um sporin tólf. Námskeið um trúna og sporin tólf: Guðsmyndin í sporunum skoðuð FLAMENCO Á AKUREYRI Í lok mars verður haldið flamenco- helgarnámskeið á Akureyri. Námskeiðið er bæði ætlað kon- um og körlum og einnig verður boðið upp á námskeið fyrir sjö til níu ára stelpur sem munu sýna afrakstur námskeiðsins á sunnudeginum. Kennarinn, Minerva, kemur úr Kramhúsinu og á laugardagskvöldið gleður hún Akureyringa með fla- mencodansi. Námskeiðið verður haldið helgina 26.–28. mars. Skráning er í síma 899 5103. Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.