Fréttablaðið - 10.03.2004, Síða 24

Fréttablaðið - 10.03.2004, Síða 24
24 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR KLÁR Í SLAGINN Oliver Kahn, markvörður Bayern München, virkaði einbeittur á svip við komuna til Spánar í gær en liðið mætir Real Madrid í meistaradeild Evrópu í kvöld. Kahn gerði slæm mistök í fyrri leik liðanna sem kost- uðu mark og vill eflaust bæta upp fyrir þau í kvöld. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 7 8 9 10 11 12 13 MARS Miðvikudagur Tvær erfiðar vikur Oliver Kahn gleymir ekki jöfnunarmarki Real Madrid úr fyrri leiknum. Real leikur í kvöld án Ronaldo og Roberto Carlos en Raúl verður leikfær. FÓTBOLTI Seinasta lotan í átta liða úrslitum meistaradeildar UEFA fer fram í kvöld. Arsenal leikur við Celta Vigo í London, AC Mil- an og Sparta frá Prag leika í Mílanó, Monaco keppir við Lokomotiv frá Moskvu á heima- velli og í Madríd keppa nífaldir Evrópumeistarar Real Madrid við fjórfalda meistara Bayern München. Bayern og Real skildu jöfn í München fyrir tveimur vikum. Roy Makaay skoraði mark Bæj- ara en Roberto Carlos jafnaði fyrir Real með marki sem Oliver Kahn gleymir varla þó hann gjarnan vildi. „Síðustu tvær vikurnar hafa sýnt hversu líf markvarðarins getur verið erfitt,“ sagði Kahn við Frank- furter Neue Presse. „ En ég ætla ekki að láta þetta hafa áhrif á mig. Ég er í mjög góðri æfingu og veit hvers ég er megnugur.“ Kahn sagðist ekki hafa hugsað um annað undanfarna daga en leikinn gegn Real í kvöld. Ronaldo leikur ekki með Real í kvöld en hann meiddist í deild- arleiknum gegn Racing Sant- ander á laugardag. Raúl meidd- ist á ökkla fyrir tíu dögum en reiknar með að leika í kvöld. „Við skulum sjá til hvernig ökklinn reynist en ég er viss um að geta leikið allan leikinn,“ sagði Raúl. „Við leikum án tveggja mikilvægra leikmanna og þar sem Ronaldo verður ekki með, leik ég enn framar fyrir vikið. Staðan hentar mér samt vel. Það hentar mér að komast nálægt markinu.“ Javier Portillo gæti fengið tækifæri í framlínu Real í forföllum Ron- aldo en miðjumaðurinn Guti er einnig liðtækur sóknarmaður. Roberto Carlos leikur heldur ekki með Real í kvöld. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að slá til Argentínumanns- ins Martin Demichelis í leiknum í München fyrir tveimur vikum. Bæjarar endurheimta Bixente Lizarazu og Claudio Piz- arro úr meiðslum og franski varnarmaðurinn Willy Sagnol ætlar að leika með Bayern í kvöld þrátt fyrir brákaðan hand- legg. „Ef ég get æft eins og venjulega mun ég leika,“ sagði Sagnol en Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern, sagðist ætla bíða með að ákveða það fram á síðustu stundu. Sagnol er bjartsýnn á sigur Bæjara. „Við lékum vel í München og Roberto Carlos og Ronaldo verða ekki með í kvöld. Við eigum góða möguleika. Ég er fullur sjálfstrausts og mjög bjartsýnn.“ ■ Leikur Real Ma-drid gegn Bayern München í kvöld verður 101. leikur félagsins í meistaradeild UEFA. Real hefur sigrað í 57 af leikjunum 100, gert 21 jafntefli en tapað 22. Markatal- an er 202 gegn 111 Real í hag. Madrídingar hafa leikið gegn 32 félögum frá átján löndum, oft- ast þýskum félögum, eða átján sinnum. Real lék þó ekki í meistara- deildinni fyrr en 1995 og tapaði 1- 0 fyrir Ajax í Amsterdam í fyrsta leiknum. Raúl er markahæstur Madríd- inga í meistaradeildinni með 44 mörk en alls hafa 32 leikmenn, og fjórir leikmenn mótherjanna skorað mörk Real í keppninni í þessum 100 leikjum. ■ ■ Tala dagsins 100 LEIKIR  19.15 ÍR leikur við Fram í Austurbergi í úrvalsdeild karla í handbolta.  19.15 HK og Haukar keppa í Digranesi í úrvalsdeild karla í handbolta.  19.15 KA keppir við Stjörnuna í KA- heimilinu í úrvalsdeild karla í hand- bolta.  19.15 Grótta/KR leikur gegn Val á Sel- tjarnarnesi í úrvalsdeild karla í hand- bolta.  19.15 ÍBV og FH keppa í Eyjum í RE/MAX-deild kvenna.  19.15 Akureyrarfélögin KA og Þór keppa í Boganum í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  19.30 KR og Valur leika í Egilshöll á Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta. SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn.  19.30 Meistaradeild UEFA. Beint á Sýn. Real Madrid og Bayern München.  21.40 Meistaradeild UEFA á Sýn. Arsenal og Celta Vigo.  22.50 Handboltakvöld á RÚV.  23.30 Olíssport á Sýn. FÓTBOLTI Spænska stórveldið Barcelona segir að mögulegt sé að Svíinn Henrik Larsson gangi til liðs við félagið frá Celtic. Yfirlýs- ingin kemur skömmu fyrir viður- eign liðanna í Evrópukeppni félagsliða í Skotlandi annað kvöld. „Við höfum mikinn áhuga á Henrik en við verðum að bíða og sjá til hvað gerist í sumar,“ sagði Sandro Rossell, varaforseti Barcelona. „Enginn virðist vita hvert hann vilji fara en við erum með málið undir smásjánni og gætum gert tilboð.“ ■ FÓTBOLTI UEFA hefur ákveðið að áfrýja úrskurði eigin aganefndar um eins leiks bann Roys Keane, fyr- irliða Manchester United. Keane var rekinn af velli í leik Porto og United í meistaradeildinni fyrir tveimur vikum fyrir að stíga á Vitor Baia, markvörð Porto. Aganefnd tók málið fyrir á föstu- dag og var Keane fundinn sekur um ósæmilega framkomu og dæmdur í eins leiks bann. Forkólfar UEFA krefjast þess að hann verði dæmd- ur fyrir líkamsárás en það gæti þýtt þriggja leikja bann. Aganefndin tekur áfrýjun UEFA fyrir á fundi í lok næstu viku. ■ Knattspyrnusamband Evrópu: Áfrýjar eigin dómi Sænski framherjinn Henrik Larsson: Undir smásjánni hjá Barcelona LARSSON Fagnar marki sínu gegn Rangers um síðustu helgi. Larsson hefur staðið sig frábærlega með Celtic undanfarin ár. LENGRA BANN FYRIR KEANE Roy Keane gæti fengið þriggja leikja bann fyrir að stíga á Vitor Baia, markvörð Porto. BÆJARAR LEIKA Í MADRÍD Í KVÖLD Michael Ballack og Roy Makaay fagna marki í leiknum gegn Bayer Leverkusen á laugardag. LEIKIR MEISTARA- DEILDARINNAR Í KVÖLD Arsenal - Celta Vigo Asrenal sigraði, 3-2, í fyrri leiknum AC Milan - Sparta Prag Félögin skildu jöfn, 0-0, í fyrri leiknum Monaco - Lokomotiv Moskvu Lokomotiv sigraði, 2-1, í fyrri leiknum Real Madrid - Bayern München Félögin skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum LEIKIR REAL OG BAYERN Í MADRÍD 1976 Real Madrid - Bayern München 1-1 Roberto Martinez - Gerd Müller 1987 Real Madrid - Bayern München 1-0 Carlos Alonso Santillana 1988 Real Madrid - Bayern München 2-0 Milan Jankovic, Michel González 2000 Real Madrid - Bayern München 2-4 Fernando Morientes, Raul González - Mehmet Scholl, Stefan Effenberg, Thorst- en Fink, Paulo Sergio 2000 Real Madrid - Bayern München 2-0 Nicolas Anelka, Jens Jeremies (sm) 2001 Real Madrid - Bayern München 0-1 Giovane Elber 2002 Real Madrid - Bayern München 2-0 Iván Helguera, José María Gutiérrez „Guti“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.