Fréttablaðið - 10.03.2004, Page 30

Fréttablaðið - 10.03.2004, Page 30
30 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Fréttiraf fólki í dag Baski ofsækir konur sem heita Ingunn Stjúpson skipstjórans dreymdi fyrir sjóslysinu Ríkis- sjónvarpið bjargar Frikka Þór G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Pondus eftir Frode Øverli You bet! ÞREYTT EFTIR KREFJANDI PÚL Í RÆKTINNI? FÁÐU ÞÉR ÍSKALDA COOKIE COLO! OG LEGGÐU ÞITT AF MÖRKUM Í BARÁTTUNNI GEGN AT- VINNULEYSI TANNLÆKNA! TAKK FYRIR HJÁLPINA! Þú ættir að hætta að drekka þennan óholla viðbjóð þarna! Já, það er rétt! Ég held ég skipti bara yfir í bjórinn! Stórsöngvarinn Geir Ólafssonekur þessa dagana um á lítilli Nissan Micra bifreið. Hann spókar sig alla jafna á Lincoln- bifreið. Glæsikerran er hins veg- ar á verkstæði þar sem einhver tók sig til og keyrði utan í hana kyrrstæða og braut hliðarljós. Ökumaðurinn stakk síðan af vett- vangi og Geir situr uppi með tjónið og er frekar ósáttur við það hlutskipti að þurfa að aka um í smábíl sem rúmar vart per- former af hans stærðargráðu. Spaugararnir, sem halda úti vef-síðunni baggalutur.is og bregða á leik með innslögum í dægurmála- útvarpi Rásar 2, hafa birt ársupp- gjör sitt. Þar kemur meðal annars fram að hagnaður Baggalútssam- steypunnar á árinu 2003 var 14.744 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 28.345 mkr. og veltufé frá rekstri var 15.136 mkr. Arðsemi eigin fjár var 46% á árinu. Heildarhagnaður samsteypunnar er aðallega rakinn til hagnaðar af „mansali, prentun gjaldmiðla og bjórsölu Bagalot Holdings Ltd. í Nígeríu. Einnig skiluðu umfangs- mikil fasteignakaup Bach&Laute í Chile töluverðum umtalsverðum hagnaði og eins sala Bälut F.C. á færeyska knattspyrnumanninum Reginvald frá Koppi. Afkoma Beagleloot enterprizes olli von- brigðum og nemur tap starfsem- innar 3.684 mkr. á árinu. Þar hefur mest áhrif styrking krónunnar á árinu og lægra afurðaverð í er- lendri mynt, auk aukinna afskipta þýskra yfirvalda af skipulögðu vændi og spilavítum félagsins. Þá voru aflabrögð einnig lakari en gert var ráð fyrir, einkum í apa og sebrahesti“. Sugababes fara mikinn í bresk-um fjölmiðlum þessa dagana. Eins og frægt er orðið mættu þær ekki á svið í Dublin nú um helg- ina og var breska pressan ekki lengi að fá einstaklinga tengda tónleikunum til að tjá sig um rifr- ildi og slagsmál. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem deilur Keishu og Heidi komast í fjölmiðla og féllu tónleikar þeirra á Glaston- bury í fyrrasumar í skuggann af rifrildum þeirra. Áður en til rifr- ildisins kom á Írlandi voru þær í fjölmörgum sjónvarps- og út- varpsþáttum að kynna nýjustu smáskífuna sína sem kemur út á sama tíma og tónleikaferðalagið í Bretlandi hefst. Í fjölmörgum þessara þátta var það sérstaklega tekið fram að þær væru á leiðinni til Íslands eða þær spurðar af hverju þær væru á leiðinni til Ís- lands. Það var greinilegt að þetta vakti nokkra undran þáttastjórn- enda sem hafa annaðhvort misst af því hversu kúl Ísland er sem tónleikaland eða kúlið hefur máðst af landinu og einhver hefur gleymt að láta okkur vita. Ellilífeyrisþegi sprækur á þingi Málið er að ég hef geysilegagaman af pólitík. Annars væri ég ekki að vesenast í þessu,“ segir Jón Kr. Óskarsson, sem situr sem varamaður Rannveigar Guð- mundsdóttur á Alþingi þessa dag- ana. Jón er eini löggilti eldri borg- arinn á þingi og mun gæta hags- munna þeirra sem eru á aldrinum 60+, eins og hann orðar það, fram á þriðjudag. „Það er engin launung á því að ég fór á eftirlaun fyrir nokkrum árum en ég átti rétt á því eftir 40 ára starf hjá Landssímanum. Ég ber því hag þeirra sem eru 60 + fyrir brjósti. Samfylkingin stofn- aði samband 60+ fyrir rúmu ári síðan og við stofnuðum slíka deild í Hafnarfirði nýlega og ég er for- maður hennar. Ég reikna með að við hjá Samfylkingunni munum stofna 60+ deildir út um allt land á næstunni.“ Jón hefur heldur betur notað tímann á þingi og er tíður gestur í ræðustóli og hefur lagt fimm fyr- irspurnir fyrir ráðherra. Meðal þess sem Jón vill fá svör við er hvað það muni kosta ríkissjóð að lækka virðisaukaskatt af lyfjum niður í 14 og sjö prósent, „Þá er skelfilegt að upplifa það að það séu 38,58 prósent skattar á eftirlaun á meðan fjármagnstekjuskattur er 10 prósent. Þetta er tví- ef ekki þrí- sköttun. Þetta er samt allt þungt í vöfum og maður gerir ekki stóra hluti á þessum stutta tíma,“ segir Jón, sem á ekki von á því að það verði mikið um svör hjá ráðherr- unum sem eru ýmist fjarverandi eða ekki tilbúnir með svör. Jón er líka upptekinn af hags- munum unga fólksins, segir fíkni- efnavandann vera skelfilegan og setur mest traust á forvarnir og þar hefur hann mikla trú á kennslu í dansi, fundarsköpum og ræðu- mennsku í grunnskólum. „Íþrótta- og æskulýðsstarf hefur gríðarlegt forvarnargildi og það eru aldrei settir of miklir peningar í þennan málaflokk.“ Jón segir að sú staðreynd að hann sé eini ellilífeyrisþeginn sem sé á þingi sýni fram á það að það þurfi að fjölga í eldri hópnum. „Heilsan er fyrir öllu og á meðan hún er góð getur fólk gert hvað sem er og það er aldrei of seint að byrja. Ég hefði nú samt ekki trúað því fyrir tíu árum að ég ætti eftir að enda inni á hinu háa Alþingi. En svona er lífið.“ ■ JÓN KR. ÓSKARSON „Það er gaman að vera hérna og mér hefur verið afskaplega vel tekið af fólki í öllum flokkum. Ég er líka eldri en tvævetra og á vini og frændur í öllum flokkum, ekki síður úr stjórnarliðinu.“ Alþingi JÓN KR. ÓSKARSSON ■ er eini löggildi eldri borgarinn á þingi þessa dagana. Hann situr sem varamað- ur og notar tímann vel og kemur oft við í pontu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.