Fréttablaðið - 24.03.2004, Page 37

Fréttablaðið - 24.03.2004, Page 37
MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2004 JAY LENO Spjallþáttastjórnandinn geðþekki er hress með nýju barnabókina sína If Roast Beef Could Fly, eða Ef roastbeef gæti flogið. Söguna byggir hann á æskuminningu sinni um hrekk sem eyðilagði máltíð fyrir fjölskyldunni. SJÓNVARP Þeir eru nokkrir góð- kunningjar íslenskra sjónvarps- áhorfenda sem munu bítast um BAFTA-sjónvarpsverðlaunin. Þar ber fyrsta að nefna leikarana Ricky Gervais og Martin Free- man sem leika David Brent og Tim Canterbury í The Office. Þetta er þriðja árið í röð sem Gervais er tilnefndur en nú mæt- ir hann samkeppni úr eigin liði. Hinn kostulegi leikari Bill Nighy gæti skorað BAFTA-tvennu á árinu en hann fékk kvikmynda- verðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir Love Actually og gæti krækt í sjónvarpsverð- launin fyrir frammistöðu sína í breska sakamálaþættinum State of Play, eða Svikráðum, sem Sjón- varpið sýndi fyrir nokkrum vik- um. Þar fór Nighy á kostum í hlut- verki ritstjóra á stóru dagblaði en David Morrissey sem lék stjörnu- blaðamanninn Callum er einnig tilnefndur þannig að rétt eins og í The Office munu bræður berjast. Þá er eðalleikkonan Helen Mirren tilnefnd sem besta leik- konan í sjónvarpsþætti fyrir túlk- un sína á lögregluforingjanum Jane Tennyson í þáttunum Prime Suspect eða Djöfull í mannsmynd sem Stöð 2 hefur sýnt af og til á undanförnum 10 árum. ■ Bræðrabyltur hjá BAFTA BILL NIGHY Þessi dásamlega lummulegi leikari fór á kostum í Love Actually og uppskar BAFTA- verðlaun fyrir vikið. Hann er ekki síðri í bresku spennuþáttunum State of Play og kæti krækt sér í BAFTA-sjónvarpsverðlaun fyrir þá þætti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.