Fréttablaðið - 30.03.2004, Síða 4
4 30. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Notarðu spjallrásir á netinu?
Spurning dagsins í dag:
Eiga Íslendingar að leggja raforku-
streng til Skotlands?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
57%
43%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Forsætisráðherra Ísraels sakaður um spillingu:
Skipað að láta af hendi skjöl
ÍSRAEL, AP Hæstiréttur í Ísrael hef-
ur skipað Gilad Sharon, syni for-
sætisráðherrans Ariels Sharon, að
láta af hendi skjöl sem tengjast
rannsókn á spillingarmálum sem
faðir hans er grunaður um að eiga
hlutdeild í.
Forsætisráðherrann og sonur
hans eru meðal annars grunaðir
um að hafa þegið mútur frá ísra-
elskum kaupsýslumanni í
tengslum við ferðaþjónustu-
verkefni í Grikklandi árið 1999.
Ríkissaksóknari í Ísrael hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
rétt sé að ákæra Sharon vegna
málsins. Forsætisráðherrann
neitar sök en stjórnarandstæð-
ingar krefjast þess að hann segi
af sér eða dragi sig í hlé á með-
an dómsmálaráðherra tekur
ákvörðun um hvort hann verði
lögsóttur.
Sharon hefur lýst því yfir að
hann ætli ekki að hvika frá áform-
um sínum um að afnema land-
nemabyggðir gyðinga á Gaza-
ströndinni og draga ísraelskar
hersveitir burt frá svæðinu. For-
sætisráðherrann segist munu
leysa upp ríkisstjórnina ef hún
samþykki ekki áætlunina þegar
hún verður lögð fyrir stjórnina
um miðjan næsta mánuð. ■
Geta hafnað
meðferð
Dómstólar hafa ekki heimild til að dæma
kynferðisbrotamenn í meðferð. Hægt að dæma
misþroska kynferðisbrotamenn á hæli.
DÓMSMÁL Dómstólar hér á landi hafa
heimild samkvæmt hegningarlög-
um til að dæma drykkjusjúka brota-
menn til vistunar á viðeigandi hæli
til lækningar. Þeir hafa hins vegar
ekki heimild til að dæma kynferðis-
brotamenn til meðferðar. Undan-
skilið er þó ef sakborningar hafa
verið andlega miður sín, svo sem
vegna vanþroska, hrörnunar, kyn-
ferðislegs misþroska eða annarrar
truflunar þegar þeir frömdu brotið
Þá er heimild í hegningarlögum til
að dæma þá á „viðeigandi hæli“. Í
lagaákvæði um brotamenn af þessu
tagi er þó áskilið að ekki sé hægt að
beita þessum úrræðum nema við-
eigandi stofnun sé fyrir hendi. Slík
stofnun er ekki til á Íslandi.
Þetta kemur meðal annars fram í
nýrri skýrslu dómsmálaráðherra,
þar sem hann svaraði ítarlegum
fyrirspurnum Guðrúnar Ögmunds-
dóttur alþingismanns um gerendur
í kynferðisbrotamálum og meðferð-
arúrræði þeim til handa.
Í skýrslunni kemur fram, að á ár-
unum 1999–2003 var 171 einstak-
lingur ákærður fyrir kynferðisbrot.
Hinir ákærðu voru allir karlkyns.
Af þeim voru 119 sakfelldir með
dómi, 15 hlutu sektarrefsingu og 37
voru sýknaðir. Samkvæmt því hlutu
því 134 dóm eða undirgengust sekt-
arrefsingu.
Skráðir brotaþolar í málum þess-
ara 134 dæmdu kynferðisbrota-
manna voru samtals 162. Þar af
voru 151 kvenkyns og 11 karlkyns.
Í flestum málunum var einn
gerandi og einn þolandi. Í
nokkrum málum voru þolendur þó
fleiri en einn. Í einu máli voru
þeir sex, í öðru fimm, í tveimur
málum voru fjórir þolendur, í tíu
málum þrír þolendur og í níu mál-
um tveir þolendur.
Af þeim 134 sakborningum
sem sakfelldir voru á árunum
1999–2003 höfðu 11 verið ákærðir
fyrir fleiri en eitt kynferðisbrot á
því tímabili. Í 23 málum höfðu
þolendur verið fleiri en einn.
Í svari dómsmálaráðherra
kemur fram, að dæmdum kyn-
ferðisbrotamönnum 18 ára og
eldri er „boðið upp á einstaklings-
meðferð hjá sálfræðingi“.
Síðan segir: „Ef áhugi viðkom-
andi fanga er ekki til staðar er
reynt að ýta undir áhuga hans til
breytinga með hvatningarviðtali
og fleira“.
Engar tölulegar upplýsingar
liggja fyrir um hve margir kynferð-
isbrotamenn hafa gengist undir
slíka meðferð né árangur mældur.
jss@frettabladid.is
Sjálfsmorðsárásir:
Fjórtán
fórust
ÚSBEKISTAN, AP Að minnsta kosti
fjórtán manns biðu bana og 26
særðust í sjálfsmorðsárásum í Ús-
bekistan á sunnudagskvöld og
mánudagsmorgun.
Tíu fórust þegar sprengja
sprakk í húsi íslamskra öfgamanna
í héraðinu Bukhara á sunnudags-
kvöld en þrír lögreglumenn og eitt
barn létu lífið í sjálfsmorðsárásum
á markaði í höfuðborginni Tash-
kent á mánudagsmorgun.
Þetta eru fyrstu sjálfsmorðárás-
irnar í sögu Úsbekistan. Ríkissak-
sóknari segir að íslamskir öfgamenn
hafi staðið á bak við árásirnar og einn
maður hafi þegar verið handtekinn. ■
SKÆRGULUR HÁKARL
Vegna litarhaftsins á Mangó á litla mögu-
leika á því að fela sig.
Sjaldgæfur hákarl:
Skærgulur
albínói
SYDNEY, AP Afar sjaldgæfur hákarl
er til sýnis í sædýrasafninu í
Sydney í Ástralíu. Hákarlinn, sem
hefur hlotið nafnið Mangó, er
skærgulur að lit og nánast sjálf-
lýsandi.
Mangó, sem er tveggja ára
albínói, flæktist í net fiskimanna í
ósum árinnar Hawkesbury og var
fluttur á sædýrasafnið. Vegna lit-
arhafts síns á Mangó mjög erfitt
með að fela sig og ætti hann því
litla möguleika á að lifa af í sínum
náttúrulegu heimkynnum. ■
-ráð dagsins
Hendið furukönglum eða rifnum, þurrkuðum
berki af sítrónu/appelsínu í arineldinn til að
fá góðan ilm.
Kenneth Peterson selur:
Century kaupir
allt Norðurál
VIÐSKIPTI Bandaríska álfyrirtækið
Century Aluminium mun kaupa
Norðurál að fullu af fyrirtæki
Kenneth Peterson, Columbia
Ventures. Gengið hefur verið frá
samningum þess efnis og munu
nýir eigendur taka við félaginu
31. maí. Áður höfðu fyrirtækin
kunngert að upphaflega myndi
Century eignast 49,9% hlut sem
síðan gæti aukist upp í 100% að
vissum skilyrðum uppfylltum.
Fyrirtækin tilkynntu að þessi skil-
yrði hefðu nú verið uppfyllt.
Heildarkaupverð fyrir allan
hlutinn í Norðuráli er 150 milljón-
ir dollara. Auk þess nema lang-
tímaskuldir Norðuráls um 190
milljónum dollara. Samningurinn
felur einnig í sér skilyrta greiðslu
til Columbia Venture að upphæð
25 milljónir dollara við upphaf
stækkunar í 180 þúsund tonn. Fyr-
irhugað er að framleiðslan nái 180
þúsund tonnum árið 2006. For-
svarsmenn Century hafa lýst vilja
til að huga að enn meiri fram-
leiðslugetu.
„Við erum afar ánægð með að
eignast 100 prósent í Norðuráli
sem er álver á heimsmælikvarða.
Eins og við höfðum sagt frá áður,
þá er þessi viðburður marktækt
skref í þá átt að ná markmiðum
Century um að draga úr meðal-
kostnaði við álframleiðsluna og að
dreifa eignagrunni okkar land-
fræðilega,“ sagði Craig Davis,
stjórnarformaður og forstjóri
Century Aluminium, í tilefni af
samningnum. Sjá nánar bls. 12
NÝIR Í VIÐSKIPTALÍFINU
Craig Davis, stjórnaformaður og forstjóri
Century Aluminium, telur öllum skilyrðum
fullnægt til þess að stíga skrefið til fulls og
kaupa Norðurál að fullu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SHARON
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og
sonur hans Gilad eru báðir grunaðir um
að hafa þegið mútur af ísraelskum kaup-
sýslumanni árið 1999.
DÆMDIR KYNFERÐIS-
BROTAMENN 1999–2003
Fæðingarár geranda Fjöldi
1920–1929 1
1930–1939 8
1940–1949 7
1950–1959 17
1960–1969 41
1970–1979 33
1980–1989 27
Samtals 134
ÞOLENDUR KYNFERÐISBROTA
1999–2003
Fæðingarár þolenda Fjöldi
1940–1949 1
1950–1959 7
1960–1969 4
1970–1979 14
1980–1989 92
1990–1999 44
Samtals 162
DÓMSMÁL „Ég vil láta dæma
dæmda kynferðisafbrotamenn í
meðferð, þannig að það sé liður í
dómnum,“ sagði Guðrún Ögmunds-
dóttir alþingismaður um ástæður
fyrirspurnar sinnar til dómsmála-
ráðherra. „Við verðum að hindra að
fólk komi veikara út heldur en það
fór inn. Það skiptir meginmáli.“
Guðrún sagði, að skýrsla ráð-
herra sýndi glöggt hversu slakt
kerfið hér væri þegar kæmi að
meðferðarúrræðum fyrir þá sem
dæmdir hefðu verið fyrir kyn-
ferðisbrot. Endurskoða þyrfti
refsilöggjöfina alla og setja fag-
fólk með þekkingu á slíkum mál-
um í þá vinnu.
„Ég vil nefna, að það kemur
fram í svarinu að þeir hafi val um
hvort þeir fari í meðferðarviðtöl
eða ekki. Þetta er þvílíkt ábyrgð-
arleysi, að það nær ekki nokkurri
átt,“ sagði Guðrún, sem er að
undirbúa þingmál sem hún
hyggst flytja á Alþingi í haust
þess efnis, að íslensk löggjöf taki
á því að skylda íslenska kynferð-
isafbrotamenn í meðferð. Þessi
fyrirspurn Guðrúnar er liður í
upplýsingasöfnun hennar áður en
hún flytur þingmál sitt. ■
Guðrún Ögmundsdóttir:
Vil láta dæma
menn í meðferð
GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR
Vill byltingu í meðferðarúrræðum fyrir kynferðisbrotamenn.
Kjaradeila grunnskóla-
kennara:
Samninga-
fundur í dag
KJARAMÁL Samningafundur í kjara-
deilu grunnskólakennara og
launanefndar sveitarfélaga hefur
verið boðaður klukkan níu í dag,
en núgildandi samningar grunn-
skólakennara renna út 1. apríl,
eða eftir aðeins tvo daga. Lítið
hefur þokast í samkomulagsátt á
fundum að undanförnu. Rætt hef-
ur verið um breytingar á vinnu-
tíma og krafa er um hækkun byrj-
unarlauna kennara upp í 250 þús-
und krónur. Finnbogi Sigurðsson,
formaður Félags grunnskólakenn-
ara, segist bjartsýnn á að samn-
ingar náist. ■