Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 8
8 1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa Minna má það ekki vera „Þetta hlýtur að vera dýrasti skiptaráðandi í Íslandssögunni því eftir því sem ég fæ best séð reiknar hann sér milljón á dag í laun fyrir þessa vinnu sína.“ Þorsteinn Þórðarson, DV 31. mars. Næstum því? „Ég var næstum því aprílgabb“ Kristján Guy Burgess, Fréttablaðið 31. mars. Ætli Björn viti af þessu? „Það er svo sem ekki undarlegt að víða sé pottur brotinn og stefnuleysi í fangelsismálum. Fangelsismálastjóri hefur á undanförnum árum farið um 15 ferðir til útlanda á hverju ári án þess að hafa nokkru sinni sett staðgengil fyrir sig og hann hef- ur verið að stjórna fangelsis- málum á Íslandi frá útlöndum með rassvasasíma.“ Árni Johnsen, Morgunblaðið 31. mars. Orðrétt Þingsályktunartillaga um fækkun ríkisstofnana: Fækki um 30 stofnanir ALÞINGI Meðal aðkallandi verkefna í ríkisrekstri er fækkun ríkis- stofnana. Þær eru nú um 230 og ber að stefna að því að fækka rík- isstofnunum um að minsta kosti 30 á næstu fjórum árum. Þetta er mat átta þingmanna Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar. Fyrsti flutn- ingsmaður þingsályktunartillögu þar um er Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki. Tilgangurinn á að vera að ein- falda ríkisrekstur, stuðla að mark- vissari og skilvirkari stjórnsýslu og auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Í greinargerð með tillög- unni segir meðal annars að dæmi séu um að verkefni stofnana skarist og jafnvel að stofnanir sem sinni sömu málaflokkum séu vistaðar í ólíkum ráðuneytum. Þá er bent á að 50 ríkisstofnan- ir séu með færri en 10 ársverk og um 40% ríkisstofnana séu með færri en 20 ársverk. Samkvæmt skýrslu Verlsunarráðs Íslands er ein ríkisstofnun á hverja 1.250 íbúa á Íslandi. Í Svíþjóð er ein stofnun á hverja 14.600 íbúa og í Bretlandi er hlutfallið ein stofnun á hverja 458.000 íbúa. Flutningsmenn leggja til að áætlun um fækkun ríkisstofnana ásamt tillögum og ábendingum um hagkvæmustu leiðir fyrir ólík- ar stofnanir liggi fyrir 1. maí á næsta ári. ■ Gæði skipta meiru en magn Aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur gagnrýnt Áform, átak um markaðssetningu íslensks lambakjöts til Bandaríkjanna. Segir það hafa misheppnast. Framkvæmdastjóri Áforms segir kílóverð skipta meira máli en magn sem flutt er út. ÚTFLUTNINGUR Átak um markaðs- setningu íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum, Áform, hefur mistekist að mati Páls Magnús- sonar, aðstoðarmanns iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á heimasíðu sinni gagnrýnir hann Áform, sem nýlega hafði látið IMG Deloitte vinna fyrir sig úttekt á átakinu, en að sögn Páls ber tölum um útflutn- ing í skýrslunni ekki saman við út- flutningstölur Hagstofunnar. „Í fyrsta lagi er því haldið fram í skýrslunni að 90 tonn af lambakjöti hafi verið flutt út til Bandaríkjanna á síðasta ári,“ seg- ir Páll á heimasíðu sinni. Hann bendir því næst á að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru einungis flutt út 56 tonn af fersku kjöti, en Áform flytji ein- ungis út ferskar kjötvörur. Að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms, voru útflutningstölur fengnar frá Norðlenska sem framleiðir allt ferskt kjöt á Bandaríkjamarkað sem markaðssett er þar á vegum Áforma. „Tölurnar frá Hagstofunni eru ekki réttar,“ bendir Baldvin á. „Við höfum unnið í því undanfarin þrjú ár að leiðrétta hagstofutölur en villurnar tengjast ekki einung- is Bandaríkjamarkaði, heldur öll- um útflutningi á kjöti.“ Hann segir að vandamálið skapist vegna vanda við flokkun á útfluttu kjöti og verið sé að vinna í því að samræma hana. „Niðurstöðutalan í fyrra er raunar rúm 80 tonn enda þótt hag- stofutölur sýni 72 tonn,“ segir Baldvin. Hann segist hafa fulla trú á því að skýrsla IMG Deloitte sé rétt. Það hafi verið samdóma álit fram- kvæmdastjóra og stjórnar Áforms að fela stofnuninni að gera úttekt á verkefninu, að meta kosti þess og galla og benda á leið- ir til úrbóta ef þörf væri á. „Niðurstöðurnar voru góðar en það gleymist oft að sala lamba- kjöts er flókið fyrirbæri og hefur þróast mikið á undanförnum ár- um og er útflutningur ekki lengur bundinn við frysta flokka í grisju,“ segir hann. Hann bendir á að verðmæti séu sífellt að aukast í útflutningi. Til að mynda sé meðalverð á kíló sem flutt er út til Bandaríkjanna 648 krónur samanborið við 208 krónur til Bretlands. Það verði að taka tillit til verð- mæta þegar verið sé að skoða út- flutningstölur því það væri já- kvæð þróun að selja minna magn af hágæðavöru á háu verði frem- ur en mikið af vöru á lágu verði. „Í skýrslunni er jafnframt bent á að útlit er fyrir að útflutningur aukist í 500 tonn til Bandaríkj- anna innan fjögurra ára og mun því ná sama magni og til Bret- lands. Hins vegar verða verðmæt- in þrefalt meiri því kílóverð er þeim mun hærra í Bandaríkjun- um,“ segir hann. sda@frettabladid.is Íslenska friðargæslan: Lýkur hlut- verki sínu í Kosovo FRIÐARGÆSLA Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kom til Kosovo í gær en í dag fer fram formleg athöfn þegar NATO und- ir stjórn íslensku friðargæslunn- ar, afhendir bráðabirgðastjórn Sameinuðu þjóðanna í Kosovo flugvöllinn í Pristina. Íslending- ar hafa sem kunnugt er haft flug- völlinn undir sinni umsjá um tíma en nú lýkur því hlutverki. Sturla mun bjóða öllum íslensk- um starfsmönnum til málsverðar af þessu tilefni í kvöld. ■ SKORAÐ Á BORGARSTJÓRA Þórólfur Árnason borgarstjóri var meðal fundargesta á almennum borgarafundi um færslu Hringbrautar. Fundurinn krefst frest- unar framkvæmda og vill að fram fari almenn atkvæðagreiðsla meðal borgarbúa um málið. Færsla Hringbrautar: Krefjast frestunar SKIPULAGSMÁL Almennur borgara- fundur um færslu Hringbrautar krefst þess að borgaryfirvöld fresti fyrirhuguðum framkvæmd- um við færslu vegarins svo tími gefist til að kynna fyrir kjósend- um í Reykjavík alla þætti málsins. Í ályktun sem samþykkt var á borgarafundi í fyrrakvöld er skorað á stjórnvöld að efna við fyrsta tækifæri til atkvæða- greiðslu um þetta umdeilda mál. Stungið er upp á að atkvæða- greiðsla fari fram í tengslum við forsetakosningar 26. júní næst- komandi. ■ Lögreglan í Londonderry á Norð- ur-Írlandi handtók í gær þrjá menn sem grunaðir eru um að til- heyra Írska lýðveldishernum, IRA. Íbúðahverfi í borginni var lokað af í nokkrar klukkustundir á meðan lögreglan gerði húsleit á fjölda heimila. Að sögn yfirvalda var talið hugsanlegt að mennirnir hefðu falið sprengiefni í hverf- inu. – hefur þú séð DV í dag? Einkaviðtal við sambýliskonu Skeljungs- ræningja LITHÁEN, AP Stjórnarskrárdómstóll í Litháen hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rolandas Paksas, forseti landsins, hafi gerst sekur um stjórnarskrárbrot þegar hann veitti rússneskum kaupsýslu- manni ríkisborgararétt. Úrskurð- urinn eykur líkurnar á því að for- setinn verði kærður fyrir emb- ættisbrot. Andstæðingar Paksas á lit- háíska þinginu geta nú krafist þess að efnt verði til atkvæða- greiðslu um það hvort víkja beri forsetanum úr embætti. Búist er við því að málið verði rætt á þing- inu á mánudag og greidd atkvæði um málið síðar í vikunni. Ásakanir um embættisbrot for- setans komu fyrst fram í haust eftir að leyniskýrsla um tengsl hans við skipulögð glæpasamtök og rússnesku leyniþjónustuna var opinberuð. Áður hafi hann veitt rússneska kaupsýslumanninum Yuri Borisov ríkisborgararétt, en talið er að hann hafi verið helsti styrktaraðili Paksas í kosninga- baráttunni fyrir forsetakosning- arnar í janúar. ■ FORSETI LITHÁEN Rolandas Paksas neitar öllum sakargiftum og segir að afsögn komi ekki til greina. Forseti Litháen í vanda staddur: Braut stjórnarskrána PÁLL MAGNÚSSON „Tölurnar frá Hagstofunni eru ekki réttar“ BALDVIN JÓNSSON Segir að tillit verði að taka til verðmæta þegar verið sé að skoða útflutningstölur því það væri jákvæð þróun að selja minna magn af hágæðavöru á háu verði fremur en mikið af vöru á lágu verði. VILL FÆKKA RÍKISSTOFNUNUM Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, er fyrsti flutningsmaður þingsálykt- unartillögu sem kveður á um fækkun ríkis- stofnana um að minnsta kosti 30 á næstu fjórum árum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Stuðningur Byggða- stofnunar við fiskeldi: Lánaði 322 milljónir FISKELDI Bygðastofnun lánaði rúm- ar 322 milljónir króna til 11 fisk- eldisfyrirtækja á árunum 1999 til 2003. Þetta kemur meðal annars fram í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Valdimars L. Friðriks- sonar, varaþingmanns Samfylk- ingarinnar. Fram kemur í svarinu að Byggðastofnun veitti enga styrki til fiskeldisfyrirtækja á tímabil- inu né heldur keypti stofnunin hlutafé í fiskeldisfyrirtækjum. Mest var lánað til fiskeldis- fyrirtækja á Vestfjörðum, 95,6 milljónir króna og til fyrirtækja á Austurlandi, 90 milljónir. Einung- is sjö milljónir voru lánaðar til fiskeldisfyritækja á Suðurlandi síðustu fimm ár. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.