Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 18
18 1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR VERKAMAÐUR Í VERKFALLI Grískur verkamaður málar líkan af fornu seglskipi í höfninni í Aþenu á Grikklandi. Athafnalíf í höfuðborginni lamaðist í gær þegar stærsta stéttarfélag Grikklands efndi til verkfalls í einn sólahring til að knýja fram launahækkanir. Veðurstofa Íslands: Snjórinn að fara VEÐRIÐ „Það var stutt í kalda loftið fyrir vestan okkur og skilin voru aðeins austar en gert var ráð fyr- ir,“ segir Óli Þór Árnason, að- spurður um hvað ylli því að spár um meiri hita og rigningu hefðu ekki gengið eftir. Óli segir að í gær hafi verið um fjögurra stiga hiti og sunnan- strekkingur á hálendinu í gær og mun hlýrra þar en á suðvestur- horninu. Hann segir að skilin hafi verið á leið vestur fyrir land. Þeg- ar það gengi eftir myndi hlýna í kjölfarið, bæta í vind og fara að rigna. Óli Þór segir að í síðasta lagi um hádegi í dag ætti að vera komin tiltölulega ákveðin suð- austan átt og mun hlýrra. Snjór- inn eigi því að leysast fljótt upp þar sem jörð er ófrosin. ■ Tónleikar á Nasa: Til styrktar Grænfrið- ungum TÓNLEIKAR Um miðjan mánuðinn verða haldnir á skemmtistaðnum Nasa tónleikar til stuðnings bar- áttu Grænfriðunga gegn áfram- haldandi hvalveiðum Íslendinga. Alls hafa 31 þúsund manns skráð nöfn sín á heimasíðu samtakanna þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um Ísland, hætti stjórnvöld hvalveiðum. Tvær sænskar hljómsveitir auk gjörningarsveitar taka þátt í tónleikunum sem haldnir verða þann 15. apríl. ■ 20% afsláttur af öllum rúmfatnaði og gjafavörum fimmtudag, föstudag og laugardag. Glæsibæ, s. 552 0978 www.damask.is PÁSKATILBOÐ Gyðingar flytja inn í hverfi Palestínumanna: Táragasi varpað á íbúana HÚSLEIT Ísraelskir hermenn fara inn í byggingu í Silwan-hverfinu í Jerúsalem. JERÚSALEM, AP Til átaka kom milli ísraelskra lögreglumanna og palestínskra íbúa í Silwan-hverf- inu í Jerúsalem þegar hópur strangtrúaðra gyðinga flutti inn í nýuppgert fjölbýlishús í austur- hluta borgarinnar. Mikill meirihluti íbúa í Silwan- hverfinu eru Palestínumenn. Þeg- ar gyðingarnir mættu á svæðið með búslóð sína, vopnaðir riffl- um, hófu íbúarnir að kasta grjóti og reyndu að hrekja þá á braut. Ísraelskar öryggissveitir komu sér fyrir á húsþökum og vörpuðu táragasi á mannfjöldann. Að sögn Ísraelsmanna særðust sex lög- reglumenn í átökunum og að minnsta kosti þrír Palestínumenn. Að sögn palestínskra sjónar- votta voru þeir Palestínumenn sem búsettir voru í fjölbýlishús- inu hraktir á braut. Gyðingarnir fullyrtu aftur á móti að þeir hefðu keypt húsið með löglegum hætti. Þeir tilheyra samtökum sem berj- ast fyrir endurreisn gyðingasam- félagsins í austurhluta Jerúsalem. Ísraelskar öryggissveitir fóru inn í nokkur hús í Silwan-hverfinu og drógu út unga Palestínumenn. Að minnsta kosti níu Palestínu- menn voru færðir til yfirheyrslu. ■ SNJÓRINN Snjórinn ætti að leysast fljótt upp með hækkandi hita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.