Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 10
10 1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR STYTTA AF FRELSISHETJU Sex metra há stytta af frelsishetjunni Nelson Mandela var afhjúpuð á torgi í Jóhannesarborg í gær. Við sömu athöfn var torgið endurnefnt og heitir nú Nelson Mandela torg. SJÓMENN Fulltrúar Sjómannasam- bandsins, Farmanna- og fiski- mannasambandsins og Alþýðusam- bands Vestfjarða hafa setið á samn- ingafundum með fulltrúum LÍÚ hjá ríkissáttasemjara að undanförnu og hafa kjarasamningar eins og þeir leggja sig verið til umræðu. Samn- ingar sjómanna runnu úr gildi um síðustu áramót, en ekki var lokið við síðustu tvo kjarasamninga vegna lagasetninga, og samdi stéttin síðast árið 1995. Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambandsins, seg- ir það flækja málið. „Það eru mörg vandamál sem hafa verið skilin eftir óleyst og við erum að reyna að fara yfir þau mál og ná lendingu. Þarna er meðal ann- ars um að ræða lífeyrisréttindin og uppsagnarfrestinn. Þetta er flóknir samningar og engin leið að segja til um það hvenær hægt verður að ljúka þeim,“ segir Sævar. ■ Fjórir verktakar skotnir til bana í miðborg Fallujah: Drógu brunnin lík um göturnar ÍRAK Æstur múgur dró brunnin og limlest lík fjögurra verktaka um götur borgarinnar Fallujah í Írak í gær. Fjórmenningarnir, sem störfuðu hjá bandaríska her- námsliðinu, voru að aka í gegnum borgina þegar vopnaðir menn hófu skothríð á bíla þeirra. Ekki hafa fengist upplýsingar um þjóð- erni fórnarlambanna. Fjöldi Íraka kom á vettvang eftir árásina. Kveikt var í bílun- um og grjóti kastað í logandi bílflökin. Að sögn sjónarvotta dró múgurinn lík fórnarlambanna út úr bílflökunum, sparkaði í þau og skar þau í sundur með skóflum. Að minnsta kosti tvo lík voru bundin aftan í bíla og ekið með þau um borgina. Líkamsleifar voru einnig hengdar upp í brú sem liggur yfir Efrat-fljót. Engir bandarískir hermenn eða íraskir lögreglumenn voru á svæðinu þegar atburðirnir áttu sér stað. Bandarísk stjórnvöld hafa for- dæmt árásirnar harðlega. „Þetta eru skelfilegar árásir framdar af fólki sem vill koma í veg fyrir það að lýðræði skjóti rótum,“ sagði Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins í Washington. Fimm bandarískir hermenn létust þegar bíl sem þeir voru í var ekið yfir sprengju í vegkanti í Malahama, skammt norðvestur af Fallujah, í gær. Að minnsta kosti fjórtán íraskir lögreglumenn og óbreyttir borgarar særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í bíl í bænum Baquba, skammt norður af Bagdad. ■ Sundlaugarbygging að Laugum í Þingeyjarsveit: Öll tilboð undir áætlun LAUGAR Trésmiðjan Rein átti lægsta tilboð í byggingu nýrrar sundlaugar að Laugum í Þingeyj- arsveit. Tilboðið hljóðaði upp á rúmar 85 milljónir króna en kostn- aðaráætlun var tæp 101 milljón króna. Alls bárust fjögur tilboð í sundlaugarbygginguna og voru þau öll undir kostnaðaráætlun. Ráðgert er að byggja 25 metra keppnislaug með tveimur stórum heitum pottum og vaðlaug. Verk- efnið er samstarfsverkefni ríkis- ins og sveitarfélagsins og er stefnt að því að sundlaugin verði afhent 15. júní á næsta ári. ■ – hefur þú séð DV í dag? Skeljungsránið nagaði samvisku mína í átta ár VIÐSKIPTI Lyfjafyrirtækið Glaxo- SmithKline ehf. hefur samið við Lyfjadreifingu ehf. um að annast alla dreifingu lyfja frá Glaxo- SmithKline hér á landi. Samning- urinn er gerður í kjölfar breytinga á rekstri GSK á Íslandi, en fyrir- tækið mun frá og með deginum í dag verða tengt inn í birgða- og vörustýringarkerfi GSK á heims- vísu. Samhliða þessu hefur Frans Páll Sigurðsson verið ráðinn fjár- málastjóri GSK. GlaxoSmithKline er annað stærsta lyfjafyrirtæki í heimi en það varð til við samruna Glaxo Wellcome og SmithKline Beecham í desember árið 2000. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í London og er það í forystu þróunar og fram- leiðslu lyfja við öndunafærasjúk- dómum, smitsjúkdómum og sjúk- dómum í miðtaugakerfi, auk melt- ingar- og efnaskiptasjúkdóma. ■ SJÓMENN Formaður Sjómannasambandsins segir að vegna lagasetningar við síðustu tvo kjarasamninga hafi mörg vandamál ver- ið skilin eftir óleyst og verið sé að reyna að fara yfir þau mál og ná lendingu. Kjaraviðræður sjómanna hjá ríkissáttasemjara: Fyrri lagasetningar flækja samninga FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR Þ Ó R GlaxoSmithKline ehf. og Lyfjadreifing ehf.: Samið um dreifingu lyfja SAMNINGUR HANDSALAÐUR Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri GSK, og Benedikt Olgeirsson, fram- kvæmdastjóri Lyfjadreifingar. LOGANDI BÍLFLAK Kveikt var í bifreiðum fjögurra verktaka sem skotnir voru til bana í borginni Fallujah í gær. LÍKIN VANVIRT Brunnin lík fórnarlambanna voru hengd upp í brú sem liggur yfir Efrat-fljót. Á blaðinu stendur „Fallujah er kirkjugarður Bandaríkjamanna“. FRÍ HEIMSENDING Nánari uppl‡singar á somi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.