Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 1. apríl 2004 Meistarafélag hárskera héltupp á 80 ára afmæli sitt nú á dögunum. Við það tilefni var Vil- helm Ingólfsson, eða Villi rakari eins og hann er alltaf kallaður, heiðraður fyrir langt og mikið starf í þágu íslenskra rakara en Villi rakari var formaður félags- ins í 14 ár. „Þetta er viðurkenning á 24 ára starfi sem formaður verðlagsnefndar og á 14 ára starfi sem formaður félagsins,“ segir Villi og bætir við að líf innan fé- lagsins sé ekki það sama eftir að verðsamráð var bannað. „Veislan sjálf var ósköp hófleg. Það var veislumatur og svo skemmtilegar umræður á eftir. Auðvitað voru allir vel snyrtir, nema kannski ég. Þegar maður hættir að reka stofu er maður latari að fá sér klipp- ingu,“ segir Villi en það eru fimm ár síðan hann hætti með sína rak- arastofu. Stéttarfélag hárskera var stofnað árið 1924 og hlaut þá nafnið Rakarmeistarafélag Reykjavíkur en seinna var nafn- inu breytt í Meistarafélag hár- skera. ■ Eigenda- og ræktunarfélaglandnámshænsna hefur gefið út sitt fyrsta tölublað af blaði sínu, sem ber einfaldlega heitið Landnámshænan, undir ritstjórn Jóhönnu G. Harðardóttur. Í blað- inu má finna fallegar myndir af landnámshænunni ásamt viðtals- greinum og ýmsum hollráðum í sambandi við uppeldið á hænunni. Blaðið hefur strax vakið nokkra athygli og er skemmst að minnast þess að borgarfulltrúinn Stefán J. Hafstein velti því fyrir sér í þættinum Ísland í dag hvern- ig Reykjavík yrði ef borgarbúar færu að ala hænur í garðinum sín- um eftir að hafa flett þessu riti, þó að svo hann hafi ekki verið viss um að ræktun hænsnfugla í heimahúsum væri leyfileg innan borgarmarkanna. Flestar hænur á Íslandi eru hvítar á lit og eru ættaðar frá Ítal- íu. Landnámshænan er aftur á móti mjög litskrúðug og getur borið í sér marga liti. Í blaðinu kemur fram að Ræktunarfélag landnámshænsna vill reyna að koma í veg fyrir að ítalska kynið verði allsráðandi og það íslenska hverfi með tímanum. Í því skyni er nú farið að rækta kynið sér- staklega og það jafnvel á fjarlæg- um stöðum eins og í Kaliforníu. Stofnfélagar ræktunarfélags- ins fara nú að nálgast annað hundraðið eftir að félagið var stofnað 1. nóvember 2003. Allt blaðið er unnið í sjálfboðavinnu og eru flestir félagsmenn virkir á einhvern hátt. ■ Hár VILLI RAKARI ■ Var heiðraður á 80 ára afmæli Meistarafélags hárskera. Tímarit LANDNÁMSHÆNAN ■ Fyrsta tölublað tímarits um landnáms- hænuna hefur litið dagsins ljós. „Allir vel snyrtir, nema kannski ég“ KRINGLUNNI ÚTSALA Í FJÓRA DAGA 40% AFSLÁTTUR VILLI RAKARI Heiðraður fyrir langt og mikið starf í þágu íslenskra rakara. LANDNÁMSHÆNAN Mun litskrúðugri en hin hvíta ítalska hæna sem flestir kannast við hér á landi. Landnámshænan vekur athygli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.