Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 2
2 3. maí 2004 MÁNUDAGUR „Góðir aðstoðarmenn eru gulli betri.“ Elsa B. Friðfinnsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, sagði efnislega í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær að sjálfstæði stjórnmála- manna væri í minna lagi og ráðherrar kyngdu því sem forsætisráðherra ákveddi. Spurningdagsins Elsa, þurfa ráðherrararnir ekki betri aðstoðarmenn? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir FJÖLMIÐLALÖG Ákvæðið um að markaðsráðandi fyrirtæki í óskyldum rekstri megi ekki eiga í fjölmiðlum er mjög umhugsunar- vert og spurning hvort ekki sé gengið of langt í lagasetningunni, að sögn Guðmundar Heiðars Frímannssonar, sem sat í nefnd menntamálaráðherra um eignar- hald á fjölmiðlum. Hann segir jafnframt að það hafi verið á ýmsan hátt óæskilegt að skýrslan og frumvarpið hafi verið lagt fram samtímis og að það hafi komið í veg fyrir nauðsynlega umræðu í þjóðfélaginu. Fyrsta um- ræða um frumvarpið verður á Al- þingi í dag. „Það er nokkuð ströng regla að banna ráðandi fyrirtæki á óskyld- um markaði að eiga í fjölmiðlum. Ég held að þjóðþingið verði að vega það og meta hvort það er reiðubúið að setja þá reglu,“ segir Guðmundur. Hann segir að það hafi komið sér á óvart við vinnslu skýrslunnar hve strangt og víðtækt regluverk gildi um fjölmiðla bæði vestanhafs og hér í Evrópu. „Áhyggjuefnið um að setja svona strangar reglur er að ríkis- valdið getur gengið of langt. Það er verulegt umhugsunarefni hve langt ríkisvaldið á yfirleitt að ganga í svona reglusetningu. Al- menn skoðun um þær reglur sem gilda í Evrópu er sú að þær gangi ekki of nálægt tjáningarfrelsinu,“ segir Guðmundur. Hann segir enn fremur að ástæðan fyrir því að við erum reiðubúin til að setja nokkuð strangar reglur um fjölmiðla sé sú að það er ekki eðlilegt og sjálfsagt að auðmenn í samfélaginu geti náð áhrifum á fjölmiðlamarkaði. „Þau völd geta skilað þeim verulegum áhrifum inn í þjóðmál vegna þess að í þjóðmálum göng- um við venjulega að því vísu að þar gildi aðrar reglur en að menn geti keypt sér völd og áhrif,“ segir Guðmundur. Hann gagnrýnir það að í frumvarpinu sé ekki lagt til að fjölmiðlar setji sér ákveðnar innri starfsreglur. Frumvarp um lög um eignar- hald á fjölmiðlum verður tekið til umræðu á Alþingi í dag. Í athuga- semdum við frumvarpið segir: „Meginmarkmið frumvarps þessa er að sporna við því að eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum og samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hamli gegn æskilegri fjölbreytni í fjölmiðlun á Íslandi. Frumvarpið er reist á almennt viðurkenndum viðhorfum um mikilvægi fjölmiðla fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi í nútímalýðræðisþjóðfélagi.“ Forsætisráðherra er flutnings- maður frumvarpsins og hefst þingfundur kl. 15. sda@frettabladid.is SKOÐANAKÖNNUN Tæplega 80 pró- sent landsmanna eru ósammála þeirri ákvörðun Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson sem hæstaréttardómara samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ríflega 20 prósent segjast vera sammála ákvörðun Björns. Nokkur munur er á afstöðu kynjanna. Konur eru almennt mun ósáttari við skipun Ólafs Barkar í embættið en karlar. Tæplega 86 prósent kvenna segj- segjast ósammála ákvörðun Björns en tæplega 75 prósent karla. Ekki er marktækur munu á afstöðu fólks til málsins eftir búsetu. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Rúmlega 28 prósent sögðust óákveðnir eða neituðu að svara. Spurt var: Ertu sammála eða ósammála þeirri ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra að skipa Ólaf Börk Þor- valdsson sem hæstaréttardóm- ara? ■ Á KOSNINGAFUNDI Erfiðleikar í Írak hafa ekki nýst Kerry til meira fylgis en Bush. Val á varaforsetaefni: Fjórir í sigtinu BANDARÍKIN Fjórir menn eru helst nefndir sem hugsanleg varafor- setaefni Johns Kerry, forseta- frambjóðanda demókrata. Dag- blaðið Washington Post segir að samstarfsmenn Kerry séu byrjað- ir að rannsaka bakgrunn öldunga- deildarþingmannanna Johns Ed- wards og Richards Gephardts til að komast að því hversu heppileg varaforsetaefni þeir eru. Einnig er sagt að verið sé að skoða bak- grunn öldungadeildarþingmanns- ins Evans Bayh og Toms Vilsack, ríkisstjóra í Iowa. Stjórnmálaskýrendur eru farn- ir að velta upp þeim möguleika að Kerry velji varaforsetaefni sitt óvenju snemma til að efla kosn- ingabaráttu sína sem sumum þyk- ir hafa staðnað að undanförnu. ■ BROTIST INN Í GRUNNSKÓLA Tveir menn um tvítugt voru handteknir vegna innbrots í grunnskólann á Fáskrúðsfirði í fyrradag. Í bíl þeirra fannst þýfi úr skólanum. Mennirnir voru yfirheyrðir af lögreglu og sleppt um tvöleytið í fyrrinótt eftir yfir- heyrslu. FÍKNIEFNI FUNDUST Tveir öku- menn voru stöðvaðir aðfaranótt laugardags og fannst eitt gramm af amfetamíni í fórum þeirra. Annar maðurinn játaði eign á efninu við yfirheyrslu lögregl- unnar og var mönnunum sleppt. Málið telst upplýst. FÍKNIEFNI FUNDUST Fjórir karl- menn á aldrinum 17–45 voru stöðvaðir skammt norðan Akur- eyrar á föstudag. Við leit í bíl þeirra fundust 300 grömm af am- fetamíni og 400 grömm af hassi. Tveir játuðu á sig eign efnanna og voru þau ætluð til eigin nota. Mönnunum var sleppt í fyrradag eftir yfirheyrslu lögreglunnar og telst málið upplýst. LÍKAMSÁRÁS Í KEFLAVÍK Minni- háttar líkamsárás var í Keflavík í fyrrinótt. Enginn slasaðist og árásin hefur enn ekki verið kærð til lögreglu. ÖLVUNARAKSTUR Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lög- reglunnar á Húsavík í fyrrinótt. BÍLVELTA Á AKUREYRI Árekstur varð á Akureyri um hádegisbilið í fyrradag á Austursíðu við Fögru- síðu. Annar bíllinn valt og var öku- maður hans fluttur á sjúkrahús en hann slapp við alvarleg meiðsl. HRAÐAKSTUR 23 voru teknir fyrir of hraðan akstur aðfaranótt sunnudags í umdæmi lögreglunn- ar í Hafnarfirði og Garðabæ. VEÐUR Snjókoma var víða á norð- anverðu landinu í gær en rúm vika er liðin af sumri samkvæmt almanakinu. Hiti var um frost- mark á Blönduósi, Akureyri og Raufarhöfn klukkan sex í gær en fjögurra stiga frost var á Hvera- völlum og Kárahnjúkum. Hálka var á einstaka vegum, færð leiðin- leg og skyggni lítið. Áfram er gert ráð fyrir kulda og éljum nyrðra næstu daga en úrkomulítið verður sunnan til á landinu. Heldur á að hlýna undir lok vikunnar. ■ SUMARIÐ HEILSAR MEÐ SNJÓ Iðunn Dóra, 12 ára stúlka á Akureyri, var ein af fáum Akureyringum sem í gær fagnaði því að farið var að snjóa. Flestir aðrir voru farnir að vona að sumarið væri komið enda aðalfundur Kaupfélagsins nýbúinn og menn töldu sig hafa sloppið við hið sögufræga „Kaupfélagshret“ sem fundinum fylgir. Vetrartíð í sumarbyrjun: Kuldi og snjókoma FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR B IR G - IS SO N Gagnrýnir ákvæði í fjölmiðlafrumvarpi Einn nefndarmanna í fjölmiðlanefndinni segir ákvæði um að markaðs- ráðandi fyrirtæki í óskyldum rekstri megi ekki eiga í fjölmiðlum mjög umhugsunarvert. Fjölmiðlafrumvarpið verður rætt á Alþingi í dag. FORSÆTISRÁÐHERRA Á ALÞINGI ER HANN KYNNTI FJÖLMIÐLAFRUMVARP „Meginmarkmið frumvarps þessa er að sporna við því að eignarhald á fjölmiðlafyrirtækj- um og samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hamli gegn æskilegri fjölbreytni í fjölmiðlun á Íslandi,“ segir í athugasemdum með frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum sem tekið verður fyrir á Alþingi í dag. Kenndi örugga meðferð skotvopna: Skaut sig í fótinn FLÓRÍDA, AP Bandarískur lögreglu- maður sem var að kenna ungling- um örugga meðferð skotvopna skaut sig í fótinn þegar hann ætl- aði að sýna þeim byssu sína fyrr í mánuðinum. Maðurinn dró byssuna úr hulstri sínu, fjarlægði skothylki úr henni og bað einn viðstaddra að staðfesta að ekkert skot væri í byssu sinni. Þá vildi ekki betur til en svo að skot hljóp úr henni og í læri mannsins. ■ BJÖRN BJARNASON Landsmenn eru almennt ósammála ákvörun dómsmálaráðherra að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson sem hæstaréttardómara. SKIPUN HÆSTARÉTTARDÓMARA Fólk var spurt hvort það væri sammála eða ósammála ákvörðun dómsmálaráðherra um að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson sem hæstaréttardómara. Skoðanakönnun Fréttablaðsins: Nærri 80% ósammála ákvörðun ráðherra Sammála 20% Ósammála 80% Gönguskörð: Tvö vélsleðaslys SLYS Tvö slys urðu um miðjan dag- inn í gær með stuttu millibili við Gönguskörð. Í fyrra slysinu var um að ræða einn vélsleðamann sem þarfnaðist aðstoðar til byggðar en líklegt er að hann hafi farið fram af hengju. Í seinna slysinu, slösuðust fimm vélsleðamenn er þeir fóru fram af hengju. Fjórir kílómetrar eru á milli slysstaðanna. Björgunarsveitarmenn voru á leið á slysstað þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi en sóttist ferðin seint vegna veðurs. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekkert aðhafst á slysstað sökum veðurs og í gærkvöldi var hún í viðbragðsstöðu á Akureyri. Ástand vélsleðamannsins úr fyrra slysinu er ágætt, en ekkert samband hafði náðst við hina fimm mennina. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.