Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 29
       MÁNUDAGUR 3. maí 2004 ■ SJÓNVARP Ég gleymi því seint þegar égheyrði fyrst í hljómsveitinni Thursday. Það var fyrir tveimur árum síðan þegar þeir urðu fyrir algera tilviljun á vegi mínum á tónlistarhátíð í Austin í Texas. Ég tók strax ástfóstri við bandið enda ótrúlega tilfinningarík og dínamísk tónlist hér á ferð. Lagið Understanding In A Car Crash (af plötunni Full Collapse) hljómaði ótt og títt vorið 2002 og náði Thursday að festa sig vel í sessi hjá ungmennum í Banda- ríkjunum. Ég var einmitt þess heiðurs aðnjótandi að leika með Quarashi á Warped-hátíðinni sumarið 2002 þar sem Thursday var eitt af aðalnúmerum. Ekki dónalegt að geta horft á þá nánast daglega það sumar. War All The Time er þriðja plata sveitarinnar. Eftir nokkurt þref með plötufyrirtæki endaði sveitin loks hjá Island og er fyrsta plata þeirra hjá þeirri út- gáfu. Því miður fyrir íslenska tón- listarunnendur er aukalag disks- ins ekki með á þessari útgáfu en það er útfærsla þeirra á Ný Batt- erí eftir Sigur Rós. Allt frá fyrstu mínútu til hinn- ar síðustu svífur maður í hæstu hæðir tilfinningaskalans, slík eru tilþrifin hjá drengjunum frá New Brunswick. Hér er tekið á flestum viðfangsefnum lífsins. Ástin er aldrei langt undan í text- um söngvarans, Geoff Rickly, auk þess sem hlustandinn fær að skyggnast inn í heimatilbúna ævintýraveröld. Aðall sveitarinn- ar eru mjög sterkar lagasmíðar, jafnir og góðir hljóðfæraleikarar sem mynda öfluga heild. Erfitt er að velja einstaka lög úr annars heilsteyptu verki en Signals Over The Air og This Song Brought To You By A Falling Bomb (þar sem ljúfir píanótónar ráða ferðinni) standa upp úr að öðrum lögum ólöstuðum. Undraverð plata frá Thursday. Smári Jósepsson UmfjöllunTónlist THURSDAY War All The Time Hæstu hæðir lífsins Stórhöfði 31 • 110 Reykjavík Sími: 580 5200 • Fax 580 5230 www. lifidn.is Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Ársfundur 2004 Ársfundur Lífeyrissjóðsins Lífiðnar 2004 verður haldinn þriðjudaginn 11 maí, kl. 17:00 í Sal H á Nordica Hotel, Suðurlandsbraut. Aðildarfélögum sjóðsins hafa verið send fundarboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 7. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu- og málfrelsi. Reykjavík, 23. mars 2004. Stjórn Lífeyrissjóðsins Lífiðnar Dagskrá Önnur mál löglega upp borin. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 1 2 G ís li B . / N æ st SHELL SMURSTÖÐ DEKKJAHÓTEL! Við geymum dekkin fyrir þig Ekkert vesen, bara að koma og fara, og þú þarft aldrei að setja dekkin í bílinn. Hentug og ódýr lausn fyrir einstaklinga og fyrirtæki. SUÐURSTRÖND 4 SÍMI: 561 4110 VERÐDÆMI 155/80R13 - 3.990 kr. 175/70R13 - 4.290 kr. 185/65R14 - 4.990 kr. 195/65R15 - 5.990 kr. BF GOODRICH G-FORCE 205/55R16 - 8.990 kr. BF GOODRICH JEPPADEKK 31“ 12.700 kr. 33“ 13.700 kr. 35“ 14.800 kr. FRÁBÆRT VERÐ Á NÝJUM DEKKJUM!! Pondus 29 SHANIA TWAIN Var í banastuði á föstudaginn þegar hún tróð upp fyrir framan 10.000 manns í Charlotte Coliseum. Passaðu skikkjuna, mamma! Ha? EKKI TÓKSTU ÞETTA UPP?! Nei, auðvitað ekki... Ég er ríkur! Kemur bráðlega í sjónvarpinu! Ég fann tenn- urnar þínar, mamma! Kjaradeila helstu leikara í TheSimpsons og Fox-sjónvarps- stöðvarinnar hefur verið leidd til lykta eftir mánaðarverkfall. Dan Castellaneta, sem talar fyr- ir sjálfan Hómer, Julie Kavner, sem ljær Marge rödd sína, og Nancy Cartwright, sem túlkar ólátabelginn Bart, töldu sig öll vera hlunnfarin í launum og lögðu niður störf til að knýja fram veru- lega launahækkun. Það hefur ekki verið gefið upp hvað bætist við í launaumslög leik- aranna en þau eru í það minnsta snúin aftur og sjónvarpsstöðin sendi frá sér yfirlýsingu á föstu- daginn þess efnis að mikil gleði ríkti með að þetta hæfileikaríka fólk væri mætt aftur til leiks. Tals- maður leikaranna hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um málið. Óttast var að deilan myndi verða til þess að stytta þyrfti þenn- an árgang þáttanna en framleið- endur þeirra eru nú bjartsýnir á að það takist að klára alla 22 þættina. ■ HÓMER SIMPSON Þessi vafasami fjölskyldufaðir er margfaldur í roðinu og mætir nú aftur tvíefldur til vinnu eftir að hafa knúið fram launahækkun. Hómer er hættur í verkfalli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.