Fréttablaðið - 03.05.2004, Side 12

Fréttablaðið - 03.05.2004, Side 12
12 3. maí 2004 MÁNUDAGUR ■ Evrópa NÝR BISKUP VÍGÐUR Kaþólskir biskupar á Austur-Tímor biðjast fyrir meðan á vígslu nýs biskups landsins, Alberto Ricardo da Silva, stendur. Hann tekur við af Filipe Ximenes Belo, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyr- ir sjálfstæði Austur-Tímor. Belo sagði af sér af heilsufarsástæðum. VÍETNAM, AP Víetnamar hafa minnst þess með fjölda uppákoma að und- anförnu að hálf ár er liðin frá því víetnamskir uppreisnarmenn báru sigur úr býtum gegn frönskum hermönnum í nær tveggja mánaða langri orrustu um Dien Bien Phu. Orrustan er talin hafa skipt sköp- um, Víetnamar náðu að flæma frönsku nýlenduherrana á brott. „Við erum mjög stolt af því að Víetnam var fyrsta nýlendan sem gat staðið upp í hárinu á nýlendu- veldi og tryggt sér sjálfstæði með sigrinum í Dien Bien Phu,“ sagði Vo Nguyen Giap, hershöfðinginn sem stýrði víetnömsku uppreisn- armönnunum í orrustunni. Þessi 92 ára fyrrum hershöfðingi nýtur mikillar virðingar í Víetnam, eink- um fyrir sigurinn gegn Frökkum en einnig fyrir framgang sinn í stríðinu við Bandaríkjamenn sem lauk fyrir 29 árum. Sjálfur hafði Giap enga reynslu af hermennsku þegar honum var fengin stjórn víetnömsku upp- reisnarmannanna. Kínverjar ráð- lögðu honum að ráðast gegn Frökkum af hörku en hann ákvað að beita skæruaðferðum. „Ég held að það hafi verið erfiðasta ákvörðun sem ég tók á ferli mínum í hernum,“ sagði Giap í gær. Það skilaði árangri, Frakkar gáfust upp eftir 56 daga. ■ Námuslys í Kína: 35 fórust í sprengingu RÍKISÚTVARPIÐ Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttsviðs Ríkisútvarpsins, hafnaði umsókn Helgu Völu Helgadóttur um sumarstarf hjá fréttastofu á þeim forsendum að hún væri í virkri pólitískri þátttöku. Starfsmaður RÚV sækir um á fréttastofu: Hafnað vegna pólitískrar þátttöku PEKING, AP 35 menn fórust þegar sprengja sprakk í kolanámu í norðurhluta Kína. 49 menn voru að störfum í námunni þegar atvik- ið átti sér stað og náðist að bjarga 13 þeirra. Eins kolanámumanns er enn saknað. Sprengingin varð í borginni Linfen í Shanxi-héraði, sem er um 620 km suðvestur af höfuðborginni Peking. Kolanámur í Kína eru tald- ar þær hættulegustu í heiminum. Á síðasta ári fórust 6.702 menn í kolanámuslysum í landinu. ■ RÍKISÚTVARPIÐ Bogi Ágústsson, for- stöðumaður fréttsviðs Ríkisút- varpsins, hafnaði umsókn Helgu Völu Helgadóttur um sumarstarf hjá fréttastofu á þeim forsendum að hún væri í virkri pólitískri þátttöku. Þetta segir Helga Vala í samtali við Fréttablaðið. Helga Vala er einn umsjónar- manna útvarpsþáttarins Spegils- ins á RÚV en sótti eftir sumar- starfi því starfsmenn Spegilsins yfir veturinn taka frí yfir sumarið og inn kemur nýtt fólk. Hún skilaði inn umsókn og stóðst fréttamannapróf RÚV með sæmd. Hún segir að Kári Jónas- son, yfirmaður fréttastofu út- varps, hafi viljað ráða sig en ekki hafi borist staðfesting á ráðningu frá Boga Ágústssyni. „Ég fór á fund Boga og gekk á hann um svör því ég taldi víst að um eitthvað persónulegt væri að ræða. Í samtali okkar kom fram að hann myndi ekki ráða mig vegna pólitískra starfa minna. Í dag hef ég engin pólitísk tengsl og er ekki skráð í neinn stjórn- málaflokk. Hins vegar hjálpaði ég til við kosningabaráttu Vinstri grænna í sex vikur þegar ég var í fæðingarorlofi,“ segir Helga Vala. Aðspurður segir Bogi Ágústs- son ekki vilja tjá sig um málefni einstakra starfsmanna, hann tjái sig aðeins um almenn málefni og reglur. „Þær reglur gilda um ráðning- ar inn á fréttstofur Ríkisútvarps- ins að fólk sé ekki í virkri póli- tískri þátttöku eða hafi verið að undanförnu og/eða annars konar hagsmunabaráttu sem gæti skað- að störf þess sem fréttamenn. Þær reglur gilda einnig að ef fréttamenn fara í virka pólitíska þátttöku verða þeir að hætta í fréttum,“ segir Bogi. ■ BANDARÍKIN, AP Charles Cullen hjúkrunarfræðingur hefur játað að hafa myrt þrettán sjúklinga og reynt að myrða tvo til viðbótar á sextán árum sem starfsmaður nokkurra sjúkrahúsa í Bandaríkj- unum. Cullen, sem er 44 ára, hefur gert samning við saksóknara og sleppur því við dauðarefsingu en hann á yfir höfði sér 120 ára fang- elsi. Fjölskyldur fórnarlamba Cullens gerðu sér flestar ekki grein fyrir því að ættingi þeirra hefði verið myrtur. Cullen segist hafa gefið fórnarlömbum sínum banvænan skammt af lyfjum til að binda enda á þjáningar þeirra. Eftir að málið kom upp hafa nokkrar fjölskyldur höfðað mál gegn sjúkrahúsunum. Cullen var rekin frá fimm sjúkrahúsum á starfsferli sínum vegna van- rækslu í starfi. Honum tókst þó alltaf að útvega sér nýja vinnu og halda þannig iðju sinni áfram. ■ Auglýsing um framlagningu skattskrár 2003 og virðisaukaskatts- skrár fyrir rekstrarárið 2002 Í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laganna. Tekin hefur verið saman skattskrá þar sem fram koma barnabætur, vaxtabætur, tekjuskattur, eignarskattur og önnur þau gjöld sem skattstjóri lagði á hvern gjaldanda í umdæmi sínu álagningarárið 2003, vegna tekna ársins 2002 og eigna í lok þess árs. Einnig hefur, samkvæmt 46. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, verið tekin saman virðisaukaskattsskrá fyrir rekstrarárið 2002. Í henni er tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskattur hvers og eins virðisaukaskattsskylds aðila. Skattskrár og virðisaukaskattsskrár verða lagðar fram í öllum skatt- umdæmum mánudaginn 3. maí 2004 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju um- dæmi og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum fyrir hvert sveitarfélag dagana 3. maí til 14. maí 2004 að báðum dögum meðtöldum. 3. MAÍ 2004 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Hjúkrunarfræðingur: Hefur játað 13 morð Hálf öld er liðin frá orrustunni við Dien Bien Phu: Sigurs yfir Frökkum minnst HÁLFRI ÖLD SÍÐAR Þessir öldnu Víetnamar tóku þátt í orrustunni við Dien Bien Phu fyrir fimmtíu árum. SÁTTUR VIÐ SITT Þrátt fyrir að á fjórða hundrað lögreglumenn og óbreyttir borgar- ar hafi slasast í átökum 1. maí segist æðsti yfir- maður lögregl- unnar í Berlín sáttur við hvern- ig til tókst. Hann segir átökin minni en á und- anförnum árum og ofbeldið sem var beitt ekki jafn gróft.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.