Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 19
Sigtryggur Hauksson og EyrúnStefánsdóttir frá Dansíþrótta- félaginu Gulltoppi og Sigurður Már Atlason og Sara Jakobsdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnar- fjarðar gerðu góða ferð á óopinbert heimsmeistaramót barna og unglinga í samkvæmis- dönsum sem haldið var í Blackpool á Englandi í páskavikunni. Þetta stærsta keppni sem hald- in er á heimsvísu fyrir börn og unglinga, undir 15 ára aldri, ár hvert. Mótið skiptist í fimm keppnir. Einn daginn er keppt í standard dönsum, einn daginn í Vínarvalsi, einn daginn í latindöns- um og svo eru keppnir þar sem dansaður er einn dans hjá börnum 11 ára og yngri en tveir hjá eldri pörunum. Sigurður Már og Sara Rós náðu 13. sæti í standard döns- um og 14. sæti í Vínarvalsi. Í cha cha cha keppninni náðu þau hins vegar þeim frábæra árangri að dansa sig upp í 8. sætið. Sigurður Már og Sara Rós voru eina parið frá Íslandi sem náði svo góðum ár- angri en Sigtryggur og Eyrún urðu í 15. sæti í jive-keppni. ■ MÁNUDAGUR 3. maí 2004 Í NÝJU HÚSI Hafnarfjarðarleikhúsið tók ný húsakynni formlega til notkunar á föstudaginn. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Hilmar Jónsson leikstjóri voru meðal þeirra sem mættu kampakátir á staðinn. Dans HEIMSMEISTARAMÓT ■ barna og unglinga í samkvæmisdöns- um var haldið í Blackpool um páskana en þar náðu ung íslensk pör góðum árangri. fiú gætir hitt á töfrastund flegar flú notar VISA og unni› fer› á Ólympíuleikana í AfiENU 2004 til fless a› hvetja Vonarstjörnur VISA. Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 24 43 6 0 4/ 20 04 N‡tt happdrættisár byrjar 6. maí Engin vika án milljóna Kauptu mi› a núna! Dansinn dunar hjá unga fólkinu DANSAÐ Í BLACKPOOL Sigtryggur Hauks- son og Eyrún Stefánsdóttir frá Dansíþróttafélag- inu Gulltoppi voru meðal þeirra Íslendinga sem kepptu á árlegu dansmóti barna og ung- linga í Blackpool á Englandi í lok apríl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.