Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 6
6 3. maí 2004 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hvenær tók Þórólfur Árnason við afIngibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgarstjóri í Reykjavík? 2Hvaða breska dagblað birti fyrstmyndir af breskum hermönnum að pynta íraska fanga? 3Við hvaða enska knattspyrnulið hefurDavid Beckham verið orðaður síðustu daga? Svörin eru á bls. 30 BAGDAD, AP Eftir rúmar þrjár vikur í haldi mannræningja tókst banda- ríska vörubílstjóranum Thomas Hamill að flýja úr gíslingu sinni. Hamill tókst að smeygja sér út úr húsinu í Bagdad þar sem honum var haldið af vopnuðum mönnum. Eftir að út var komið hljóp Hamill uppi eftirlitssveit úr bandaríska hernum, gerði grein fyrir sér og leiddi hermennina að húsinu þar sem honum hafði verið haldið. Þar voru tveir menn hand- teknir að sögn talsmanns banda- ríska hersins. Hamill var tekinn í gíslingu eft- ir árás á bílalest í úthverfi Bagdad fyrir rúmum þremur vikum. Fjór- ir samstarfsmenn hans féllu í árásinni og ekki er vitað um afdrif bandarísks hermanns sem var rænt í sömu árás. Ekkert hafði heyrst í Hamill síðan mannræn- ingjarnir sendu frá sér myndband með myndum af honum og hótuðu að myrða hann hætti Bandaríkja- her ekki umsátri sínu um Fallujah innan tólf klukkustunda. Fjölskyldu Hamill létti mjög við tíðindin. „Það var dásamlegt að heyra í honum,“ sagði Kellie, kona hans. „Hann sagðist hafa meiri áhyggjur af mömmu sinni, ömmu, mér og börnunum en sjálfum sér.“ ■ VARNARLIÐIÐ „Þetta eru skítlegar fréttir,“ segir Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis, um þau tíðindi að hernum á Keflavíkurflugvelli sé gert að skera niður rekstur sinn um 200 milljónir króna. „Það þarf að segja upp fólki, ég sé ekki hvern- ig þeir ætla að spara þessa pen- inga með öðrum hætti.“ Tæplega 800 Íslendingar vinna í herstöðinni og Kristjáni virðist sem lengi sé hægt að fækka fólki. „Menn draga úr þjónustu, loka byggingum og hætta einu og öðru til að mæta þessu.“ Um 1.500 Íslendingar unnu á Vellinum þegar mest var og um svipað leyti voru þar hátt í 600 starfsmenn Íslenskra aðalverk- taka. Nú eru þar innan við 100 á vegum verktakafyrirtækisins. Kristján rifjar upp að hér áður fyrr hafi samdrætti verið mætt með því að færa verkefni frá hernum sjálfum til verktaka. Störfum hafi ekki fækkað en starfsfólk flust milli vinnu- veitenda. „Nú er þetta allt á sömu bókina lært, það er stöðugur sam- dráttur og minnkun á þjónustu og þessu er að blæða út hægt og rólega.“ Kristján segir mikilvægt að stjórnvöld mæti ástandinu og gott væri ef þau byrjuðu á að viður- kenna vandamálið. „Það verður að fara að nálgast málið út frá at- vinnupólitískum sjónarmiðum en ekki bara varnarpólitískum,“ seg- ir hann. Fjarað hefur undan sjávar- útvegi á svæðinu, mikill kvóti hef- ur verið keyptur burt úr byggða- lögunum og skilið eftir sig fjölda atvinnulausra. Kristján segir nauðsynlegt að eitthvað stórt gerist í atvinnu- málunum og nefnir sem dæmi að stjórnvöldum hafi verið boðið að nýta húsnæði Íslenskra aðalverk- taka á Vellinum undir fangelsi í stað þess að reisa dýra byggingu í landi Reykjavíkur. „Þarna myndu falla til tugir starfa,“ segir hann. „Svo gengur þetta ekkert þarna úti í Helguvík, þar er allt á hraða snigilsins. Keilisnesið stendur svo alltaf ónotað og býður eftir atvinnutækifærum. Menn horfa bara norður í land og austur á firði í stað þess að líta út um gluggann á leið frá flugstöðinni,“ segir Kristján Gunnarsson og hvetur til samvinnu allra sem að málinu koma til að atvinnulíf á Suðurnesjum geti orðið með sæmilega hýrri há á ný. ■ JÓN KRISTJÁNSSON Jón sagðist aðspurður ekkert vilja segja um málið strax. Sparnaður ógnar öryggi Ráðherra fámáll HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekkert segja um það alvarlega ástand sem blasir við lyflækningasviði Landspítala og greint var frá í Fréttablaðinu á laugardag. Sagði Guðmundur Þorgeirsson, sviðsstjóri lækninga, að grípa þurfi til harkalegra aðgerða til að uppfylla kröfur stjórnvalda um sparnað. Jón sagðist aðspurður ekkert vilja segja um málið strax en Guðmundur boðar að hann hyggist ganga á fund ráðherra vegna þess. Telur Jón rétt að þeir ræðist við áður en fleira verður sagt. Hann vissi ekki til þess að Guðmundur hefði pantað viðtal en bjóst við að þeir töluðu saman ein- hvern næstu daga. ■ www.plusferdir.is Benidorm 29.955 kr. N E T Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára í íbúð m/1 svefnh. í 7 nætur á Halley 19. eða 26. maí. Verð miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman 39.990 kr. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 19. eða 26. maí Verð frá Hernum blæðir út hægt og rólega Varnarliðinu gert að spara 200 milljónir. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur segir ljóst að frekari uppsagnir séu framundan. Gagnrýnir stjórnvöld fyrir að taka ekki á málunum. FRÁ HERSTÖÐINNI Á MIÐNESHEIÐI Um 1.500 Íslendingar unnu hjá hernum þegar mest var, nú eru þeir innan við 800. KRISTJÁN GUNNARSSON „Það verður að fara að nálgast málið út frá atvinnupólitískum sjónarmiðum en ekki bara varnarpólitískum,“ Bandarískur vörubílstjóri í Írak laus úr prísund sinni: Flýði frá mannræningjum THOMAS HAMILL Síðast sást til Hamill á þessu myndbandi sem mannræningjar hans sendu sjónvarpsstöð- um 9. apríl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.