Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 24
3. maí 2004 MÁNUDAGUR TÓNLIST Andri Þór Magnússon og Bjarki Heiðar Steinarsson, eru jafnaldrar, uppaldir á Akureyri og tónelskir ungir menn. Þeir höfðu þó aldrei hitt hvorn annan fyrr en Bjarki mætti á tónleika hjá Andra í Ósló fyrir tæpum fjórum árum síðan. Eins og Íslendingum sæmir enduðu þeir strax saman uppi á sviði, syngjandi íslenskar drykkjuvísur. Fyrsta lagið var til- búið 15 mínútum síðar, sem þykir nokkuð gott miðað við að það er sex mínútna langt. „Við þekktumst ekkert, við fundum samt út að við hefðum lík- lega æft saman fótbolta þegar við vorum um sex ára gamlir,“ segir Andri en þeir félagar eru báðir 24 ára að aldri. „Við munum samt ekkert hvor eftir öðrum en við vorum að æfa með sama liðinu á svipuðum tíma. Við bjuggum sitt hvorum megin við ánna. Það hefur svolítið mikið að segja á Akureyri.“ Þeir hafa verið að gera saman tónlist frá haustinu árið 2002, auk þess sem þeir troða upp á börum sem dúettinn Duo og spila töku- lög. „Við höfum verið að spila mikið hér í Rena þar sem við höf- um haldið 14 tónleika á einu og hálfu ári. Svo höfum við farið í næstu bæi í kring. Við blöndum öllu saman frá Elvis upp í Linkin Park. Við eigum þessa fínu un- plugged útgáfu af lagi þeirra In the End sem er beðið um á hverj- um einustu tónleikum. Við reynum að koma með vott af ís- lenskri sveitaballastemningu á pöbbana hér og höfum aldrei spilað á tónleikum sem hafa ekki endað með því að fólk er dansandi úti um allt. Þrátt fyrir að við séum aðeins með einn kassagítar.“ Duo-piltarnir hafa þó verið innipúkar upp á síðkastið og lítið spilað á tónleikum. Ástæðan er sú að þeir eru að hljóðrita sína fyrstu breiðskífu. „Hún er bara unnin heima hjá mér. Það er alveg ótrú- legt hvað er hægt að gera með tölvunni. Nokkur lög af plötunni eru á heimasíðu okkar,“ segir Andri að lokum og viðurkennir að þá dreymi um að taka lagið á Klakanum, en það hefur ekki enn- þá orðið að veruleika. ■ Íslenskur dúett starfar í Noregi ISDN POSAR Heimildarbeiðni tekur aðeins 3-5 sek. í stað 20-30 sek. Allt að átta posar í einu Hver heimild kostar aðeins 1 kr. í stað 4 kr. Fyrirtæki og verslanir sem nýta posa í starfsemi sinni geta breytt venjulegri símalínu í ISDN stafræna símatengingu. Með ISDN stafrænni símatengingu stóraukast afköstin á álagspunktum og þar af leiðandi þjónustan um leið. Fáðu nánari upplýsingar í síma 800 4000 eða á siminn.is. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 1 8 1 8 Salsa eins og Salsa á að vera Brautiholti 4 Sími 551-3129 47. starfsár Kennari: Lea - sigurvegarinn í fyrsta alþjóða Salsakeppninni semhaldin var í Havana í nóvember 2003. Námskeið hefst 10. maí Innritun í síma 551 3129 frá kl. 20-22 TÓNLIST Aðdáendur unglinga- sápunnar The O.C. sem Skjár einn sýnir hafa eflaust raulað með þegar aðalpersónur þáttanna náðu loksins saman í rúminu. Ástæðan var sú að þessari fallegu stund deildu persónurnar með laginu Breath sem Leaves-menn gerðu vinsælt hér fyrir tæpum tveimur árum. Framleiðendur þáttanna virð- ast keppast við það að koma athyglisverðri tónlist á framfæri á milli tilfinningaátaka og hafa aðalleikarar þeirra greint frá því í viðtölum að þeir fái að koma sinni uppáhaldstónlist á framfæri. Þannig hafa verið lög í þættinum með sveitum á borð við Death Cab for Cutie, Interpol og Hot Hot Heat. Fljótlega fáum við svo að heyra lag með íslensku rokkurun- um í Singapore Sling í þættinum. Liðsmenn sveitarinnar gáfu nýverið leyfi fyrir því að eitt laga þeirra af frumrauninni, The Cur- se of..., verði leikið í þáttunum. Það er greinilega verið að fylgjast með íslenskri tónlist í mennta- skólum Orange County. ■ Íslenskt tónlistaræði í The O.C. SINGAPORE SLING Kaldir rokkarar, svolítið eins og aðalhetjan í The O.C. DUO Íslenskur dúett sem starfar í Noregi. Hægt er að heyra lög sveitarinnar á slóðinni home.online.no/~a-tho-m.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.