Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 13
■ Evrópa 13MÁNUDAGUR 3. maí 2004                !  "      # ##    $   $           BRETLAND Læknar í Bretlandi hafa óskað eftir því að framleiðendur örbylgjuofna birti skýrari varnað- arorð með tækjunum varðandi hit- un á eggjum. Tilefnið er slys á ungri stúlku sem meiddist alvarlega á auga eftir að hafa hitað egg í örbylgjuofni. Hitaði hún forsoðið egg með skurninni í fjörutíu sek- úndur en um hálfri mínútu eftir að hún tók það út sprakk það með þeim afleiðingum að skurn skaðaði augn- himnu hennar varanlega. Læknirinn sem sá um stúlkuna sá ástæðu til þess að rita grein í breska læknablaðið þar sem hann mælir með því að fólk sé varað við hættunni á því að hita egg í örbylgjuofnum því slys af þeim völdum fari fjölgandi. Hann beinir þeim tilmælum til fólks að fræða börn sín um notkun ofnanna og hita jafnframt aldrei egg með skurn í örbylgjuofni. ■ Árás án fordæma: Bjarnarhúnn borinn burt NOREGUR, AP Norskir náttúrufræð- ingar eru furðu lostnir á árás arnar á bjarnarhún sem vísindamenn urðu vitni að. Þá flaug örninn að þriggja kílóa húninum læsti klón- um um hann og bar á brott. Nátt- úrufræðingar sem hafa flett í gegnum skruddur sínar segjast ekki hafa fundið nein fordæmi fyr- ir árásinni. Einn þeirra segir þetta jafnast á við að finna snjókorn í Sa- haraeyðimörkinni. „Bjarnarhúnninn öskraði allan tímann,“ sagði Jarle Mogens Totsa- as sem varð vitni að árásinni. „Örn- inn flaug í átt að okkur og kom mjög nærri. Við gátum auðveldlega séð húninn sparka til fótunum þar sem hann hékk í klóm arnarins. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Guðni segir það mikilvægt skref fyrir álfuna að austurhluti hennar verði nú réttur af efnahagslega Guðni Ágústsson um stækkun ESB: Framtíð ríkj- anna bjartari ESB „Ég fagna stækkun Evrópu- sambandsins fyrir hönd þeirra þjóða sem nú eru að ganga í sam- bandið. Ég tel að framtíð þeirra sé bjartari fyrir bragðið og þessar þjóðir þurfa á því að halda að starfa náið með öflugri þjóðum,“ segir Guðni Ágústsson, varafor- maður Framsóknarflokksins, um stækkun ESB til austurs. Hann segir það mikilvægt skref fyrir álfuna að austurhluti hennar verði nú réttur af efna- hagslega og það hafi mikla þýð- ingu fyrir viðskiptalönd hinna nýju aðildarríkja, meðal annars Íslendinga. ■ MAKEDÓNÍA, AP Makedónska lög- reglan hefur viðurkennt að bardagi við meinta pakistanska hryðjuverkamenn fyrir tveimur árum hafi verið sviðsettur til að bæta samskiptin við Bandaríkin og sýna fram á að þeir væru dugandi í baráttunni gegn hryðju- verkum. Talsmaður lögreglunnar sagði á föstudag að sjö einstaklingar sem létust hafi verið ólöglegir innflytj- endur sem voru saklausir af hryðjuverkum. Morðin á þeim hafi verið skipulögð fyrirfram og séu til marks um brenglaða hugsun lögregluforingja sem það gerðu. Fimm lögreglumenn og einn athafnamaður hafa verið kærðir fyrir morð vegna málsins. ■ Ólöglegir innflytjendur: Myrtir af lögreglu SÉRSVEITIN Yfirmenn lögreglunnar hafa sagt að bardagi við hryðjuverkamenn hafi verið settur á svið. HÆTTULEG SKURN Læknar í Bretlandi hafa beint þeim tilmælum til fólks að fræða börn sín um notkun ör- bylgjuofna og hita jafnframt aldrei egg með skurn í þeim. Tilefnið er slys á ungri stúlku sem meiddist alvarlega á auga eftir að hafa hitað egg í ör- bylgjuofni. Varnaðarorð um örbylgjuofna: Ekki hita egg með skurn GRAFIR SVÍVIRTAR Tveimur dög- um eftir að nasistatákn voru mál- uð á grafreit gyðinga í frönskum bæ nærri þýsku landamærunum voru samskonar tákn máluð á legsteina í grafreit kristinna manna skammt frá. Lögregla rannsakar málin en ekki er ljóst hvort þau tengist. ■ Írak GÍSLUM BORGIÐ Mannræningjar sem halda þremur ítölskum gísl- um segja að gangan í Róm til stuðnings gíslunum hafi orðið til að bjarga lífi þeirra. Mannræn- ingjarnir hótuðu að drepa þá ef Ítalir efndu ekki til fjölmennra mótmæla gegn stefnu stjórnar sinnar í Íraksmálum. Nokkur þúsund fóru í gönguna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.