Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 8
8 4. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Lögreglufréttir Ekkert gerðist á fundi ríkissáttasemjara: Sjómenn enn samningslausir KJARADEILA Ekki þokaðist í samn- ingsátt á fundi forsprakka Lands- sambands íslenskra útvegs- manna, LÍÚ, og Sjómannasam- bands Íslands hjá ríkissáttasemj- ara. Kjarasamningur þeirra á milli rann út um áramót og hafa samningsaðilar fundað á sjö til tíu daga fresti síðan. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, sagði fundinn tíðindalít- inn, allt strandaði á LÍÚ. „Við erum að reyna að fá okkar mál lagfærð, lífeyrissjóð og annað sem aðrir hafa samið um, en það gengur ekkert upp.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði sam- bandið ekki geta fallist á kröfur sjómanna að þessu sinni: „Báðir aðilar hafa kröfur uppi og enn hef- ur ekki tekist að náð saman“. Frið- rik sagði kjaramál sjómanna flókn- ari en annarrra launþega. Hann greindi fullan vilja báðum megin borðsins til að semja: „Það er bara enn of langt á milli.“ Næsti fundur er boðaður hjá ríkissáttasemjara þann 19. maí næstkomandi. ■ Brutu gegn sam- keppnislögum Rannsókn á samráði tryggingafélaganna er lokið. Tryggingafélögin teljast sek um brot gegn samkeppnislögum en sleppa við sektir. SAMKEPPNI Samkeppnisráð segir samvinnu innan Sambands ís- lenskra tryggingafélaga hafi stundum brotið gegn samkeppnis- lögum. Innan sam- bandsins var rætt um hvernig trygg- ingafélögin ættu að bregðast við inn- komu nýrra keppi- nauta. Þá er líka fundið að því að sambandið hafi haldið sameigin- lega uppi vörnum fyrir iðgjalda- stefnu. Trygginga- félögin sleppa við sektir og hafa samþykkt að fara að fyrirmælum Samkeppnisráðs. Samkeppnisráð segir trygg- ingafélögin hafa notað sambandið til að hafa áhrif á markaðinn, meðal annars með upplýsinga- miðlun um markaðsleg málefni og hvatningu til hindrana, en það er ekki í samræmi við samkeppnis- lög. Samband íslenskra trygg- ingafélaga braut gegn samkeppn- islögum þegar það varði opinber- lega verðlagsstefnu trygginga- félaganna og samrýmist það ekki banni samkeppnislaga um verð- samráð. Að mati ráðsins braut sambandið gegn lögunum með endurteknum athugasemdum til opinberra eftirlitsaðila vegna inn- komu nýrra keppinauta. Við mat á áhrifum til lagabreytinga og í upplýsingamiðlun brutu bæði sambandið og Íslensk endur- trygging samkeppnislög. Með af- skiptum sínum hafði sambandið afskipti af kaupverði og við- skiptakjörum tryggingafélaganna á þjónustu sem félögin kaupa af læknum og lögmönnum til þess að draga úr samkeppni. Þá fóru fram hjá báðum félögunum viðræður um aðgerðir gagnvart keppinaut- um tryggingafélaganna og við- skiptavinum þeirra. Hjá Íslenskri endurtryggingu fannst minnisblað um starfs- ábyrgðartryggingar þar sem lýst er tveimur fundum hjá fulltrúum VÍS, Sjóvár og Tryggingamið- stöðvarinnar. Af minnisblaðinu má ráða að fundarmenn hafi verið sammála um að starfsábyrgðar- tryggingar væru ekki svið þar sem æskilegt væri að stunda harða samkeppni. Með rannsókninni var ekki sýnt fram á ólögmætt samráð eða samstilltar aðgerðir hefðu farið fram við iðngjaldabreytingar á árunum 1996 og 1999. Samkeppnisráð telur nægjan- legt að beina fyrirmælum til tryggingafélaganna varðandi samstarf þeirra innan sambands- ins og almennt. Meðferð málsins hófst í september 1997 og hefur því tekið á sjöunda ár og segir ráðið ýmsar ástæður vera fyrir því hversu langan tíma meðferðin tók. Þar á meðal hafi ófyrirséð umfangsmikil mál haft talsverð áhrif. hrs@frettabladid.is BELTIN BJÖRGUÐU Bílvelta varð á Árbæjarbraut í Rangárvallasýsu á sunndag. Ung erlend stúlka sem ók bílnum missti stjórn á honum í lausamöl með þeim af- leiðingum að hann valt á vegin- um. Bíllinn er mikið skemmdur en hvorki ökumann né farþega sakaði. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er það bílbeltum að þakka að ekki skuli hafa farið verr. INNBROT Í VINNUVÉLAR Brotist var inn í nokkur vinnutæki við Sómastaði þar sem unnið er að lagningu rafmagnskapla. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði uppgötv- uðu starfsmenn innbrotin eftir helgarfrí. FÓRU ÚT AF Í KRAPA Tveir bílar lentu utan vegar eftir að öku- menn misstu stjórn á bílum í krapa í Fagradal í gærdag. NOTUÐU EKKI BELTI Níu ökumenn voru kærðir af lögreglunni í Reykjanesbæ fyrir að nota ekki bílbelti á sunnudagskvöldið. ÓLÖGLEG FARARTÆKI Bifreið með kerru með fimm torfæru- hjólum var stöðvuð í gær við Krísuvíkurveg. Hjólin voru án skráningarnúmera. Bannað er að ferðast um á slíkum hjólum og bað lögreglan í Keflavík eigendur hjólanna vinsamlegast að láta það vera að keyra um á hjólunum. FRAMKVÆMDIR Verktakar á Austur- landi búa sig nú undir nokkur stórverkefni sem hefjast á næstu vikum og mánuðum. Um er að ræða vegagerð á Reyðarfirði; endurbyggingu leiðarinnar milli Sómastaða og Hólma, sem og ann- an áfanga hjáleiðar niður fyrir þéttbýlið á Reyðarfirði. Sú leið á að verða tilbúin til notkunar fyrir lok ársins, en frágangi á að ljúka á næsta ári. Framkvæmdir við vinnubúðir Bechtel á Reyðarfirði hefjast innan skamms, sem og að- stöðusköpun á álverslóðinni og framkvæmdir við höfnina þar. Tilboð í hafnargerð verða opn- uð um miðjan næsta mánuð og því verki á að verða lokið um mitt næsta sumar. Leggja á 40 km langan vegarslóða úr Fljótsdal á Reyðarfjörð vegna lagningar há- spennulínu úr stöðvarhúsi Kára- hnjúkavirkjunar að álveri Alcoa og á næstunni mun Landsvirkjun bjóða út gangagerð við Ufsar- árstíflu austan Snæfells. Verktak- inn sem fær þá framkvæmd mun einnig leggja svokallaðan Hraunaveg, inn að Keldá. ■ HEILBRIGÐISMÁL „Biðlistar munu lengjast, því miður,“ sagði Pálmi R. Pálmason, formaður stjórnar- nefndar Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, um ráðstafanir sem grípa verður til vegna 60 millj- óna króna framúrkeyrslu lyf- lækningasviðs Landspítala - há- skólasjúkrahúss það sem af er þessu ári. Guðmundur Þorgeirsson, sviðsstjóri lækninga á sviðinu, lýsti því í Fréttablaðinu fyrir helgi til hvaða ráðstafana yrði að grípa ef ekki fengist aukafjár- veiting á fjáraukalögum til að rétta af rekstur sviðsins. Í máli hans kom fram að jafnvel yrði að ganga svo langt að loka rúmum á deildum fyrir bráðveika sjúk- linga. Pálmi sagði að á einhvern hátt yrði að svara þeim rekstrar- kostnaði umframt heimildir á fjárlögum sem þegar hefði orðið til á árinu. „Mér finnst ekki hægt að ætl- ast til þess með nokkurri sann- girni að læknar fari að beita að- ferðum sem kannski var beitt fyrir tíu árum, þegar komnar eru aðrar betri,“ sagði hann. „Þeir hafa auðvitað metnað til að nota einungis það besta. Þá er ekkert annað að gera, ef ekki eru til fjár- munir, en að bíða. Spítalinn hefur verið að vinna á biðlistum að und- anförnu og það hefur gengið vel. Reksturinn hefur að flestu leyti staðist fjárhagsáætlanir nema á lyflækningasviði. En eins og bent hefur verið á eru ástæður fyrir þessu þar sem sjúklingum fer fjölgandi frá einu ári til annars. Það er ekkert bruðl á ferðinni þarna.“ ■ icelandair.is/vildarklubbur Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins BEÐIÐ FYRIR FRIÐI Nokkrum dögum eftir að 32 féllu í Krue- Sae musteri í Taílandi í átökum lögreglu og vígamanna í síðustu viku voru trúaðir komnir saman til bæna í musterinu á nýjan leik. Sameining Fréttablaðsins og DV: Engar athugasemdir RANNSÓKN Samkeppnisstofnun hefur lokið rannsókn á sameiningu Frétta- blaðsins og DV og var engin athuga- semd gerð að sögn Guðmundar Sig- urðssonar hjá Samkeppnisstofnun. Hjá stofnuninni er einnig til rannsóknar sameining Íslenska út- varpsfélagsins sem meðal annars rekur Stöð 2 og Bylgjuna, Fréttar sem gefur út Fréttablaðið og DV og Skífunnar sem rekur hljómplötu- útgáfu og verslanir, undir hatti Norðurljósa. Guðmundur segir þá rannsókn vera um það bil hálfnaða en stefnt er að því að henni verði lokið í síðari hluta júní. ■ SJÁ EKKI ENN TIL LANDS Þrátt fyrir regluleg fundahöld frá áramót- um sjá sjómenn og útvegsmenn ekki til lands í viðræðum um nýjan kjarasamning. Sjómenn eru þó ekki enn farnir að íhuga aðgerðir til að knýja á um samning. ■ Af minnisblað- inu má ráða að fundarmenn hafi verið sam- mála um að starfsábyrgðar- tryggingar væru ekki svið þar sem æski- legt væri að stunda harða samkeppni. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Samkeppnisyfirvöld telja nægjanlegt að beina fyrirmælum til tryggingafélaganna í stað þess að beita stjórnvaldssektum. Austurland: Mikið umleikis vegna álversframkvæmda LYFLÆKNINGASVIÐ Vel hefur tekist til við að vinna á biðlistum á deildum Landspítala - háskólasjúkrahúss. Nú er útlit fyrir að þeir muni lengjast aftur á lyflækningasviði. Aukinn sparnaður á lyflækningasviði LSH: Biðlistar munu lengjast

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.