Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 18
Válegar fréttir herja á okkar þjóðfélag en eru kaffærðar í um- ræðu um önnur mál. Rúmur fimmtungur barna á Íslandi er orðinn of feitur! Hér er á ferð- inni alvarlegt samfélagsvanda- mál og þróunina verður að stöðva. Valdið liggur meðal ann- ars hjá foreldrum. Ég er ekki vanur að vera með stríðsfyrir- sagnir og hrópa úlfur, úlfur, en í þessu tilfelli verður að gera eitt- hvað til að stöðva afskiptaleysið. Árið 1998 fór ég á ráðstefnu um ungt fólk og tóbak í Svíþjóð. Þar sagði einn fyrirlesarinn að for- varnir þyrftu að vera jafn sýni- legar og McDonald’s og Coca Cola. Forvarnir sem snúa að heilsu og mataræði þurfa að vera jafn sýnilegar! Ekki dugar að henda tólf milljónum í Manneld- isráð, stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir að málið leysi sig sjálft. Offita á sér margar hliðar. Stund- um þurfa börn að fá ást, um- hyggju og faðmlög í stað þess að stungið sé upp í þau matarbita. Stundum þurfa þau einhvern til að ýta á eftir sér til að fara út að leika. Foreldrar mega ekki líta svo á að þau séu að leggja feit börn sín í einelti með því að beita þau aga. Það þýðir ekki að gefast upp. Offita er orðin að stórhættu- legu vandamáli og framtíðin er ekki vænlegri ef fram heldur sem horfir. ■ Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. A-vítamín hefur meðal annars áhrif á sjónina, ónæmiskerfið og vöxt. A–vítamín fæst fyrst og fremst úr dýraríkinu, einkum lifur og fiski, en einnig úr til dæmis brokkólíi og gulrótum. Það geymist vel í líkamanum þannig að til dæmis lifur einu sinni í viku ætti að vera nóg fyrir A-vítamínbúskapinn. Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 Y O G A Y O G A Y O G A Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. www.yogaheilsa og NÝTT! Astanga joga Mælirinn er lagður nærri gagnauganu og gefur frá sér tíst þegar niðurstaða er fengin. Nýr hitamælir: Mælirinn snertir ekki líkamann Offita er líka foreldravandamál! Endurnærðu mig með höndum þínum „Leiðin að heilbrigði er að fara í ilmandi bað og fá nudd dag hvern“, sagði gríski náttúruspekingurinn Hippókrates, sem kallaður hefur verið faðir læknisfræðinnar. Fjölmargar nuddað- ferðir hafa þróast gegnum árþúsundin, sem allar vinna með ólíka þætti manns- líkamans og oftar en ekki með mismun- andi markmið í huga. Flestir þekkja hugtakið klassískt nudd, en til eru teg- undir á borð við heildrænt nudd, svæðanudd, sogæðanudd og fleira. Það sem aðgreinir þessar fjölmörgu tegundir er ekki einungis mismunandi tækni, heldur einnig ólík markmið. Nudd mun þó alltaf miða að uppbyggjandi áhrifum á stoðkerfi, taugakerfi, blóðrás, sogæða- kerfi og fleiri þátta líkamans. Aðferðirnar eru jafn ólíkar og áherslurnar eru marg- ar, en hér gefur að líta fáeinar tegundir nuddmeðferðar sem allar er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Heitsteinanudd Þessi nuddmeðferð er aldagömul og er upprunnin frá kanadískum indíánum. Nuddþeginn er nuddaður með olíu og 50-60 gráðu heitum steinum. Þessi að- ferð nær mun dýpra en hefðbundið nudd og veitir mikla slökun í bandvefi líkamans. Meðferðin er sögð afar góð við vöðvabólgu, gigt, almennum stirð- leika og bjúg. Meðferðin hefur einnig uppbyggjandi áhrif á sogæðakerfið. Meðferð tekur um eina og hálfa klukku- stund. Svæðanudd Svæðanudd stuðlar að endurnýjun lífs- þróttar og er sagt efla sjálfshjálparhæfni líkamans. Svæðanudd er ýmist notað eitt og sér eða með öðru nuddi og þá sem hluti af heildarmeðferð. Svæða- nudd byggir á tilteknum viðbragðssvæð- um, sem má finna undir iljum og í lóf- um nuddþega. Nuddari þrýstir þumal- fingri á punkta og taugaenda, sem tengjast aftur ákveðnum líkamssvæðum og líffærum, en með því að þrýsta á þessi tilteknu svæði næst svörun um all- an líkamann. Svæðanudd er sagt veita slökun og vellíðan, draga úr spennu sem og örva blóðrás og taugaboð. Klassískt vöðvanudd Klassískt vöðvanudd mýkir vöðva og örv- ar hreyfingar blóð- og sogæðavökva, jafnframt því sem meðferðin eykur slök- un og vellíðan. Klassískt nudd hefur einnig áhrif á losun úrgangsefna og greiðir aðgang að næringarefnum sem líkaminn notar sér til viðhalds og vaxtar. Klassískt nudd vinnur bug á þreytu og þreytutengdum verkjum, sem stafa gjarna af einhæfri líkamsbeitingu. Klass- ískt nudd er afar áhrifaríkt við vöðva- bólgu og er einnig sú aðferð sem fólk þekkir best undir hugtakinu nudd. Viltu spyrja Guðjón? Sendu póst á gbergmann@gbergmann.is. Genarannsóknir gætu í framtíðinni hjálp- að læknum að sjá fyrir hvaða krabba- meinssjúklingar ættu að prófa nýtt lyf, Iressa, sem virðist hjálpa sumu fólki um- talsvert en hefur engin áhrif á aðra. Læknar hafa velt fyrir sér ástæðunni en nú segja vísindamenn í Boston að lyfið virðist aðeins virka á lungnakrabbamein sem hefur þróast á sérstakan hátt. Lungnasérfræðingar telja uppgötvunina mjög mikilvæga þar sem hún marki upp- hafið að persónulegri læknisþjónustu, þar sem hver og einn fær meðferð við sitt hæfi. Aðeins um 10 prósent bandarískra sjúk- linga sýna batamerki vegna lyfsins Iressa, en hjá þeim hefur lyfið mikil áhrif og hefur jafnvel lengt líf dauðvona sjúk- linga um mánuði eða ár. Í Japan virkar lyfið hins vegar á 20 til 25 prósent sjúklinga. Enginn veit ennþá hver ástæðan er. Krabbameinslyfið Iressa: Virkar aðeins á sérstaka tegund krabbameins CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva. Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna Það verður seint talið til uppá- haldsiðju fólks að mæla sig til að athuga hvort sótthiti sé á ferðinni. Einkum falla slíkar mælingar illa í kramið hjá börnum enda ekki beint aðlaðandi að fá staut upp í endaþarm, munn eða eyru. Nú er kominn á markaðinn nýr mælir sem metur líkamshitann án þess að snerta líkamann og ætti hann að geta leyst stautana af hólmi. No Touch nefnist þetta nýja áhald sem er haldið í um það bil 2,5 sentimetra fjarlægð frá gagnauga sjúklings og mælir hitann á ör- fáum sekúndum. Að ýmsu þarf þó að hyggja áður en mælingin er framkvæmd, meðal annars að sjúklingurinn sitji ekki í sólar- geisla eða yl frá arineldi og einnig á að forðast að mæla hann innan 30 mínútna frá líkamlegri áreynslu, baði eða eftir máltíð. Til að auka nákvæmni ætti mælirinn að vera í sama herbergi og sjúk- lingurinn í 20-25 mínútur fyrir mælinguna. Mælirinn er frá ThermoTek og umboðsaðli er Ýmus ehf. en mælirinn fæst í ýmsum lyfjaverslunum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.