Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 10
10 4. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÞJÓÐHÁTÍÐ Tveimur dögum eftir að Pólland varð aðili að Evrópusambandinu héldu landsmenn stjórnarskrárdaginn hátíðlegan en hann er eiginlegur þjóðhátíðardagur Pólverja. Drengurinn á myndinni tók þátt í hátíða- höldunum flaggandi fána á hjóli sínu. Litlaá í Kelduhverfi: 23 punda sjóbirtingur VEIÐI „Þetta var rosalegur fiskur og svona veiðist ekki á hverjum degi í Litluá í Kelduhverfi,“ sagði Erling Ingvason tannlæknir á Ak- ureyri, einn af leigutökum árinn- ar. Fyrir fáum dögum veiddist 23 punda sjóbirtingur í Litluá og verður fiskurinn stoppaður upp. Það var Guðmundur Ingi Hjartarson hjá X-net sem veiddi fiskinn en með honum voru þeir Kári Schram og Guðbergur Dav- íðsson. Þeir höfðu verið við veiðar í ánni í þrjá daga, en fiskurinn stóri veiddist á svæði fjögur. Baráttan við fiskinn var ströng en hann tók flugu sem málarinn Sigurður Pálsson hafði hnýtt og kallast flugan Dýrbítur. Veiðimenn velta því nú fyrir sér hvort upp sé að renna stór- fiskasumar í silungsveiðinni. Skemmst er að minnast risafisks úr Þingvallavatni sem var 37 pund, stærstu sjóbirtingarnir í vorveiðinni voru 16 pund og svo veiðist þessi stóri í Litluá. Fyrir fáum dögum veiddist 14 punda bleikja í Varmá. ■ Lést eftir vélsleða- slys í Garðsárdal Einn vélsleðamaður lést og fimm slösuðust í tveimur slysum í Garðsár- dal í Eyjafirði í fyrradag. Hátt í 200 björgunarsveitarmenn brutust við erfiðar aðstæður að mönnunum og tóku aðgerðir tæpan sólarhring. SLYS Geysifjölmennt lið björgun- arsveitarmanna tók þátt í björgun vélsleðamannanna í Garðársdal við Gönguskarð á Vaðlaheiði í fyrradag. Einn maður lést og fimm slösuðust þegar vélsleðar þeirra fóru fram af háum snjó- hengjum. Mennirnir sem slösuð- ust eru allir á batavegi og standa vonir til að útskrifa megi þá síð- ustu af sjúkrahúsi í þessari viku. Björgun mannanna var afar erfið og komu síðustu björgunar- sveitarmennirnir ekki til baka fyrr en laust eftir hádegi í gær. Allar aðstæður voru hinar erfið- ustu og afar torsótt var á farar- tækjum að slysstöðunum en um tvö aðskilin slys var að ræða. „Okkur berast fyrst fregnir af fyrra slysinu um miðjan dag í fyrradag og þó voru kallaðar út björgunarsveitir samdægurs,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn á Akureyri, en hann tók þátt í björgunarstjórnun frá stjórnstöð björgunarsveitarinnar Súlunnar á Akureyri. „Skömmu síðar berst tilkynn- ing um annað slys skammt frá hinu fyrra og strax var ljóst að þar var um mjög alvarlegt slys að ræða. Fljótlega varð okkur ljóst að um banaslys væri að ræða og því lá á að komast sem fyrst að mönnunum. Boðuðum við björg- unarsveitir hvaðanæva að og sýn- ist mér að allt að 200 björgunar- sveitarmenn hafi tekið þátt í þess- um björgunaraðgerð.“ Skyggni var með versta móti á þessum slóðum þegar slysin áttu sér stað. Kafaldsbylur geisaði og aur og krapi gerðu björgunar- sveitum lífið leitt og bilaði hvert tæki björgunarsveitarmannanna á fætur öðru. Þyrla Landhelgis- gæslunnar sem ræst var vegna slyssins kom norður um kvöld- matarleytið en gat ekkert aðhafst vegna veðurofsans fyrr en seint um nóttina. Liðu því sjö tímar frá því neyð- arkall barst þangað til fyrstu björgunarsveitarmennirnir komu á vettvang og þurfti þá að bera hina slösuðu nokkurra kílómetra leið að björgunarsveitarjeppum. Einn vélsleðamannanna var látinn þegar að var komið en félagar mannsins hlutu minni meiðsl. Fór einn þeirra í aðgerð í gærmorgun en líðan hans er góð og búast læknar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri við að hann fari heim síðar í vikunni ásamt tveim öðrum sem enn liggja á sjúkrahúsinu. Víða var flaggað í hálfa stöng á Akureyri í gær vegna banaslyss- ins en maðurinn sem lést hefur verið búsettur þar lengi og rekið farsælt fyrirtæki. albert@frettabladid.is Litla kaffistofan: Hand- tekinn í Reykjavík LÖGREGLAN Maður var handtek- inn og færður í yfirheyrslur grunaður um tilraun til að brjót- ast inn í Litlu kaffistofuna í gær- morgun. Öryggiskerfi kaffistof- unnar fór í gang þegar rúða á hlið hússins var brotin. Starfs- maður náði númerinu á rauðum bíl sem ekið var á brott frá staðnum. Fannst hann síðar mannlaus í Reykjavík og var maðurinn handtekinn í fram- haldinu. ■ Geirfinnslöggan sökk með Guðrúnu Gísladóttur Mjódd - Sími 557 5900 VORDAGAR Í FRÖKEN JÚLÍU MIKIÐ ÚRVAL AF HÖR, TENSEL OG GALLAFATNAÐI OG MARGT FLEIRA. ÝMIS TILBOÐ Í GANGI. VERIÐ VELKOMNAR Á VORDAGA AKUREYRARKIRKJA Bænastund var haldin í Akureyr- arkirkju í gærkvöld til minningar um manninn sem lést í vélsleða- slysinu í Garðsárdal við Göngu- skarð á Vaðlaheiði í fyrradag. DANÍEL GUÐJÓNSSON YFIRLÖG- REGLUÞJÓNN Allar aðstæður voru hinar erfiðustu og afar torsótt var á farartækjum að slys- stöðunum. KOMINN Á LAND Guðmundur Ingi Hjartarson og Kári G. Schram með risafiskinn við Litluá á svæði 4. Löndunarstjóri var Guðbergur Davíðsson FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.