Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 2004 höfðu hertekið skömmu áður. Sig- ur vannst á skömmum tíma og vinsældir Thatcher jukust veru- lega. Ári síðar vann hún stórsigur í þingkosningum. Þrálátar deilur Þrátt fyrir að vitna í heilagan Fransiskus og boða samhljóm í stað ágreinings við upphaf stjórnartíðar sinnar voru deilurn- ar hvað mest áberandi á innlend- um vettvangi í tíð Thatcher. Nef- skatturinn sem hún boðaði varð til þess að Bretar mótmæltu af meiri krafti en hafði áður þekkst og það ásamt afstöðu Thatcher til Evr- ópusambandsins olli því að ríkis- stjórn hennar gerði uppreisn sem varð til þess að hún hrökklaðist frá völdum. Gagnrýnendur hennar hafa tekið afstöðu hennar til Evrópu- sambandsins og gagnrýni hennar á mikil ríkisafskipti sem dæmi um að aðgerðirnar hafi ekki alltaf fylgt málflutningnum. Þrátt fyrir andstöðu við Evrópusambandið (hún sagði fyrir nokkrum árum að allt það góða kæmi frá Bretlandi og allt það slæma frá meginlandi Evrópu) tók hún þátt í að koma á sameiginlegu markaðssvæði sam- bandsins, sem er eitt stærsta skrefið í samrunaferli Evrópu. Þá er bent á að þrátt fyrir baráttu hennar fyrir markaðsvæðingu og gegn ríkisafskiptum hafi hlutur ríkisvaldsins í bresku efnahags- lífi ekki minnkað að ráði í stjórnartíð hennar. ■ Warren Buffet: Styður Kerry BANDARÍKIN Warren Buffet, næst- ríkasti maður heims, er svo ósátt- ur við skattalækkanir George W. Bush Bandaríkjaforseta að hann ætlar að hjálpa John Kerry, for- setaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum næsta haust. „Í skattamálum hefur stefnan verið mjög í þágu hinna ríku og mér finnst að skattalækkunin hefði átt að gagnast millistéttinni og þeim fátæku í meira mæli,“ sagði Buffet í samtali við BBC. Hann segir að þess í stað hafi skattalækkanirnar fært honum sjálfum meira fé og það þætti honum ekki góð hugmynd. Buffet studdi Arnold Schwarzenegger í ríkisstjóra- kosningunum í Kaliforníu. ■ KOSNINGABARÁTTA Í FULLUM GANGI Stuðningsmenn indverska stjórnarflokksins Bharatiya Janta lýsa hér ánægju sinni eftir ræðu L.K. Advani aðstoðarforsætisráðherra á kosningafundi í gær. Þingkosningar í landinu fara fram í nokkrum áföngum og lýkur tíunda þessa mánaðar. ALÞINGI Samgöngunefnd Alþingis leggur til að þingið feli ríkisstjórn- inni að kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt verði upp veglegt sæ- dýrasafn, sem yrði í senn lifandi fiskasafn og fróðleiksnáma um líf- ríki Norður-Atlantshafsins, rann- sóknir og vísindi, verndun og nýt- ingu fiskistofnanna og umgengni við hafið. Yrði í þessu sambandi tekið tillit til ferðaþjónustu og al- mannafræðslu um lífríki hafsins. Samkvæmt tillögunni skal ríkis- stjórnin skila skýrslu til Alþingis fyrir 1. mars 2005 um kosti og galla slíks safns, ásamt kostnaðarút- reikningi og tillögu að mögulegri fjármögnun, rekstrarformi, eignar- haldi og staðsetningu. Umsagnir um málið bárust samgöngunefnd frá Ferðamálasamtökum Íslands, Verslunarráði Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Hafrann- sóknastofnuninni. Nefndin leggur áherslu á að möguleg staðsetning verði einn þeirra þátta sem skoðað- ir verði og telur ekki rétt að tak- marka könnunina við höfuðborgar- svæðið, eins og upphaflega var gert ráð fyrir í þingsályktunartillögu um málið. ■ SÆDÝRASAFN Háhyrningar, selir og fleiri sjávardýr voru svo árum skiptir í gamla Sædýrasafninu í Hafnarfirði og vöktu óskipta athygli barna sem heimsóttu safnið. Nýtt sædýrasafn yrði í senn lifandi fiskasafn og fróðleiks- náma um lífríki Norður-Atlantshafsins. Samgöngunefnd um þingsályktunartillögu: Veglegt sædýrasafn verði byggt upp

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.