Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.05.2004, Blaðsíða 11
■ Lögreglufréttir 11ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 2004 FANNFERGI NORÐAN HEIÐA Áhlaupið fyrir norðan síðustu daga hefur gert bændum erfitt fyrir. Kafaldsbylur fyrir norðan: Kemur illa við bændur VEÐUR „Kuldinn og snjórinn fyrir norðan kemur sér afar illa þar sem við getum ekki hleypt dýrun- um út,“ segir Kjartan Gústafsson, bóndi að Birnunesi á Ársskógs- strönd. Slæmt veður hefur verið fyrir norðan land síðustu daga og segja spár að ekki sé útlit fyrir að veð- ur lagist fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar. „Í venjulegu árferði væru ærnar komnar út úr húsi en reynslan kennir manni að sleppa því ef slæm hret koma þegar minnst varir. Við misstum þrjú lömb síðast þegar hret kom að sumarlagi vegna aurbleytu og vatns og það er ekki eitthvað sem við viljum lenda í aftur.“ Hret sem þessi eru þó fremur algeng á Norðurlandi og er skemmst að minnast hrets frá júní í fyrra þegar snjór skyndi- lega þakti flestar lendur í Eyja- firðinum. ■ NÚTÍMINN Á GAZA Asninn er enn þarfasti þjónninn í þessum flutningum eftir vegi á sunnanverðri Gaza- strönd. Bedúínakona notast við kerru til að flytja greinar milli staða. Landsmenn verja fimmfalt meira fé í íslenska tónlist en erlenda: Veltan fimm milljarðar á ári TÓNLIST Landsmenn verja um sex milljörðum af einkaneyslu sinni í tónlist og af þeim aðeins einum í er- lendan tónlistariðnað á ári. Rúm- lega 1.500 manns vinna með tónlist, sem eru um 30 prósent þeirra sem vinna að menningarviðburðum hér- lendis. Menningaratburðir skila fjórum prósentum til landsfram- leiðslunnar árlega. Þetta kom fram í skýrslu sem Ágúst Einarsson, deild- arforseti viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla Íslands, vann fyrir Samtón, samtök tónlistarfólks á Ís- landi. Kjartan Ólafsson, formaður Samtóns, segir skýrslunna unna í tvennum tilgangi; að varpa ljósi á landslagið í íslensku tónlistarlífi og til að benda opinberum aðilum á hve stór áhrif tónlist hefur á samfélag- ið. „Það hefur sýnt sig að með aukn- um stuðningi eykst menningarleg og efnahagsleg arðsemi,“ segir Kjartan. „Okkur kom ekkert á óvart hvað tónlistarlífið er öflugt, það vit- um við. Skýrslan hefur sýnt okkur afkomu ýmissa greina innan at- vinnulífsins sem taka þátt í tónlist- arlífinu og við höfðum ekki leitt hugann að áður.“ ■ ELDUR Í BÍL Klukkan 19.50 kvikn- aði í bíl á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk. Slökkvilið var kallað á staðinn og náði að slökkva eldinn með dufttæki. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er óökufær. Veðurklúbburinn á Dalvík: Sannspár um hretið VEÐURKLÚBBUR Ólaf Tryggvason, einn hinna galvösku eldri borg- ara sem standa að veðurklúbbn- um á Dalvík, dreymdi fyrir um hret það sem hrellt hefur Norð- lendinga undanfarna daga. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem meðlimir klúbbsins eru sann- spáir um veðurfar og undrar marga hversu oft þeir hitta naglann á höfuðið. Norðlending- ar mega þá búast við svipuðu veðri næstu daga en Ólafur seg- ir hretið standa yfir í tíu daga alls. ■ TÓNLEIKAR Á MENNINGARNÓTT Óbein áhrif tónlistar eru veruleg og kom sú niðurstaða skýrslunnar tónlistarmönn- um verulega á óvart. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Burt úr Blaðamannafélaginu. Magnús Þór Hafsteinsson: Úr Blaða- mannafélaginu ALÞINGI Magnús Þór Hafsteinsso, þingmaður Frjálslynda flokksins og fyrrum fréttamaður, sagði sig í gær úr Blaðamannafélagi Ís- lands. Í tilkynningu frá Magnúsi segir að með hliðsjón af þeirri orrahríð sem nú sé fram undan í umræðu um framtíð fjölmiðla á Íslandi, og hann þáttakandi í þeirri umræðu sem þingmaður, telji hann ekki rétt að vera í Blaðamannafélaginu. Magnús fer þess á leit við stjórn Blaðamanna- félagsins að úrsögnin taki strax gildi og hann verði fjarlægður af félagalista. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.