Fréttablaðið - 14.06.2004, Blaðsíða 2
2 14. júní 2004 MÁNUDAGUR
BELGRAD, AP Þjóðernissinninn
Tomislav Nikolic hlaut flest at-
kvæði í forsetakosningunum í
Serbíu og Svartfjallalandi sem
fram fóru í gær. Samkvæmt
fyrstu tölum hlaut Nikolic rúm-
lega 30% atkvæða en helsti keppi-
nautur hans, Boric Tadic úr flokki
umbótasinna, var með rúmlega
27% fylgi.
Ljóst er að kjósa þarf að nýju
milli þeirra tveggja þar sem kjör-
inn forseti þarf að hafa 50%
greiddra atkvæða á bak við sig.
Mun síðari umferð forsetakosn-
ingana fara fram 27. júní. Millj-
arðamæringurinn Bogoljub
Karic, sem er hliðhollur ríkiss-
stjórn landsins, var þriðji með
tæplega 19% atkvæða. Kjörsókn
var um 45% og er búist við að
staðfestar tölur um atkvæðaskipt-
ingu liggi fyrir í dag. ■
Fíkniefnasalar
gera út frá Selfossi
Sýslumaðurinn á Selfossi segir vel fylgst með fíkniefnamálum í umdæmi lög-
reglunnar. Þrjú sjálfstæð mál sem leiddu til upptöku fíkniefna komu upp
fyrir helgina. Innbrot hafa einnig verið tíð í mánuðinum.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi
hefur staðið í ströngu að undan-
förnu. Meðal mála vikunnar hjá
má nefna upptöku á þrjátíu
grömmum af hassi og nokkra
gramma af amfetamíni í kjölfar
þess að lögreglan stöðvaði konu á
bíl undir áhrifum lyfja. Þá fannst
nokkuð magn fíkniefna, umbúðir
til sölu þeirra, skotvopn, skotfæri
og önnur vopn við húsleit á Þor-
lákshöfn. „Það hefur verið ákveðin
þróun í þá átt að menn gera út héð-
an, segir Ólafur Helgi Kjartans-
son, sýslumaður á Selfossi, en
einnig séu heimamenn að verki.
Ólafur Helgi segir að kannski
séu dæmin ekki það mörg að það
borgi sig að draga alvarlegar
ályktanir. Hann treysti sér ekki
til að segja hvort um raunveru-
lega fjölgun glæpa sé að ræða.
„Þetta er kannski nær því sem
mann hefur grunað því miður
undanfarin ár að þetta væri
miklu meira neðarjarðar en fólk
tryði,“ segir Ólafur Helgi. Hann
segir skýringuna hugsanlega
tvenns konar. „Annars vegar er
það að þessi fíkniefnamál séu
frekar að koma upp á yfirborðið
en áður og hins vegar það að lög-
reglan hér sé einfaldlega að ná
betri árangri en fyrr.“
Ólafur Helgi segir lögregluna
ekki hafa verið í átaki. „Við erum
alltaf að fylgjast með þessum
málum eins og sést af því að í
fyrra voru gerðar upptækar tvær
gróðrastöðvar sem voru að rækta
kannabis.“ Ólafur Helgi segir seg-
ir það fara eftir því hvernig menn
reki sínar fíkniefnastarfsemi
hvort auðveldara sé að fylgjast
með henni í minni bæjarfélögum.
„Mínir menn eru mjög áhuga-
samir. Þeir fylgjast vel með,“ seg-
ir Ólafur Helgi.
gag@frettabladid.is
Barni rænt með bíl:
Enginn í
haldi
LÖGREGLAN Maður sem stal bíl með
sofandi barni við Sóltún er enn
ófundinn.
Lögreglan í Reykjavík fer með
rannsókn málsins. Hún yfirheyrði
mann í gær sem ekki reyndist sá
rétti. Kjartan Vilbergsson, faðir
barnsins, segir tvö vitni hafi verið
að atburðinum. Kona sem var í
íbúð fyrir ofan orlofsíbúðina sem
fjölskyldan gisti í sá manninn
taka bílinn og vitni við Hallgríms-
kirkju sá hann yfirgefa bílinn með
hraði stuttu síðar. Maðurinn lét
lögregluna sjálfur vita af stað-
setningu bílsins. ■
Ráðamenn í Írak drepnir:
Tveir á
sólarhring
BAGDAD AP Tveir háttsettir emb-
ættismenn voru drepnir í Írak um
helgina. Þeir voru báðir ráðnir af
dögum í höfuðborg landsins
Bagdad en menningarfulltrúi
írakska menntamálaráðuneytis-
ins, Kamal Jarrah, var skotinn
fyrir utan heimili sitt í Gasalíja-
hverfinu og aðstoðarutanríkisráð-
herra landsins, Bassam Kubba,
var myrtur á leið sinni til vinnu.
Auk þeirra tveggja var írakskur
landafræðiprófessor, Sabri
al Bayati, skotinn til bana er hann
var á leið frá háskólasvæðinu í
Bagdad á sunnudagsmorgun. Að
sögn búðareiganda í nágrenninu
var hleypt þremur skotum af
byssu áður en al-Bayati féll í göt-
una. ■
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
„Nei, mér ekki kunnugt um neina
klíku í Ráðhúsinu, en valdþreytu
R-listans þekkja allir.“
Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi Frjálslyndaflokks-
ins. Helgi Hjörvar hefur lýst yfir áhyggjum af að það
sé að verða til lítil klíka í Ráðhúsi Reykjavíkur.
SPURNING DAGSINS
Ólafur, ert þú í Ráðhúsklíkunni?
Ferðamenn á Vatnajökli:
Bjargað til
byggða
BJÖRGUN Björgunarsveit frá Höfn í
Hornafirði kom að þeim stað sem
tveir pólskir ferðamenn óskuðu
hjálpar á Vatnajökli á sjöunda
tímanum í gær. Mennirnir hófu
göngu sína yfir jökulinn á þriðju-
daginn, en slæmt veður í gær batt
enda á ferðina. Þeir hringdu því
úr gervihnattasíma og óskuðu
eftir aðstoð, en þeir voru orðnir
þrekaðir og sólbrunnir þegar
björgunarsveitir náðu til þeirra.
Þorsteinn Þorkelsson, sviðsstjóri
Björgunarsviðs Landsbjargar,
sagði að mennirnir hafi verið vel
búnir. Þeir komu til Hafnar í
Hornafirði í gærkvöldi. ■
– hefur þú séð DV í dag?
Nágrannar
í Fellunum
hóta hver
öðrum lífláti
Samherji selur í Hraðfrystistöð Þórshafnar:
Tryggir áframhaldandi rekstur
ÚTGERÐ „Markmiðið með kaupun-
um er að tryggja framgang fyrir-
tækisins og áframhaldandi rekst-
ur,“ segir Björn Ingimarsson, for-
maður stjórnar Fræs ehf. og
sveitarstjóri Þórshafnar á Langa-
nesi, en félagið hefur keypt ráð-
andi hlut í Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar af Samherja.
Fræ er í eigu bæjarfélagsins
en Björn segir ekki stefnumál
bæjarfélagsins að standa í at-
vinnurekstri. „Það er ekki stefnan
að eiga áfram ráðandi hlut í Hrað-
frystistöðinni og sjá um rekstur
fyrirtækisins,“ segir Björn og
bætir því við að viðræður verði
við fjárfesta sem vænlegir séu
fyrir þennan rekstur. „Hagsmunir
okkar og hugsanlegra fjárfesta
verða að fara saman og ég sé ekk-
ert því til fyrirstöðu.“
Hraðfrystistöðin er að mati
Björns mikilvæg fyrir bæjarfé-
lagið. „Þetta er stærsti vinnuveit-
andinn og margföldunaráhrif fyr-
irtækisins á atvinnulíf bæjarins
eru mikil. Við viljum hafa hönd í
bagga með að tryggja framgang
fyrirtækisins og þess vegna tók-
um við þá ákvörðun að kaupa ráð-
andi hlut í því.“ Hlutur Fræs ehf.
er upp á 34,2% en nafnvirði hans
er um 168 milljónir. ■
Fornleifar í Egyptalandi:
Grafhýsi
finnast
EGYPTALAND, AP Ástralskir forn-
leifafræðingar grófu upp 5.000
ára gamlan grafreit með tuttugu
heillegum grafhýsum í Egypta-
landi í gær.
Egypsk yfirvöld sögðu við at-
burðinn að Christian Kohler, leið-
angursstjóri ástralska hópsins,
hafi bent á mikilvægi þess að
svæðið yrði varðveitt en grafhýs-
in fundust í mjög þéttbýlu og fá-
tæku iðnaðarhverfi í Helwan, 25
kílómetra frá Kaíró.
Sum grafhýsanna eru lítil og
fábrotin en önnur eru stærri og
geyma mjólkurgifssteins-, kalk-
steins-, leir- og koparpotta og
-pönnur. Áður hafa tvö stór kalk-
steinsgrafhýsi fundist í Helwan,
frá árunum 2.575-2.134 fyrir
Krist. ■
ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON
Sýslumaður á Selfossi treystir sér ekki til að segja hvort glæpum í bænum hafi raunveru-
lega fjölgað. Þar hafa að undanförnu mikil fíkniefni verið gerð upptæk af lögreglu sem og
vopn. Innbrot verið tíð í mánuðinum og bílaþjófnaður á laugardag.
DÆMI AF MÁLUM LÖGREGL-
UNNAR Á SELFOSSI SÍÐUSTU
FJÓRA DAGA:
■ Nokkuð magn fíkniefna, umbúðir til
sölu þeirra, skotvopn, skotfæri og
önnur vopn fundust við húsleit í ein-
býlishúsi á Þorlákshöfn á föstudag.
■ Þrjátíu grömm af hassi og nokkur
grömm amfetamíns fundust í kjölfar
þess að lögreglan stöðvaði konu
undir áhrifum lyfja á fimmtudag.
■ Sautján grömm af kannabis fundust
við húsleit eftir að kona um fertugt
var stöðvuð undir stýri á fimmtudag.
■ Jeppa stolið á Selfossi og fellihýsi við
sumarbústað við Nesjar á laugardag.
SAMHERJI SELUR
Bæjarfélagið ætlar að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins með kaupunum.
Forsetakosningar í Serbíu:
Enginn fékk
hreinan meirihluta
FLEST ATKVÆÐI
Þjóðernissinninn Tomislav
Nikolic hlaut flest atkvæði.
KAMAL JARRAH
Var skotinn fyrir utan heimili sitt í Bagdad í
gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
UMFERÐARSLYS Lögreglunni á
Sauðárkróki bárust tilkynningar
um tvö umferðarslys með
skömmu millibili í gær. Á fimmta
tímanum fór bíll út af við Mann-
skaðahól, rétt fyrir utan Sauðár-
krók, með þeim afleiðingum að
bifreiðin gjöreyðilagðist. Einn
farþegi var í bílnum ásamt öku-
manni og voru þau bæði flutt á
sjúkrahús en meiðsl þeirra voru
talin minniháttar.
KALKSTEINS-
LISTAVERK
Ástralski rann-
sóknarhópurinn
fann fyrr í vik-
unni þessa plötu
með myndletri.