Fréttablaðið - 14.06.2004, Síða 22

Fréttablaðið - 14.06.2004, Síða 22
22 14. júní 2004 MÁNUDAGUR Franskt drama af bestu gerð Zinedine Zidane skoraði tvö mörk þegar komið var fram yfir venju- legan leiktíma og tryggði Frökkum sigur, 2–1, á Englendingum. EM Í FÓTBOLTA Franska landsliðið sýndi í gærkvöldi hvers þeir eru megnugir þegar þeir sneru töpuðum leik gegn Englendingum í unninn í uppbótartíma. Frank Lampard kom Englendingum yfir með skalla á 38. mínútu og þrátt fyrir að David Beckham léti Fabien Barthez, markvörð Frakka, verja frá sér vítaspyrnu á 73. mínútu, virtist fátt benda til þess að Frakkar næðu að skora og jafna leikinn. Allt þar til ein mínúta var kominn yfir venju- legan leiktíma. Þá braut framherjinn Emile Heskey á Zinedine Zidane rétt utan teigs og Zidane lét sig ekki muna um að skora beint úr aukaspyrnunni, óverjandi fyrir David James, markvörð Englendinga. Tveimur mínútum síðar átti Steven Gerrard, miðjumaður Englend- inga, síðan skelfilega sendingu aftur á David James, Thierry Henry komst inn í sendinguna og var felldur af James. Markus Merk, hinn geðþekki þýski tannlæknir, dæmdi umsvifalaust víti og úr því skoraði Zidane sig- urmark leiksins. Nokkrum sekún- dum síðar var flautað af – við höfum sennilega orðið vitni af bestu endurkomu allra tíma í knattspyrnusögunni. Frakkar voru allan tímann mun meira með boltann en Englendingar börðust hetjulega og gáfu engin færi á sér. Það er varla hægt að segja að Frakkar hafi fengið færi í leiknum en það var mikið reiðarslag fyrir þá þegar Frank Lampard skallaði aukaspyrnu Davids Beckham í netið á 38. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Frakkar sóttu áfram fram að hálfleik en komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Englendinga með Ledley King sem besta mann. Í síðari hálfleik hélt sama mynstur áfram því Frakkar voru meira með boltann en Englendingar beittu hættulegum skyndisóknum. Úr einni þeirra náði Wayne Rooney að krækja í vítaspyrnu. Hann stakk varnar- menn Frakka af og gat Mikael Silvestre ekki gert annað en að brjóta á honum. Eins og áður sagði tókst Beckham ekki að skora úr vítaspyrnunni, Fabien Barthez, markvörður Frakka, stökk eins og köttur í hornið og varði glæsilega. Lokakaflanum er svo lýst hér að framan – franskt drama af bestu gerð. David Beckham, fyrirliði Englendinga, viðurkenndi eftir leikinn að vítaspyrnan sem hann brenndi af hefði verið vendipunkturinn í leiknum. „Ef ég hefði skorað úr vítaspyrnunni hefðum við unnið leikinn. Ég viðurkenni það. Vítaspyrnan var ágæt en þetta var vel varið hjá Barthez. Við áttum ekki skilið að tapa leiknum því við vorum betri aðilinn nánast allan leikinn.“ Zinedine Zidane, hetja Frakka, þakkaði Fabien Barthez fyrir sigurinn. „Fabien gaf okkur vonina með því að verja vítið og hélt okkur inni í leiknum,“ sagði Zidane. ■ ■ ■ LEIKIR  20.00 ÍBV og Stjarnan mætast í Vestmannaeyjum í Landsbanka- deild kvenna í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  08.40 EM í fótbolta á RÚV. Leikur Portúgala og Grikkja frá laugar- deginum endursýndur.  10.40 EM í fótbolta á RÚV. Leikur Spánverja og Rússa frá laugar- deginum endursýndur.  12.40 EM í fótbolta á RÚV. Leikur Frakka og Englendinga frá því í gær endursýndur.  14.40 Helgarsportið á RÚV. Endursýndur þáttur frá sunnu- degi.  15.05 Spurt að leikslokum á RÚV. Endursýndur þáttur frá kvöldinu áður.  15.40 EM í fótbolta á RÚV. Hitað upp fyrir leik Dana og Ítala í myndveri.  16.00 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Dana og Ítala í C-riðli EM í fótbolta.  18.30 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Svía og Búlgara í C-riðli EM í fótbolta.  18.50 NBA-deildin í körfubolta á Sýn. Sýnt frá fjórða leik Detroit Pistons og Los Angeles Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta.  21.00 Beyond the Glory á Sýn. Þáttur um körfuboltamanninn Kevin Garnett, einn albesta leik- mann NBA-deildarinnar.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.15 Spurt að leikslokum á RÚV. Spjall og samantekt úr leikjum dagsins á EM í fótbolta í umsjón Þorsteins Joð. EM Í FÓTBOLTA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Mánudagur JÚNÍ EM Í FÓTBOLTA Þrátt fyrir ungan aldur er Stilian Petrov þegar orðinn fyrirliði búlgarska lands- liðsins. Hann er lykilmaður á miðju vallarins og hefur getið sér gott orð með frammistöðu sinni hjá skoska liðinu Celtic. Petrov er vinsælasti knattspyrnumaður Búlgaríu og má til gamans geta þess að brúðkaup kappans í júní 2001 var sýnt í beinni útsendingu í búlg- arska sjónvarpinu. Hann þarf að vera í toppformi á EM í Portúgal til að Búlgarar eigi möguleika í andstæðinga sína þrjá sem fyrirfram eru taldir vera sterkari. ■ ■ FYLGSTU MEÐ Búlgaranum Stilian Petrov ■ Petrov er að mínu mati einn af bestu miðjumönnum í Evrópu. Plamen Markov, landsliðsþjálfari Búlgaríu EM Í FÓTBOLTA Christian Wilhelms- son var einn af bestu leikmönnum belgíska liðsins Anderlecht á síðasta tímabili en það var ekki fyrr en á þessu ári sem hann eignaðist fast sæti í sænska lands- liðinu. Hann spilaði ekkert með liðinu í undankeppninni en mjög góð frammistaða hans á miðjunni í vináttuleikjum gegn Englandi og Portúgal á þessu ári gerði það að verkum að ekki var hægt að ganga framhjá honum. Wilhelmsson, sem er 25 ára gamall, gat sér fyrst gott orð í norska liðinu Stabæk þar sem hann spilaði með Tryggva Guð- mundssyni. ■ ■ FYLGSTU MEÐ Svíanum Christ- ian Wilhelmsson ■ Hann hefur vaxið mikið undanfarið ár og er einn af lykilmönnum mínum. Hugo Broos, þjálfari Anderlecht B-RIÐILL Sviss–Króatía 0–0 Frakkland–England 2–1 0–1 Frank Lampard (38.), 1–1 Zinedine Zidane (90.), 2–1 Zinedine Zidane, víti (90.) STAÐAN Í RIÐLINUM Frakkland 1 1 0 0 2–1 3 Króatía 1 0 1 0 0–0 1 Sviss 1 0 1 0 0–0 1 England 1 0 0 1 1–2 0 NÆSTU LEIKIR Í RIÐLINUM England–Sviss Fim. 17. júní 16:00 Króatía–Frakkland Mið. 17. júní 18:45 ■ STAÐA MÁLA GIOVANNI TRAPATTONI Búinn að velja byrjunarlið ítalska liðsins sem mætir Dönum í dag. Ítalska landsliðið: Del Piero í byrjar í dag EM Í FÓTBOLTA Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Ítala, ákvað að veðja á Alessandro Del Piero í byrjunarlið sitt gegn Dönum í Guimares í dag og bauð ekki upp á neinar óvæntar uppákomur þegar hann tilkynnti lið sitt. Trapattoni fer ótroðnar slóðir því þjálfarar liðanna hafa hingað til tilkynnt lið sín á leikdegi. „Þetta sýnir að ég veit hvað ég vil en er ekki hroki,“ sagði Trapattoni. Gianluigi Buffon verður í markinu, Christian Panucci, Alessandro Nesta, Fabio Canna- varo og Gianluca Zambrotta í vörninni, Cristiano Zanetti, Simone Perrotta og Mauro Cam- oranesi á miðjunni og Francesco Totti, Alessandro Del Piero og Christian Vieri leiða framlínu liðsins. Trapattoni sagðist sann- færður um að Del Piero gæti spil- að á vinstri kantinum enda væri hann frábær leikmaður. ■ Morten Olsen: Dagsformið skiptir öllu EM Í FÓTBOLTA Morten Olsen, lands- liðsþjálfari Dana, sagði á blaða- mannafundi í gær að hann væri rólegur fyrir leikinn gegn Ítalíu í dag þótt hann gerði sér grein fyrir því að ítalska liðið væri mjög sterkt. „Úrslit þessa leiks koma til með að ráðast á forminu. Dags- formið skiptir öllu því ég hef ekki trú á því að liðin geti komið hvort öðru á óvart leikfræðilega. Við verðum að vera tilbúnir í þennan leik annars verður okkur refsað grimmilega,“ sagði Olsen. Olsen tilkynnti ekki byrjunar- lið sitt í gær og sagðist ætla að bíða með það þar til skömmu fyrir leik. ■ HETJUNNI FAGNAÐ Bixante Lizarazu, Sylvain Wiltord og David Trezeguet fagna hér fyrirliða sínum og hetju Zinedine Zidane en hann skoraði bæði mörk Frakka í uppbótartíma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.