Fréttablaðið - 10.07.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 10.07.2004, Síða 4
SAMKEPPNISMÁL Síminn braut samkeppnislög með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið „Allt saman hjá Símanum,“ að því er fram kemur í bráðabirgðaá- kvörðun Samkeppnisstofnunar frá því í gær, föstudaginn 9. júlí. Frá og með birtingu ákvörðunar- innar er Símanum því óheimilt að kynna þetta áskriftartilboð eða skrá nýja viðskiptavini sam- kvæmt því. Og Vodafone kvartaði yfir til- boðinu til Samkeppnisstofnunar í byrjun júní sl., en í því földust afslættir og sértilboð sem við- skiptamönnum Símans stóðu til boða ef væru með talsíma, far- síma og Internetþjónustu hjá Símanum. „Umræddir afslættir eru augljóslega tryggðarafslætt- ir og ekki verður séð að hlutlæg kostnaðarrök búi þar að baki. Því má ljóst vera að tilgangur til- boðsins er að binda viðskiptavini við Landssímann og útiloka þan- nig keppinauta Landssímans,“ segir í bréfi Og Vodafone til Samkeppnisstofnunar. Sam- keppnisstofnun telur verulegar líkur á að tilboð Símans feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu og gaf því út bráðabirgðaá- kvörðun til að stöðva tilboðið og kynningu þess þar til Samkeppn- isráð hefur tekið málið fyrir. ■ 4 10. júlí 2004 LAUGARDAGUR Tryggðarafslættir í boði: Síminn brýtur samkeppnislög 66 prósent vilja að forsetinn synji Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins eru 73 prósent þeirra sem taka afstöðu andvíg nýja fjölmiðlafrumvarpinu.Tveir af hverjum þrem vilja að forsetinn synji því staðfestingar eins og hinu fyrra. FJÖLMIÐLALÖG Tæplega 73 prósent þeirra sem taka afstöðu eru and- víg nýju fjölmiðlalögunum, en rúmlega 27 prósent eru fylgjandi þeim samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins Hringt var í 800 manns en 78,3 prósent tóku af- stöðu til málsins. Þegar tillit er tekið til óákveðinna eru um 57,1 prósent andvíg lögunum, 21,3 pró- sent fylgjandi og 21,7 prósent voru óákveðnir. Það eru því álíka margir þeirra sem taka afstöðu sem eru andvíg- ir nýju lögunum og ætluðu að hafna þeim í þjóðaratkvæða- greiðslu samkvæmt könnun Fréttablaðsins 6. júní. Þá sögðust 70,7 prósent ætla að hafna lögun- um en 29,3 prósent samþykkja þau. Tæplega 66 prósent telja að Ólafur Ragnar Grímsson eigi líka að synja þessu frumvarpi stað- festingar, en rúm 34 prósent eru á móti því. Þegar þeir sem ekki tóku afstöðu er teknir inn í dæmið telja um 55 prósent að forsetinn eigi að synja nýja frumvarpinu stað- festingar, 28,4 prósent eru á móti því að hann geri það og 16,6 pró- sent eru óákveðnir. Þegar forset- inn beitti málskotsréttinum í júní- byrjun voru 67,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu sammála ákvörðun Ólafs Ragnars, en 32,5 prósent voru ósammála sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun Fréttablaðsins í maí sögðust 71 prósent vera fylgj- andi að Ólafur Ragnar beitti málskotsréttinum en 29 prósent voru á móti því. Í apríl- og maí- mánuði síðastliðnum voru gerð- ar þrjár kannanir um afstöðu fólks til fjölmiðlafrumvarpsins og var andstaðan við lögin á bil- inu 77,3 prósent til 82,8 prósent en fylgismenn þeirra reyndust vera á bilinu 17,2 prósent til 22,7 prósent. bergsteinn@frettabladid.is Aðild að ESB: Matarverð hefur hækkað PÓLLAND, AP Matvælaverð hefur hækk- að verulega í Póllandi eftir að landið varð aðili að Evrópusambandinu 1. maí. Þar með er ótti margra, sem höfðu efasemdir um aðild, að verða að veruleika. Bændur hafa hins vegar ástæðu til að kætast þar sem hækkun matvælaverðs hefur skilað þeim aukn- um tekjum. Þó var mesta andstöðu við aðild að finna í þeirra röðum. Kjúklinga- og nautakjöt hefur hækkað um meira en fimmtung á tveim mánuðum. Svínakjöt hefur hækkað um tæp tíu prósent á sama tíma. ■ ■ ASÍA Er stjórnarandstaðan búin að koma forseta Íslands í klípu í fjölmiðlamálinu? Spurning dagsins í dag: Ætti að leggja hálendisveg milli Reykjavíkur og Akureyrar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 59,37% 40,62% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Harður árekstur: Þrír slasast SELFOSS Þrír voru fluttir slasaðir á Landspítala - háskólasjúkrahús eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa. Slysið varð á Suðurlands- vegi, rétt ofan við Kambana á Hellisheiði, laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Sjö manns voru í bílunum. Tveir í fólksbílnum slösuðust og einn í jeppanum en aðrir voru lemstraðir. Flytja þurfti bílana burt með kranabíl sem og felli- hýsi sem annar þeirra var með í eftirdragi, samkvæmt lögregl- unni á Selfossi. Við fyrstu skoðun lækna bend- ir ekkert til þess að áverkar fólks- ins séu alvarlegir, samkvæmt vakthafandi lækni. ■ Landspítali - háskólasjúkrahús: DRG-kerfi undirbúið HEILBRIGÐISMÁL Undirritaðir hafa verið tilraunasamningar við end- urhæfingarsvið og lyflækninga- svið II á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi um fjármögnun á grundvelli svokallaðs DRG- greiðslukerfis. Í fréttatilkynningu frá Landspítala segir að undirbún- ingur þess að innleiða framleiðslu- mælikvarða í þjónustu sjúkra- hússins hafi hafist haustið 2000. DRG er kerfi sem notað er víða um heim til þess að ákvarða fjár- veitingar til heilbrigðisstofnana þannig að í stað fastra fjárfram- laga fái sjúkrahúsin greitt í sam- ræmi við afköst. ■ FÉLL NIÐUR Í LEST SKIPS Vinnu- slys varð um borð í skipi á Vopnafirði laust fyrir hádegi í gær. Maður féll niður í lest skips- ins og var fluttur með sjúkraflugi til aðhlynningar. HRAÐAKSTUR VIÐ VÍK Átta öku- menn voru kærðir fyrir of hrað- an akstur við Vík á tveim klukku- stundum í gær. Lögreglan segir umferðina hafa verið mikla. Öku- mennirnir voru á um 120 kíló- metra hraða. TVEIR ÁREKSTRAR Á SELFOSSI Tveggja bíla árekstur varð að Suðurlandsvegi við Biskups- tungubraut um sexleytið í gær. Engin slys urðu á fólki en bílarn- ir eru báðir óökufærir. Þá rákust tveir bílar saman við bensínstöðina Olís um fimmleyt- ið. Skemmdir urðu minniháttar og engin slys. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Konunni sem flutti rúm- lega 5.000 e-töflur inn til landsins 10. júní var birt ákæra ríkissak- sóknara í gær. Konan er frá Sierra Leone en er með flóttamannavega- bréf frá Hollandi. Hún er 26 ára og barnshafandi. Hún er ákværð fyrir að hafa flutt 5.043 e-töflur, tæpt kíló að þyngd, til landsins frá Frakklandi og ætlað það að verulegu leyti til söludrefingar hér á landi. Þau fund- ust í bakpoka konunnar við komu hennar til Keflavíkurflugvallar. Konan hefur verið í gæsluvarð- haldi síðan hún náðist þar sem ótt- ast var að hún flýði landið. Samkvæmt fréttum Bylgjunnar neitar konan sök. Hún hafi ekki vit- að af efnunum í farangri sínum en hafi gefið mögulegar skýringar á tilkomu þeirra í yfirheyrslum. Þær hafi ekki verið teknar trúanlegar. Konan situr í gæsluvarðhaldi í kvennafangelsinu í Kópavogi til 28. júlí, en aðalmeðferð þess hefst 20. júlí. ■ Flutti inn rúmlega 5.000 e-töflur: Barnshafandi konu birt ákæra FÍKNIEFNI Í BAKPOKA Barnshafandi kona frá Sierra Leone flutti inn 5.043 e-töflur. Hún kveðst ekki hafa vitað af tilurð þeirra. Urður, Verðandi, Skuld: Fær styrk til þróunar VÍSINDI Líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld hefur fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði til rannsókna á nýjum aðferðum við greiningu á krabbameini. Verk- efnið er unnið í samstarfi fyrir- tækisins, Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, Nimblegen Systems og Ohio State háskólans í Banda- ríkjunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Til stendur að þróa DNA- flögur sem geti fylgst með þróun krabbameins í sjúklingum og veitt upplýsingar sem gagnast við að velja og stýra meðferð. ■ KEYPT Í MATINN „Áður keypti ég alltaf kjúkling og við fengum okkur nautakjöt einu sinni í viku. Nú er ég hætt að kaupa nautakjöt,“ sagði eftirlauna- þeginn Elzbieta Sulimierska. KJÖRDAGUR ÁKVEÐINN Forseta- kosningar í Afganistan fara fram 9. október. Heldur lengri bið er eftir því að kosið verði á þing landsins. Ekki er gert ráð fyrir að þær kosningar fari fram fyrr en á vori komanda. Upphaflega átti að kjósa samtímis um forseta og þingmenn. BÆTUR FYRIR ÞRÆLAVINNU Jap- anskur dómstóll hefur dæmt þar- lent fyrirtæki til að greiða fimm Suður-Kóreumönnum andvirði tæpra 20 milljóna króna í skaða- bætur. Bæturnar fá Suður-Kóreu- mennirnir fyrir að hafa verið neyddir í þrælavinnu í Japan á tímum síðari heimsstyrjaldar. ■ AFSTAÐAN TIL NÝJA FRUMVARPSINS Tæplega þrír af hverjum fjórum eru andvígir nýju fjölmiðlafrumvarpi af þeim sem tóku afstöðu SYNJA EÐA STAÐFESTA? Tæplega 66 prósent eru þeirrar skoðunar að forsetinn ætti að synja nýjum fjölmiðlalögum staðfestingar. Fylgjandi 72,8%% Andvíg 27,2% Ætti að synja 65,9% Ætti að staðfesta 34,1% Svipuð afstaða: Umhugsun- arefni ríkis- stjórnarinnar SKOÐANAKÖNNUN Ólafur Þ. Harða- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir niður- stöðurnar hljóta að vera drjúgt umhugsunarefni fyrir ríkisstjórn- ina. „Forystumenn ríkisstjórnar- innar hljóta að velta vandlega fyr- ir sér þeirri leið sem þeir hafa valið,“ segir Ólafur. Ólafur segir afstöðuna til fjöl- miðlafrumvarpsins svipaða og áður og þær breytingar sem hafi verið gerðar hafi ekki í grundvall- aratriðum breytt neinu um af- stöðu manna. „Síðan er það mjög athyglis- vert, miðað við hversu alvarleg aðgerð það er, að tveir þriðju telja að forsetinn eigi að synja þessum lögum staðfestingar,“ segir Ólaf- ur og bætir við: „Það hefur verið ýmislegt í þróun umræðunnar sem hefur frekar aukið líkurnar á því að forsetinn muni neita aftur. Þessar niðurstöður ættu enn að auka líkurnar á því.“ ■ FRÁ AUSTURVELLI Álíka margir telja að forsetinn eigi að synja nýju fjölmiðlalögunum og töldu að hann ætti að synja þeim fyrri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.