Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 13
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Á næsta ári er hálf öld liðin síðan þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu á Alþingi að koma á fót Húsnæðis- málastjórn í andstöðu við þing- menn Alþýðuflokks og Sósíalista. Þetta má kalla upphaf opinberrar húsnæðisstefnu hér á landi. Í framhaldi komu Húsnæðisstofn- un og Byggingasjóður ríkisins. Á þessum tíma voru sveitamenn að rífa torfbæina og „ flóttinn „ úr sveitunum var löngu hafinn, enda ný tækni komin til fiskveiða og fólkið flykktist á mölina einsog sagt var. Í sveitinni byggðu menn yfir sig sjálfir og eins í þorpunum. Byggingasjóðurinn var sniðinn eftir lánasjóði bænda og átti að lána fjölskyldum til að koma yfir sig þaki og þeir sem gátu héldu áfram að byggja sjálfir, líka í hér í Reykjavík, sem var aðeins eitt þorpið. Allt tók mið af því að hver fjölskylda kæmi sér sjálf upp framtíðarhúsnæði einsog í sveit- inni. Þessi fjölskyldustefna ríkir enn, þrátt fyrir allt hringlið með lánakerfið og er tíðkuð á fleiri sviðum. Ekkert tillit er tekið til þjóðfélagsbreytinga. Nú eru rúm 35% landsmanna venjulegt fjöl- skyldufólk og um 27% þeirra búa einir. Fólk flytur milli landa og staða á nokkurra ára fresti vegna vinnu og rúmur þriðjungur þjóð- arinnar býr í Reykjavík einni og hefur enn ekki fullan atkvæðis- rétt í þingkosningum! Annað eins býr í öðru þéttbýli. Reykvískir verkamenn knúðu fram með verkfalli stofnun Bygg- ingasjóðs verkamanna til að bygg- ja yfir alþýðufólk sem þá bjó í bröggum og skúrum útum alla borg. Ekkert hefur breytt Reykja- vík meira til betri vegar en þetta framtak. Sveitamenn hafa alltaf stjórnað sjálfu húsnæðislánakerf- inu og fóru fljótt að ná sér í pen- inga úr Byggingasjóði verka- manna til að byggja útum land íbúðir sem engin þörf var fyrir, einungis til að skapa atvinnu í plássunum. Víða stóðu þessar íbúðir auðar enda þær dýrustu í þorpunum, meðan hér vantaði íbúðir. Þá lögðu sveitakarlarnir sjóðinn niður án þess að nokkuð kæmi í staðinn nema meiri lán. Hér í Borginni virkaði þetta alla tíð, en hefði átt fyrir löngu að vera búið að breyta því. Eftir þetta hefur verið hér alvarlegur húsnæðisvandi sem ráðamenn horfa framhjá. Kenningin um „ jafnvægi í byggð landsins“ er trú- lega eitt stærsta rugl Íslandssög- unnar á síðari öldum a.m.k. Ég spyr því enn; hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Leigjendasamtakanna. 13LAUGARDAGUR 10. júlí 2004 Orðljótur þingmaður Athygli vekur hversu orðljótur Steingrímur J. Sigfússon er orðinn. Nýjasta útspil hans er að kalla Halldór Blöndal, forseta Alþing- is, „djöfulsins aumingja“. Það er leiðinlegt að kjörinn fulltrúi á Alþingi geti ekki sýnt þinginu meiri virðingu en að ganga um með fúkyrðaflaumi innan veggja þessarar merkustu stofnunar landsins. Nú getur verið að Steingrímur sé að reyna að „markaðsetja sig“ sem einhvers konar hörkutól. Reyna að skapa ímynd skör- ungsins sem ræðst af hörku á andstæð- inga sína. En hvernig væri þetta nú ef allir hegðuðu sér svona á þingi, ef allir væru að kalla hverjir aðra druslur og djöfulsins aumingja? Ég held að enginn vilji slíkt andrúmsloft á Alþingi. Hafsteinn Þór Hauksson á frelsi.is Neðanbeltishögg Nú ætlar þessi blessaða ríkisstjórn að af- nema fjölmiðlalögin og setja þau síðan aftur! Það hafði engum dottið í hug þetta síðasta útspil ríkisstjórnarflokkanna svo furðulegt var það. Og til að toppa vitleys- una leyfir forysta ríkisstjórnarinnar sér að tala um að hún hafi nú rétt fram sátta- hönd! Allt er reynt til að þjóðin fái ekki að segja álit sitt á þessu verki ríkisstjórnarinn- ar eins og fyrirhugað var. Nú hefur ríkis- stjórnin kastað handklæðinu í hringinn en í stað þess að viðurkenna sín mistök eins og venjulegt fólk þá slær hún enn eitt neðanbeltishöggið og ætlar að setja sömu lögin aftur. Ágúst Ólafur Ágústsson á politik.is Að drepast úr leiðindum Það er eins og það eigi að drepa mann úr leiðindum með þessum fjölmiðlafrum- varpsfarsa. Ég hef verið andvígur þessu frumvarpi frá upphafi og taldi málið eiga skilið mikla umfjöllun, en fyrr má nú rota en dauðrota! Maður skrúfar ekki frá út- varpi, horfir á spjallþátt eða opnar dag- blað án þess að fá dembuna af alls kyns „sérfræðiáliti“ á því hvað sé rétt og satt í þessu máli yfir sig. Guðfinnur Sigurvinnsson á deiglan.com Herinn á förum Telja má nokkuð ljóst að nú sé herinn á förum. Ríkisstjórnin gerir hvað hún getur til að halda í hann, enda telur hún öryggi landsins ógnað fari herinn burt. Þá er það svo, eins og allir vita, að fjöldi Íslendinga hefur viðurværi sitt af störfum fyrir herinn. Nokkuð ljóst er að fari hann fyrirvaralaust mun þetta fólk lenda í kröggum.Banda- ríkjamenn telja nú, að því er best verður séð, enga þörf á að hér sé her. Því er ég hjartanlega sammála. Engin ógn steðjar að Íslandi sem her getur varið landið gegn. Ekki fara Rússarnir að ráðast á okkur og hvað þá Bretar, Írar, Norðmenn, Danir eða aðrir. Ef eitthvað er þá er helst ástæða til að óttast árás hryðjuverkamanna. Ég tel reyndar, öfugt við Ástþór Magnússon o.fl., að hættan á slíkri árás, a.m.k. á íslensku landsvæði, sé lítil. En hvað um það: Her verndar okkur ekki gegn hryðjuverkum eins og fjallað var um hér á vefritinu hinn 29. maí sl. heldur eftirlit og viðbúnaður lögreglu og landamæravarða. Þórður Sveinsson á mir.is JÓN FRÁ PÁLMHOLTI UMRÆÐAN HÚSALEIGUMÁL Reykvískir verka- menn knúðu fram með verkfalli stofnun Byggingasjóðs verkamanna til að byggja yfir alþýðufólk sem þá bjó í bröggum og skúrum út um alla borg. Ekkert hefur breytt Reykja- vík meira til betri vegar en þetta framtak. ,, Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Opið alla helgina Falleg garðhúsgögn úr gegnheilu tekki mega standa úti allan ársins hring 25% afsláttur Washington bekkur Verð áður: 45.000 Tilboðsverð nú: 33.750 25% afsláttur Borð á hjólum Verð áður: 19.600 Tilboðsverð nú: 14.700 30% afsláttur Bekkur Verð áður: 42.000 Tilboðsverð nú: 29.400 25% afsláttur Washington stóll Verð áður: 19.600 Tilboðsverð nú: 14.700 25% afsláttur Stækkanlegt borð (120+60x120) og sex staflanlegir stólar Verð áður: 79.940 Tilboðsverð nú: 59.955 25% afsláttur Átthyrnt borð og fjórir klappstólar Verð áður: 45.860 Tilboðsverð nú: 34.395 h ö n n u n : w w w .p ix il l. is 25-30 % afs lát tur AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.