Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 41
29LAUGARDAGUR 10. júlí 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR AF FÓLKI ■ KVIKMYNDIR Er Blair næstur? Michael Moore sagði í viðtali við bresku útvarpsstöðina BBC 4 að hann gæti alveg hugsað sér að næsta kvikmynd hans myndi fjal- la um Tony Blair, forsætisráð- herra Breta. Einungis fyrir mán- uði síðan birtist tilkynning á vef- síðu Moores þar sem hann dró til baka allar sögusagnir þess efnis að hann hefði slíka mynd í hyggju. „Ég myndi aldrei loka fyrir þann möguleika vegna þess að mér finnst persónuleiki Blairs meira heillandi en persónuleiki Bush,“ sagði hann. „Blair er ekki bjáni, Blair er gáfaður, hvaða af- sökun hefur hann? Hann veit betur.“ Þegar Moore var spurður að því hvort nýjasta mynd hans, Fahrenheit 9/11, um stefnu Bush í Írak næði ekki bara eyrum þeirra sem eru sammála honum og syng- ja í takt, svaraði Moore því til að hann vonaði að svo væri. „Banda- ríski kórinn hefur verið sofandi og ég vona að myndin vekji hann og gefi honum lag til að syngja. Mið- að við að myndin er að slá öll að- sóknarmet, myndi ég segja að við séum að ná markmiðum okkar.“ Hann bætti svo við að hann vonað- ist til að vegna myndarinnar myndi Bush tapa forsetakosning- unum í haust. „Það eina sem ég veit núna er að vegna hennar er mikið af poppi keypt, við sjáum svo til hvað gerist í nóvember.“ Á þriðjudag sagði hann á blaða- mannafundi að hann vonaðist til að einnig yrði stjórnarbreyting í Ástralíu og Japan vegna myndar- innar. ■ ANGELINA JOLIE Hollywoodstjarnan er stödd í Bankok og notaði tækifærið til að fá sér myndarlegt tígris- tattú hjá hinum heimsfræga húðflúrsmeistara Sompong Kanphai. Sagan segir að þetta sé í annað sinn sem Jolie fer til Bankok til að fá sér tattú. Britney Spears hefur ákveðið aðgera engan samning við unnusta sinn áður en hún giftist honum. Fræga fólkið er þekkt fyrir að gera samninga um eignaskipti komi til skilnaðar áður en gengið er upp að alt- arinu. Britney segist vera svo yfir sig ástfang- in að hún sjái enga ástæðu til að gera slíkt, enda sé hún ekki að giftast vegna peninga. Unnusti hennar, dansarinn Kevin Federline, getur því verið viss um að eiga nóg af peningum það sem eftir er, hvort sem sam- band hans og Britney endist eður ei. Marlon Brandogerði breytingar á erfðaskrá sinni, nokkrum dögum áður en hann dó. Hann lét fjármál sín í hendurnar á öðrum manni sem átti upp- haflega að sjá um að skipta eignum hans. Margir þykjast eiga tilkall í eignir leikarans og á dögunum mætti til dæmis ung kona heim til hans og sagðist vera dóttir hans. Henni var vísað á dyr. Leikarinn Johnny Depp þykir mjögsérvitur maður. Hann er nú í Englandi við tökur á næstu mynd Tim Burton, Charlie and the Chocola- te Factory. Eins og allir leikarar býr hann í hjólhýsi á tökustað og fór kappinn fram á að sérfræð- ingar myndu inn- rétta hýsið eins og arabatjald. MICHAEL MOORE Segist vel geta hugsað sér að gera mynd um Tony Blair. Blair sé ekki bjáni og því eigi hann að vita betur. AÐ MÍNU SKAPI ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR, LEIKKONA OG LEIKHÖFUNDUR Hjólhýsahyski, gospeltónlist og djúpsteiktur matur TÓNLISTIN: Flaming Lips diskurinn, Yoshimi Battles the Pink Robots, hefur átt hug minn allan síðan ég heyrði hann fyrst nú í vor. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar hann um aðalsöguhetjuna Yoshimi sem stendur í ströngu við bleik vélmenni sem éta fólk. Engar gamlar klisjur þar á ferð. Auk þess er eitthvað við Flaming Lips sem gerir mann bara glaðan. Trabant líka. Maður fær svona gleðitásur. BÓKIN: Ég hef verið að lesa talsvert eftir Söruh Kane upp á síðkastið, til að mynda leikritin Blasted og 4.48 Psychos- is sem ég hef verið að dunda mér við að þýða. Svo hefur það verið á stefnuskrá allt of lengi að lesa Da Vinci lykilinn og er ég næst á lista hjá vini mínum yfir fólk sem vill fá hana að láni. Sem er náttúr- lega bara léleg afsökun fyrir að vera ekki búin að kaupa hana sjálf. BÍÓMYNDIN: Ég horfði á City of God á DVD um daginn og hef varla náð mér síðan. Þetta var í fyrsta skiptið á ævinni þar sem mér fannst ég frekar vera að horfa á heimildarmynd í stað leikinnar myndar, hún var svo raunveruleg og vel gerð í alla staði. Það spillti ekki fyrir að hún var tekin upp í fátækrahverfum Rio de Janeiro þar sem hún á að gerast og það gerði hana enn áhrifameiri. Átakan- leg og frábær mynd. BORGIN: Ég er á leiðinni til Athens í Georgíu, en það er gamli háskólabærinn minn. Staðurinn er í hjarta Suðurríkj- anna með öllu sem tilheyrir, hjólhýsa- hyski, gospeltónlist og djúpsteiktum mat. Þetta er fyrsta heimsóknin mín eft- ir útskrift og mikil eftirvænting í mér að hitta gamla vini. Annars hefur mig alltaf langað til Prag. Það er næst á listanum. BÚÐIN: Ég á mér enga uppáhaldsversl- un hérlendis, en í Atlanta er búð sem selur allt milli himins og jarðar og heitir Junkman’s Daughter. Næsta útibú var nefnt Junkman’s Daughter’s Brother og var í göngufjarlægð frá heimavistinni minni. Þar ægir öllu saman af ægilegu drasli í þvílíku magni að ég fékk nett víð- áttubrjálæði þegar ég steig fyrst inn í búðina. Í Junkman’s er m.a. hægt að fá grímubúninga, sjálflýsandi klukkur, spá- dómskúlur og pottaplöntur sem éta skordýr, svo eitthvað sé nefnt. VERKEFNIÐ: Ég skrifaði verk fyrir skemmstu fyrir leikhópinn Tengdasyni Jódísar, en hann samanstendur af dug- legum og hæfileikaríkum framtíðarleik- urum Listaháskólans. Verkið heitir Áttu smit? og segir af manni sem langar að smitast af eyðni og tilraunir hans til að fá ósk sína uppfyllta. Þetta hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt ferli fyrir okkur sem að sýningunni stöndum. Áttu smit? verður sýnt á þriðjudagskvöld og ef fólk vill fræðast meira um sýninguna eða hópinn bendum við á netfangið tengdasynir@hotmail.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.