Fréttablaðið - 15.07.2004, Side 35

Fréttablaðið - 15.07.2004, Side 35
23FIMMTUDAGUR 15. júlí 2004 Er ekki verið að taka af okkur gjald vegna villikatta sem við berum enga ábyrgð á? Eru sveitar- félögin á Suðurnesjum að ná sér í tekjur af saklausu fólki sem þykir vænt um gæludýrið sitt? Kattavinir taki höndum saman Kæru kattaeigendur um land allt. Við sem skrifum undir þessa grein erum kattaeigendur á Suðurnesjum og viljum að við kattaeigendur um land allt spyrni við fótum því nú á að fara rukka okkur um leyfisgjald fyrir kettina okkar. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa samþykkt tak- markanir á kattahaldi á Suðurnesj- um og það verður örugglega stutt þar til fleiri landshlutar koma á eftir, sérstaklega þar sem umhverf- isráðuneytið stendur að þessari samþykkt. Ísafjarðarbær er þegar búinn að samþykkja svipaðar tak- markanir. Miðað við gjaldskrá sem var gefin út hér af sveitarfélögun- um verðum við öll sem eitt að taka okkur saman og mótmæla harðlega. Samþykktin hljóðar upp á leyfis- gjald, skyldutryggingu (gæludýra- tryggingu), greiðslu á öllum hugs- anlegum skemmdum sem kötturinn gæti orðið valdur að o.fl. o.fl. Jafn- framt eru ákvæði um merkingu og spóluormahreinsun, sem er að sjálf- sögðu hið besta mál, bæði fyrir kettina okkar og okkur sjálf. Heil- brigðiseftirlit Suðurnesja er fram- kvæmdaaðili að þessari samþykkt og eru sveitarfélögin á Suðurnesj- um búin að samþykkja gjaldskrá yfir skráningargjald á köttum hér. Skráningargjaldið skal vera við skráningu kattarins í eingreiðslu 15.000 krónur, en fyrir þá sem nú þegar eiga ketti geta sloppið með 10.000 kr. ef þeir skrá köttinn sinn fyrir 10. ágúst nk. En jafnframt er þeim möguleika haldið opnum að það geti síðar orðið um frekari gjaldtöku að ræða. Í ljósi þess að tryggja verður köttinn, að eigandi sé alfarið ábyrgur fyrir öllu tjóni sem kötturinn getur valdið þá er þessi upphæð óskiljanlega há. Fyrir hverju er þessi gjaldtaka? Er ekki verið að taka af okkur gjald vegna villikatta sem við berum enga ábyrgð á? Eru sveitarfélögin á Suð- urnesjum að ná sér í tekjur af sak- lausu fólki sem þykir vænt um gæludýrið sitt? Alla vega er það al- veg kristaltært að heimilisköttur sem vel er hugsað um er ekki á úti- gangi, né heldur að valda skemmd- um hér og þar. Þannig að okkur sýn- ist þetta vera gjaldtaka á röngum forsendum. Látum vera þó eitt- hvert skráningargjald yrði tekið, en 15.000 kr. það er alveg út í hött. Það eru nokkrir aðilar á Suðurnesjum og meira að segja fólk úr Reykjavík sem hefur verið hugsa mjög alvar- lega um að stofna félag kattaeig- enda til að gæta hagsmuna okkar og kattana okkar. Við viljum benda ykkur á umræðuefni um þetta mál og skorum á ykkur að taka þátt á netinu, til að komast þangað er heimasíðan: hugi.is/kettir/. Ef þið eftir þennan lestur hefðuð áhuga á að vera með í stofnun félagsins þá megið þið hafa samband við neðan- skráða: Anna Sigga, Grindavík, sími 690 5087, Ísleifur Björnsson, Njarð- vík, sími 861 3906, eftir kl. 18, Ingi- gerður Guðmundsdóttir, Njarðvík, sími 861 3904, Steinunn Hlynsdótt- ir, Reykjavík, sími 567 6734, net- fang: steinunn@lanasysla.is og nonni@fjoltengi.is, og Össur Valdimarsson, Keflavík, sími 895 7155, netfang: ossur40@visir.is. ■ UMRÆÐAN LEYFISGJALD FYRIR KETTI ,, AF NETINU Ekki rétt niðurstaða Múrinn hefur ákveðið að veita stíl- og rökfræðiverðlaun júlímánaðar. Þau hlýt- ur Hákon Skúlason sem tilheyrir forystu Félags ungra framsóknarmanna. Téður Hákon birtir nýlega grein á Hriflu sem ber nafnið „Þjóðaratkvæðagreiðsla hefði ekki sýnt rétta niðurstöðu“. Svo við byrj- um á að ræða þennan titil þá er hann auðvitað hrein snilld og vekur óteljandi spurningar. Hvernig getur niðurstaða atkvæðagreiðslu orðið röng? Höfum við misskilið lýðræðið allan tímann? Katrín Jakobsdóttir á murinn.is Skattarnir Tæpur helmingur allra launa sem við vinnum okkur inn fer í skatta. Þar af fer tæpur helmingur fúlgunnar í útsvar til sveitarfélagsins en restin til ríkisins. Þeir sem ekki skilja reiði mína né annarra frjálshyggjumanna yfir þessum skyldu- greiðslum til ríkis og sveitarfélaga líta gjarnan til þeirrar þjónustu sem þar er veitt. Ekki myndum við vilja vera án hennar, við erum jú samfélag. En reiðin er ekki runnin undan því að þessi þjón- usta skuli veitt heldur með hvaða hætti. Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir á frelsi.is Mórall í löggunni Enn á ný verður að gera athugasemdir við þann móral sem virðist ríkja innan lögreglunnar. Sú tilfinning vaknar sterk- lega að sumir innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar upplifi íslenskan veru- leika á allt annan hátt en hinn almenni borgari. Hvernig dettur mönnum í hug að koma með svona hugmyndir [um tölvukubb til eftirlits í alla bíla landsins] eftir alla þá þróun sem hefur orðið á síðustu árum í mannréttindamálum hér á landi? Andri Óttarsson lögfræðingur á deiglan.com Veikt löggjafarvald Gleymum því ekki að á Íslandi er löggjaf- arvaldið svo veikt að það er varla meira en formsatriði. Þingmenn beygja sig undir vilja framkvæmdavaldsins sem sést best á því að á yfirstandandi þingi voru samþykkt vel á annað hundrað rík- isstjórnarfrumvörp á móti einu þing- mannafrumvarpi. Framkvæmdaræðið á Íslandi hefur náð nýjum hæðum og er kominn tími til þess að taka aftur upp þingræði. Það verður ekki gert með því að framkvæmdavaldið taki völdin með brellum af öðrum handhafa löggjafar- valdsins: Forseta Íslands. Grímur Atlason á vg.is/postur Annarleg forgangsröðun Við verðum að standa vörð um lýðræðið í landinu og því er umræðan um fjöl- miðlafrumvarpið nauðsynleg. Við meg- um þó ekki gleyma okkur í hita leiksins og líta fram hjá þeim vandamálum sem menntamál á Íslandi standa frammi fyrir, sama á hvaða stigi skólastigsins um er að ræða. Það verður að sporna við hinni annarlegu forgangsröðun sem á sér stað í menntamálaráðuneytinu þar sem sparnaður virðist vera efst á lista og menntunin sjálf mun neðar. Hrafn Stefánsson á politik.is ANNA SIGGA, ÍSLEIFUR, INGIGERÐ- UR, STEINUNN OG ÖSSUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.