Fréttablaðið - 31.07.2004, Síða 4
4 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR
Góð afkoma hjá Burðarási:
Græddi meira en bankarnir
VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið
Burðarás, móðurfélag Eimskipa-
félagsins, hagnaðist um tæpa sjö
milljarða á fyrri helmingi ársins
sem er meiri hagnaður en nokkurt
fyrirtæki hefur skilað á fyrri
helmingi ársins.
Hagnaður annars ársfjórðungs
var rúmir tveir milljarðar króna.
Eimskipafélagið hefur sett sér
metnaðarfull markmið um betri af-
komu. Baldur Guðnason forstjóri
Eimskipafélagsins boðar vöxt og
betri nýtingu fjárfestinga félags-
ins. „Markmiðið er að auka arð-
semi félagsins um yfir milljarð
króna á næstu tveimur árum og að
félagið vaxi um 40 til 50 prósent.“
Burðarás kynnti samhliða upp-
gjörinu stefnumótun sína. Mark-
mið félagsins er að fjárfesta að
stærstum hluta, eða um 65 pró-
sent í óskráðum félögum, innlend-
um og erlendum. Þá stefnir
Burðarás að því að um fimm pró-
sent heildareigna verði í nýsköp-
unarfyrirtækjum. Friðrik Jó-
hannsson segir að þær fjárfest-
ingar verði að mestu hérlendis.
„Ekki vegna þess að við séum svo
þjóðernissinnuð, heldur eru þetta
fjárfestingar sem krefjast þess að
maður sé vakinn og sofinn yfir
þessum fjárfestingum.“
Uppgjörið og stefna Burðaráss
fór vel í markaðinn og hækkuðu
bréf félagsins um tíu prósent í
gær. ■
FLUTNINGAR „Strandsiglingum við
Ísland verður að mestu hætt þeg-
ar þetta verður að veruleika,“ seg-
ir Jónas Garðarsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
Eimskip hefur ákveðið hætta
strandsiglingum frá og með 1.
desember að því er fram kemur í
fréttatilkynningu vegna sex mán-
aða uppgjörs félagsins.
Flutningaskip Eimskipa, Mána-
foss, hefur siglt með vörur hring-
inn í kringum landið með viðkomu
á tíu stöðum auk Reykjavíkur í
hverri viku. Áhöfn Mánafoss telur
alls sextán manns og mun óhjá-
kvæmilega koma til uppsagna að
sögn Baldurs Guðnasonar, for-
stjóra Eimskipa. Þó verði reynt að
leysa málið á annan hátt með til-
færslum innan fyrirtækisins.
„Það er aukin eftirspurn eftir
landflutningum þar sem menn
vilja daglegar ferðir og hraðari
tíðni,“ segir Baldur. „Eftirspurn
eftir strandflutningum hefur hins
vegar minnkað, auk þess sem
starfsemi kísilverksmiðjunnar á
Mývatni verður hætt en það hefur
verulegan samdrátt í för með sér
fyrir strandflutningana.“
Mánafoss er leiguskip og hefur
eigendum þess verið tilkynnt að
því verði skilað að sögn Baldurs.
„Þetta þýðir auðvitað að
áhöfnin missir vinnuna og þús-
undir tonna af varningi, sem áður
var fluttur með skipinu, flyst inn
á vegina,“ segir Jónas en Mána-
foss flytur árlega um 140.000 tonn
af varningi.
„Einn fullhlaðinn flutningabíll
slítur vegunum á við 40.000 fólks-
bíla,“ segir Stefán Ásgrímsson,
ritstjóri blaðs Félags íslenskra
bifreiðaeigenda, og bendir á að
meiri umferð á vegunum hafi að
sjálfsögðu í för með sér aukið
vegslit.
Stefán nefnir einnig að saman-
burður félagsins á þungatakmörk-
unum á Íslandi og í öðrum Evr-
ópulöndum hafi leitt í ljós að hér
séu leyfðir mun stærri og þyngri
vöruflutningabílar en í löndunum
í kringum okkur.
helgat@frettabladid.is
Grunaður um ölvun:
Þjóðverji í
farbanni
RANNSÓKN Þýskur maður sem slas-
aðist í umferðarslysi á Krísuvík-
urvegi á Laugardag fyrir viku síð-
an lést í fyrradag af sárum sínum.
Ökumaður bílsins, sem grunaður
er um ölvunarakstur, hefur verið
úrskurðaður í farbann til 27. ágúst
en hann er einnig Þjóðverji.
Fimm Þjóðverjar voru í bíln-
um þegar hann hafnaði utan
vegar og valt en þeir hafa dval-
ist hér á landi við störf tíma-
bundið. Maðurinn sem lést
kastaðist út úr bifreiðinni þegar
hún valt. Að sögn lögreglunnar í
Hafnarfirði er rannsókn máls-
ins langt kominn. ■
HERMENN
Bandarísk hernámsyfirvöld eru ásökuð um
að halda ekki nógu vel um fjármuni í Írak.
Hernámsliðið í Írak:
Illa haldið
um fjármuni
WASHINGTON, AP Bandarísk yfir-
völd í Bagdad eyddu hundruðum
milljóna íraskra dollara án þess
að halda nógu vel utan um hvert
peningarnir fóru, að sögn endur-
skoðenda ríkisstjórnarinnar.
Embættismenn hernámsliðsins
í Írak höfðu engin gögn til að rétt-
læta 25 milljóna dollara, um 18
milljarða íslenskra króna, kostnað
við að skipta út fyrrum gjaldmiðli
Íraka. Þá segir í skýrslunni að
yfirvöld hafi greitt nærri 200.000
dollara, fimmtán milljónir ís-
lenskra króna fyrir fimmtán lög-
reglubíla sem enginn veit hvort
voru nokkurn tímann afhentir. ■
Er rétt að hafa búðir opnar á
frídegi verslunarmanna?
Spurning dagsins í dag:
Á að birta álagningarskrár opinberlega?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
66,38%
33,62%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
MEÐ INNFLYTJENDUM
Forsætisráðherrann tók á móti innflytjend-
um frá Frakklandi.
Ariel Sharon:
Mega halda
kjarnorku-
vopnunum
ÍSRAEL, AP Bandaríkjamenn hafa
fullvissað Ísraela um að ekki
verði hróflað við kjarnorkuvopn-
um þeirra þó reynt verði að koma
í veg fyrir að önnur ríki í Miðaust-
urlöndum komi sér upp slíkum
vopnum. Þetta lásu menn úr orð-
um Ariels Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, á fundi Likudbanda-
lagsins.
Sharon sagði Bandaríkjamenn
skilja að mikil ógn steðjaði að
Ísrael sem yrði að geta varið sig.
„Við höfum fengið skýr skilaboð
Bandaríkjamanna um að ekki eigi
að snerta við Ísrael þegar kemur
að fælingarmætti þess,“ sagði
Sharon. Ísraelar hafa aldrei viður-
kennt að ráða yfir kjarnorkuvopn-
um en fáir eru í vafa um að sú sé
raunin. ■
VIÐ FLATEY
Viktoría ætlar sér að synda yfir Breiðafjörð
á tveimur vikum.
Syndir yfir Breiðafjörð:
Þriðjungi
leiðar lokið
BARNAHJÁLP Viktoría Áskelsdóttir
hefur lokið þriðjungi sundferðar
sinnar yfir Breiðafjörðinn en hún
verður fyrst manna til að synda
yfir fjörðinn.
Viktoría kom í Flatey á mið-
vikudag og hafði þá synt tæpa 22
kílómetra yfir fjörðinn en leiðin er
alls 62 kílómetrar. Sökum slæmra
skilyrða við Flatey ákvað hún að
snúa sundleiðinni og syndir af-
ganginn af leiðinni frá Stykkis-
hólmi í Flatey en hún lagði af stað
frá Brjánslæk 24. júlí og ætlar sér
að ljúka sundinu þann 8. ágúst.
Viktoría er 47 ára og syndir yfir
Breiðafjörðinn til styrktar Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna. ■
LANDFLUTNINGAR
Stór vöruflutningabíll slítur vegunum jafn mikið og 40.000 fólksbílar sem keyra sömu leið, segir ritstjóri blaðs Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Strandsiglingum
Eimskips hætt
Eimskip hefur ákveðið að hætta strandsiglingum. Varningurinn verður
fluttur með landflutningum í staðinn. Stór vöruflutningabíll slítur veg-
unum jafn mikið og 40.000 fólksbílar, segir ritstjóri blaðs FÍB.
STEFÁN
ÁSMUNDSSON
Ritstjóri blaðs Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda.
SVÍÞJÓÐ Síðasti fanginn af fjórum
sem flúði úr fangelsi í Svíþjóð var
handtekinn í gær.
Tony Olsson sem dæmdur er
fyrir rán og morð á tveimur lög-
regluþjónum hafði falið sig í hlöðu
á bóndabæ suður af Stokkhólmi.
Hlaðan var skammt frá þeim stað
sem flóttabíll þeirra félaga fannst
og hinir þrír voru gripnir.
Flóttinn hefur vakið upp óþægi-
legar minningar í Svíþjóð. Olsson
var einn úr hópi fanga sem innan
múranna skipulögðu bankarán sem
endaði með morði á tveimur lög-
regluþjónum í Kisa fyrir fimm
árum.
Talið var að fangarnir hefðu
nýtt æfingar á leikriti eftir Lars
Norén sem fangarnir léku í þjóð-
leikhúsinu í Stokkhólmi. Uppsetn-
ingin var umdeild, bæði vegna þess
að fangarnir boðuðu nasisma og
einnig vegna þess að margir töldu
að þjóðleikhús Svía væri að gera
hetjur úr glæpamönnum.
Flóttinn hefur vakið upp um-
ræður um öryggisgæslu í sænsk-
um fangelsum. Þótt fangarnir séu
allir fundnir leitar lögreglan enn
vitorðsmanna sem aðstoðuðu við
flóttann. ■
AP
M
YN
D
Gasleiðsla sprakk:
Tíu létust
BRUSSEL, AP Að minnsta kosti tíu lét-
ust og tvö hundruð særðust þegar
stór gasleiðsla sprakk í iðnaðar-
hverfinu Ghislenghien skammt
suður af Brussel í gærmorgun.
Atvikið átti sér stað með þeim
hætti að verkamenn stungu gat í
leiðsluna sem lá neðanjarðar. Gatið
var um einn metri í þvermál og olli
mjög öflugri sprengingu.
Þeir sem slösuðust voru fluttir á
nærliggjandi sjúkrahús auk þess
sem nokkrir voru fluttir á sjúkra-
hús í frönsku borginni Lille. Um
fjörutíu hinna slösuðu eru í lífs-
hættu. ■
Vísindamenn:
Hákarlarnir
fældir burt
PÚERTÓ RÍKÓ, AP Vísindamenn segj-
ast loksins hafa fundið áhrifaríka
lausn til þess að fæla í burtu há-
karla. Stöng
sem gefur frá
sér efnalausn er
stungið í sjóinn
og hrekur há-
karlana burt á
augabragði.
Efnablandan
er unnin úr lík-
ömum dauðra hákarla sem safn-
að var á fiskimarkaði í New Jers-
ey en vísindamenn og sjómenn
hafa lengi vitað að hákarlar
halda sig fjarri finni þeir lykt af
dauðum hákarli. Hákarlafælan
hefur verið prófuð á Bahamaeyj-
um með góðum árangri. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
HÁLEIT MARKMIÐ
Burðarás og Eimskipafélagið stefna að stór-
bættum rekstri og afkomu til framtíðar. For-
stjóri Eimskipafélagsins vill sjá betri nýtingu
eigna félagsins og meiri vöxt á næstu árum.
Tvöfaldur morðingi á flótta:
Faldi sig á hlöðulofti
MORÐINGI Á FLÓTTA
Tony Olsson var dæmdur fyrir morð á tveimur
lögregluþjónum. Hann varð þekktur í Svíþjóð
þegar hann lék í verki eftir Lars Norén á sviði.
Hann var gripinn í gær eftir flótta úr fangelsi.