Fréttablaðið - 31.07.2004, Page 8
8 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR
VEÐUR Ef fólk vill flýja vætu er
Norðurland eini kosturinn, segir
Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi
Stormur, veðurfréttamaður um
veðurspána fyrir helgina.
„Það liggur ekki fyrir hvort
það verði þurrt á sunnudag en það
verður bjart á köflum í dag og á
mánudaginn. Sunnudagurinn virð-
ist ekki ætla að verða neitt sér-
stakur.“ Sigurður á þó ekki von á
neinu aftakaveðri annars staðar á
landinu og segir veðrið í Eyjum til
dæmis eiga eftir að verða fínt þó
það verði ekki bjart. Það er helst á
sunnudagsmorgun sem rigning
gæti orðið veruleg við lægðarskil.
Á Austfjörðum og Vestfjörðum
má gera ráð fyrir skúraköflum en
ekki miklum vind, það er helst á
Vesturlandi sem vindur verður
stífur.
„Á höfuðborgarsvæðinu verða
skúrakaflar, mest á sunnudag, en
annars þurrt að kalla,“ segir
Sigurður en bætir við að það sé
engin ástæða til forðast lands-
byggðina vegna veðurs og sjálfur
ætlar hann á Þjóðhátíð í Eyjum. ■
Til Eyja
Fyrsta flug Flugfélagsins til Vestmannaeyja fór
í loftið korter fyrir þrjú í gær. Þá hafði ekkert
verið flogið til Eyja frá því á miðvikudag.
VERSLUNARMANNAHELGI Þjár vélar
flugu til Vestmannaeyjar um þrjú
leytið í gær. Ekki hafði verið flog-
ið til eyjarinnar frá miðvikudegi
og biðu um 500 manns eftir flugi.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flug-
félags Íslands, segir allt flug hafi
gengið að óskum nema til Vest-
mannaeyja. „Við erum búnir að
fljúga allt sem við þurfum til
Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarð-
ar.“ Alls voru átta vélar á áætlun
gærdagsins til Eyja.
Örtröðin var mikil á flugvellin-
um en þó ekkert á við það sem áður
þekktist. Það er liðin tíð að fólk bíði
klukkustundum saman á flugstöð-
inni, segir Rúnar Árnason, starfs-
maður kaffiteríunnar á Reykjavík-
urflugvelli síðustu 18 árin. „Núna
situr fólk heima hjá sér og horfir á
textavarpið. Svo þegar það sér að
það er orðið fært þá kemur það. Því
miður fyrir mig,“ segir Rúnar því
álagið á kaffiteríunni sé með hefð-
bundnu sniði. „Menn eru að fá sér
öl og baguette eða samloku eða
eitthvað í þeim dúr,“ segir Rúnar.
Karlahópur Femínistafélags
Íslands var með starfsstöð á
Reykjavíkurflugvelli og hvöttu
farþega til að sýna ábyrgð og
segja nei við nauðgunum. Þeir
seldu frisbídiska, boli og gáfu
barmmerki með slagorði barátt-
unnar; nei. Sigvarður Huldarsson
var einn þriggja frá hópnum á
svæðinu og útbýtti barmmerkjun-
um. Hann var nýkominn frá Þor-
lákshöfn þar sem hann minnti far-
þega Herjólfs á ábyrgð sína. „Fólk
hefur tekið vel í þetta. Það eru þó
margir sem segja að það sé
kannski ekki veður til þess að nota
frisbí mikið en við vonum að það
skáni einhvað,“ segir Sigvarður. ■
SVONA ERUM VIÐ
VÖRUÚTFLUTNINGUR
ÍSLENDINGA Í JÚNÍ
Sjávarafurðir 9.465 milljónir
Landbúnaðarafurðir 426 milljónir
Iðnaðarvörur 6.177 milljónir
Aðrar vörur 258,5 milljónir
Heimild: Hagstofa Íslands
Á LEIÐ ÚR BÆNUM
Mikil umferð var um Hellisheiði og á
Norðurlandi í upphafi helgar.
Umferðarstofa
um helgina:
Miðlar upp-
lýsingum til
vegfarenda
UMFERÐARMÁL „Við erum í sam-
bandi við lögreglu og Neyðarlín-
una og viðum að okkur öllum upp-
lýsingum sem ætla má að hafi
aukið öryggi í för með sér og kom-
um þeim á framfæri í umferðar-
útvarpinu,“ segir Sigurður Helga-
son hjá Umferðarstofu.
Stofan viðheldur áratugagöml-
um sið og starfrækir upplýsinga-
miðstöð um umferðarmál um
verslunarmannahelgina. „Við
verðum hér alla helgina með
bækistöðvar í Reykjavík og söfn-
um að okkur gögnum um gang
umferðarinnar. Sigurður segir að
aðaláherslan sé lögð á að öku-
menn aki á jöfnum og löglegum
hraða, fari varlega í framúrakstur
og noti öll öryggistæki. „Við send-
um líka skýr skilaboð að ölvun-
arakstur er óverjandi athæfi en
við höfum á tilfinningunni að
hann hafi aukist.“
Sigurður segir að mikil umferð
hafi verið um bæði Hellisheiði og
á Norðurlandi í byrjun helgarinn-
ar en það sé ómögulegt að meta
fyrirfram hvar hún verði mest um
helgina. Upplýsingamiðstöð Um-
ferðarstofu verður opin frá 10 til
18 í dag, 12:30 til 17 á sunnudag og
frá 11 til 19 á mánudag. ■
FJÖRUTÍU ÁR EFTIR
Hrannar Pétursson var á leið með félögum sínum á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann valdi Eyjar
þar sem þar yrði væntanlega mesta stuðið. „Ég hef undirbúið mig vel og ég er með allt
klárt, regngalla og stuttbuxur, fyrir hvað sem gerist,“ segir Hrannar. Þeir vinirnir ætla að
gista í tjaldi. Þeir töldu sig á kjöraldri fyrir Þjóðhátíð sem þeir segja vera fyrir 2-82 ára.
„Það eru fjörutíu ár eftir ennþá,“ segir Hrannar.
BARA GEÐVEIKT STUÐ
Er hugmynd vinkvennanna Heiðu, Maríu og Huldu um Þjóðhátíð í Eyjum. Þær voru á leið
á sína fyrstu Þjóðhátíð. „Ég ætla bara að skemmta mér,“ segir Heiða og bætir við: „Ég veit
ekkert við hverju er að búast mig langaði bara að prófa þetta.“ Þær vinkonunar ákváðu að
fara á Þjóðhátíð löngu áður en þær vissu veðurspána en hún dró alls ekki úr tilhlökkun-
inni fyrir ferðinni. „Við erum á gistiheimili. Við ákváðum það sjálfar því við vildum alls ekki
vera í tjaldi,“ segir María.
MEÐ PABBA Í EFTIRDRAGI
„Ég er að fara að heimsækja pabba minn
og fara á Þjóðhátíð,“ segir Katla Þorvalds-
dóttir. Hún er fimmtán ára gömul og á leið
á sína fyrstu hátíð. Katla segir að mamma
hennar hafi haft pínulitlar áhyggjur af henni
en pabbi hennar verði með augun hjá sér
og fylgist með hverju fótmáli. „Ég býst við
stuði og mikið af fólki,“ segir Katla. „Það er
dálítil stemning að það rigni.“
EGÓ AÐDRÁTTARAFLIÐ
Ingólfur Grímsson er að fara í fimmta eða sjötta sinn á Þjóðhátíð. Hann segir Bubba og Egó
ástæðuna fyrir því að hann sé á leið þangað nú. „Við vinirnir ákváðum endanlega að fara
þegar við vissum af þeim en við vorum búnir að vera að pæla í því,“ segir Ingólfur. „Það
voru tafir þegar veðrið var slæmt en núna er það skárra og því getum við farið.“ Ingólfur gist-
ir í húsnæði: „Ég nenni ekki að standa í sukkinu í tjaldi lengur. Geri nóg af því hvort sem er.“
BIRGIR AF BJÓR
Gunnar Sævarsson og Skarphéðinn
Eymundsson þurfa vart að hræðast þurrk á
Þjóðhátíð. Þeir eru vel birgðum búnir og
með kassa af sterku, virki bjórinn ekki
nægilega vel.
STARFSFÓLK KAFFITERÍUNNAR
[Jeesis, bróðir hennar Carlos og Patricia
vinna með Rúnari Árnasyni í kaffiteríunni á
Reykjavíkurflugvelli. Kallar Rúnar vaktina
sína Spönsku vaktina en þau eru öll frá
Venesúela. Rúnar hefur unnið á Reykjavík-
urflugvelli í 18 ár: „Ég hef marga fjöruna
sopið í þessum bransa.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
G
ÍS
LA
SO
N
FEMÍNISTINN SEGIR NEI
Sigvarður Huldarsson kvatti farþega til að
sýna ábyrgð og segja nei við nauðgunum.
Veðurspáin um helgina:
Besta veðrið fyrir norðan
ÚT Í EYJUM
Heimamenn koma sér fyrir á Þjóðhátíð.
Það má búast við vætu þar um helgina en
það birtir á milli skúra.