Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 16
Þingmaðurinn og kvenskörung-
urinn Kolbrún Halldórsdóttir á í
nógu að snúast í sumar og er á
kafi í vinnu á sjálfan afmælis-
daginn, líkt og oft áður. Hún á
eitt ár eftir í fimmtugt og segir
aldurinn leggjast vel í sig. „Mér
finnst svo rólegt og rómantískt
að vera í bænum um verslunar-
mannahelgina, ég á von á því að
fara eitthvað út að borða og jafn-
vel fá mér eðalvín með. Annars
ætla ég að láta veðrið og stemn-
inguna ráða ferðinni.“
Vegna anna segist Kolbrún
ekki geta farið langt. „Ég ákvað
að eyða sumrinu í að leikstýra
sumaróperunni og er nú að kom-
ast í frumsýningargírinn. Þetta
er ofboðslega skemmtileg vinna
og mikil vítamínsprauta fyrir
mig sem hef verið í löngu hléi
frá leikhúsi. Leikarar völdu
ádeiluverkið Happy End eftir
Elisabeth Hauptmann, einskonar
hasarsögu þar sem skotið er í all-
ar áttir. Verkið er gróteskt og
fjallar um glæpagengi og her-
deild hjálpræðishersins í
Chicago en klíkurnar leiða sam-
an hesta sína og bófarnir ganga
til liðs við herinn. Það er spenn-
andi að fylgjast með þessu kraft-
mikla fólki takast á við verkið og
sýna hvað í þeim býr eftir nám í
tónlist og leik.“
Frumsýning Happy End er
laugardaginn 7. ágúst og því þarf
margt að smella á næstu dögum.
Kolbrúnu þykir leiðinlegt að
missa af sumarferð Vinstri græn-
na sem skerst á við frumsýning-
ardaginn enda hefur hún ekkert
komist út á land í sumar.
„Ferðinni er heitið að Langasjó
og þaðan á að ganga á Sveinstind,
ég hef aldrei komið þangað en
verð að finna mér tíma til að
vinna það upp. Ég er að skoða
möguleikana á að ferðast aðeins í
ágúst. Reyndar skrapp ég í viku
tívolíferð til Kaupmannahafnar
með manninum mínum og dóttur,
kíktum á Bakken og í dýragarð-
inn. Mér finnst það ætti að vera
hálfgerð skylda íslenskra barna
að kynnast gömlu höfuðborginni
okkar, svona á þeim aldri sem þau
eru að átta sig á tengslunum milli
landanna.“ ■
16 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR
FRIEDMAN
Bandaríski hagfræðingurinn Milton Friedman
fæddist á þessum degi árið 1912.
„Ég er hlynntur lögleiðingu fíkniefna. Samkvæmt gildum mínum
þá hefur fólk rétt á að drepa sig ef það kærir sig um það. Mesti
skaðinn sem hlýst af eiturlyfjum stafar af því að þau eru bönnuð.“
Bandaríski hagfræðingurinn Milton Friedman er einn
helsti kenningasmiður frjálshyggjunnar.
MERKISATBURÐIR 31. JÚLÍ
1498 Kristofer Kólumbus kemur að
landi á eyjunni Trinidad á Karíbahafi í
þriðju ferð sinni yfir Atlantshafið.
1703 Daniel Defoe höfundur Róbinson
Krúsó settur í gapastokkinn fyrir meið-
yrði.
1919 Stjórnarskrá þýska Weimar-lýð-
veldisins lögð fram.
1928 Ljón MGM-kvikmyndasam-
steypunnar Leo urrar í fyrsta sinn á und-
an fyrstu töluðu mynd fyrirtækisins
„Hvítir skuggar í Suðurhöfum“.
1941 Hermann Goering gefur Reynhard
Heydrich fyrirmæli um að undirbúa hel-
förina.
1991 Forseti Bandaríkjanna George
Bush eldri og forseti Rússlands skrifa
undir sáttmála um fækkun kjarnavopna.
1991 Bandaríska öldungaráðið greiðir
atkvæði um hvort konur fái að fljúga
orrustuþotum.
1998 Nicolas Cage fær stjörnu með
nafni sínu á gangstétt frægðarinnar í Los
Angeles.
KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Þingkonan sóar ekki tíma sínum í sumar, hún leikstýrir óperunni Happy End sem frumsýnd verður 7. ágúst.
AFMÆLI: KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR ER ÖNNUM KAFIN Í VINNU
Rómantískt að vera í bænum
„Vikan sem leið var vægast sagt
ömurleg! Ég datt úr olnbogalið á
laugardagskvöld þegar ég var að
bera risadrumb og hef verið heima
í rúminu mínu síðan. Ég var settur
í gifs frá fingrum og upp að öxl og
get ekki einu sinni spilað Play-
Station. Vinur minn lánaði mér
samt leik í gær sem hægt er að
spila með einni, hann ætti að duga
í nokkra daga. Ég hef vaknað
klukkan tíu og horft á japanskar
bardagamyndir til sjö en það hefur
verið hugsað vel um mig. Einn vin-
ur minn mætti með kassa af bjór,
kærastan mín kemur heim í hádeg-
inu og gefur mér að borða. Ég er
ekkert vanur að vera svona ein-
hentur, það þarf að skera ofan í
mig og allt! Vikan hefði átt að fara
í að undirbúa hjólabrettamót sem
Brim er að skipuleggja á Ingólfs-
torgi þann 14. ágúst. Planið var svo
að fara á Flúðir um verslunar-
mannahelgina þar sem við fréttum
af einhverri furðubátakeppni en
það dettur að sjálfsögðu upp fyrir.
Nú er sumar og maður á að vera í
útilegum og að skemmta sér en ég
verð bundinn í gifs næstu vikurnar
fyrir það eitt að detta úr lið...“ ■
VIKAN SEM VAR: REYNAR DAVÍÐ DATT ÚR OLNBOGALIÐ
REYNAR DAVÍÐ OTTÓSSON Hefði viljað nota vikuna í að skipuleggja hjólabrettamót en
lá gifsaður í rúminu.
Óvanur að vera einhentur
AFMÆLI
Helgi Thorvaldsson
verður 75 ára mánu-
daginn 2. ágúst. Af því
tilefni mun hann bjóða
vinum og vandamönn-
um upp á kaffi, pönnu-
kökur og kleinur milli
klukkan 3 og 6 á af-
mælisdaginn að Set-
bergi við Stjörnusteina 22 á Stokkseyri.
ANDLÁT
Ágúst Guðjónsson múrari, Hjallaseli 33,
Reykjavík, lést miðvikudagin 28. júlí.
Erla Sóley Steinsdóttir, Hlíðarvegi 38,
Njarðvík, lést fimmtudaginn 15. júlí. Út-
för hefur farið fram í kyrrþey.
Kristinn Vilhelmsson hljómslistamaður,
Sikavej 20, Skibby, Danmörku, lést
þriðjudaginn 27. júlí. Útför hans fer fram
ytra.
Sigurður Guðmundsson frá Otradal,
Hrafnhólum 6, Reykjavík, lést miðviku-
daginn 28. júlí.
Sigríður Ellertsdóttir, dvalarheimilinu
Ási, Hveragerði, áður Engihjalla 1, Kópa-
vogi, lést miðvikudaginn 28. júlí.
Sigríður Matthíasdóttir, Hraunhóli,
Brunasandi, lést laugardaginn 17. júlí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Ágúst Guðjónsson
múrari,
Hjallaseli 33, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss
miðvikudaginn 28. júlí sl.
Útförin verður frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 15.00
Svanhvít Gissurardóttir,
Anna K. Ágústsdóttir, Gunnar V. Andrésson,
Gróa G. Ágústsdóttir, Guðmundur Hilmarsson,
Gissur Þór Ágústsson, Sigríður Alla Alfreðsdóttir,
Auður Ágústa Ágústsdóttir, Finnbogi Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabörn
ÞETTA GERÐIST
STOFNANDI JESÚÍTAREGLUNNAR DEYR
31. júlí 1556
Ignatíus Loyola stofnandi
jesúítareglu rómversk-kaþólsku
kirkjunnar dó þennan dag árið
1556. Jesúítareglan spilaði stórt
hlutverk í gagnsiðbreytingunni
sem hafin var af kaþólsku kirkj-
unni til að stemma stigu við út-
breiðslu hugmynda mótmæl-
enda í Evrópu á 16. öld.
Þegar Loyola dó voru starf-
andi um þúsund jesúítaprestar í
hreyfingunni. Hann var gerður
að dýrlingi innan kaþólsku
kirkjunnar árið 1622. ■
Fékk Biblíuna til aflestrar