Fréttablaðið - 31.07.2004, Síða 21
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 93 stk.
Keypt & selt 19 stk.
Þjónusta 42 stk.
Heilsa 6 stk.
Skólar & námskeið 1 stk.
Heimilið 12 stk.
Tómstundir & ferðir 13 stk.
Húsnæði 22 stk.
Atvinna 9 stk.
Tilkynningar 4 stk.
Bílar stjarnanna
BLS. 3
Góðan dag!
Í dag er laugardagurinn 31. júlí,
213. dagur ársins 2004.
Reykjavík 4.32 13.34 22.34
Akureyri 3.59 13.19 22.36
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Það eru ekki margir sem aka um götur
borgarinnar á litlum bílum eins og Rover
Mini. Pétur Ívarsson er meðal þeirra en hann
á fjörutíu ára afmælisútgáfu af Rover Mini
árgerð 1999. „Austin Mini var framleiddur frá
1959–1999 og er þetta skemmtileg afmælis-
útgáfa af bílnum sem er reyndar sá eini sinn-
ar tegundar hér á landi. Þessir síðustu bílar
sem komu á markaðinn voru framleiddir sem
hip og kúl bílar fyrir ríka fólkið úti sem notaði
hann sem fjórða bíl. Er þetta jafnframt síð-
asta árgerðin af gamla Mini áður en BMW
byrjaði að framleiða nýja útlitið. Minnir þetta
mann á gömlu Matchbox-bílana sem maður
átti sem krakki, svona silfurgrár með rauðu
leðri að innan,“ segir Pétur.
Hann segist ekki vera neinn bíladellukall
þó að hann hafi gaman af litlum bílum eins og
þessum. „Það var þannig að ég var að rölta úr
Kringlunni einhvern tímann og sá Mini keyra
fram hjá og þá beit ég það bara í mig að mig
langaði í einn slíkan. Bílinn flutti ég síðan til
landsins í mars árið 200 frá Þýskalandi en
hann keypti ég af systur minni sem var búsett
þar,“ segir hann. Pétur segir bílinn ekki vera
notaðan sem fjölskyldubíl þar sem hann henti
frekar illa í það. „Ég nota hann eingöngu sem
sumarbíl því á veturna legg ég honum. Hann
eyðir mjög litlu en ég er nú samt alltaf að setja
bensín á hann þar sem bensíntankurinn í hon-
um er mjög lítill. Hann er ekki keyrður nema
tuttugu og sjö þúsund kílómetra og hefur ekk-
ert bilað síðan ég keypti hann,“ segir Pétur.
Hann segir mikla athygli fylgja bílnum
„Maður má helst ekki líta til hliðar þegar mað-
ur stoppar á rauðu ljósi því það er horft svo
mikið á bílinn. Sumir vilja alls ekki vera í bíln-
um því þeim finnst þetta óþægilegt en öðrum
finnst þetta einstaklega skemmtilegt og fá bíl-
inn lánaðan til að taka einn Laugaveg. Mér og
strákunum mínum, þeim Viktori Orra og
Kristófer Orra, finnst bíllinn hins vegar mjög
flottur og gaman að keyra um á honum.
Mér finnst þetta líka klárlega skemmtileg-
asti bíllinn sem ég hef átt en kannski ekki sá
þægilegasti að keyra því hann er bæði hastur
og frekar þungur í stýri,“ segir Pétur.
halldora@frettabladid.is
bilar@frettabladid.is
Bræðrunum Viktori Orra og Kristófer Orra finnst bíllinn mjög flottur og gaman að aka um í honum.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
Í BÍLUM
Mazda 323F GTI V6 2.0 árg. ‘96. Gler-
topplúga, gott lakk, 150 hö! Dekurbíll.
Stgr. Tilboð! Uppl. í s. 698 0777.
Sófalist
Fallegar yfirbreiðslur fyrir sófa og stóla.
Opnum eftir sumarleyfi 3. ágúst.
www.sofalist.is Síðumúli 20 2 hæð. S
553 0444.
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Í dag eru 1.614
smáauglýsingar á
www.visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Sænski bílaframleiðandinn
Volvo birti upp-
gjörstölur
fyrir annan
ársfjórðung
á dögun-
um. Greining-
ardeild KB banka í
Svíþjóð telur þær tölur vera af-
bragðsgóðar. Til dæmis var rekstr-
arhagnaðurinn tæplega fjörutíu
prósent yfir það sem deildin
spáði. Deildin hefur í kjölfar taln-
anna gefið út nýtt verðmat
þar sem forsendur hafa
verið hækkaðar.
Bílaframleiðandi
hinna hraðskreiðu Porsche-bif-
reiða ætlar að auka framleiðsluna
gífurlega á næstunni. Innan
þriggja ára stefnir fyrirtækið á að
framleiða meira en hundrað þús-
und bíla. Það er um þriðjungi
meiri fram-
leiðsla en
nú er og tvöfalt fleiri bílar en
verksmiðjan framleiddi á ári ef
horft er áratug aftur í tímann.
Porsche fer létt með
þessa fram-
leiðsluaukningu
þar sem fjárhags-
leg staða fyrirtækis-
ins er ákaflega sterk. Hagnaður
ársins í fyrra var tæplega níutíu
milljarðar króna og gert er ráð
fyrir auknum hagnaði á þessu ári.
BMW 3 línan eða þrist-
urinn er söluhæsti bíll
bílaframleiðandans
BMW frá upphafi.
Bíllinn selst í svipuðu
magni í Evrópu og á síðasta ári
þó að hann sé kominn á sjöunda
framleiðsluár. Bílaumboð BMW á
Íslandi, B&L, hefur verið með tvær
útgáfur á áhugaverðum kjörum,
BMW 316 lifestyle og BMW 318
exclusive. Það eru ekki bara gæð-
in sem einkenna þenn-
an glæsilega bíl heldur
er BMW líka ódýrari í
rekstri og góður í
endursölu.
Rover Mini:
Minnir á gömlu
Matchbox-bílana