Fréttablaðið - 31.07.2004, Page 23

Fréttablaðið - 31.07.2004, Page 23
3LAUGARDAGUR 31. júlí 2004 Mitsubishi Motors Corporation frumsýnir þrjá nýja bíla á bílasýn- ingunni í París í september. Bílarn- ir eru þriggja dyra Colt CZ3, þrigg- ja dyra 150 hestafla Colt CZT með forþjöppu og 202 hestafla Outland- er Turbo cross-over. Einnig ætlar Mitsubishi Motors að sýna alla bestu bíla sína í París, bæði fyrir kappakstur og almennan vegaakst- ur. Í síðarnefnda flokknum eru til dæmis Lancer Evolution VIII 2004. Colt CZ3, sem er þriggja dyra, kemur á markað á fyrsta á árs- fjórðungi 2005 og brúar bilið á milli CZ2 2001 hugmyndabílsins og nýja Colt hlaðbaks sem er fimm dyra. Hlaðbakurinn var kynntur hér á landi í haust en Colt CZ3 er sportlegri og kraftlegri bíll sem hentar líka fyrir fjölskylduna. Colt CZ3 er styttri gerð með rennilegri framrúðu, lágri þaklínu, fastmót- aðri yfirbyggingu, breiðum sílsum, lengdum hurðum og litlum hliðar- gluggum að aftan. Bíllinn er kraft- mikil útgáfa af One-Motion hönn- unarþema Colt og afturhlutinn er snaggaralegur og rennilegur. Ann- ar bíllinn sem Mitsubishi frumsýn- ir er Colt CZT. Hann er þriggja dyra og höfðar líka til ungra kaup- enda. Bíllinn er fyrst og fremst sportbíll og er snöggur og flottur borgarbíll. Síðasti frumsýningarbíll Mitsu- bishi er Outlander Turbo cross- over. Bíllinn er snaggaralegur og flottur með forþjöppu. Hann er knúinn nýrri og nákvæmri útgáfu af tveggja lítra, fjögurra strokka, sextán ventla ECI-MULTI 4G63 vél. Vélin er úr Lancer Evolution VIII og er með DOCH-forþjöppu með millikæli. Vélin skilar 202 hestöflum og er 303 Newton-metr- ar í togi. Þyngdarpunktur í Outlander Turbo er lágur og bíllinn er með sídrifi og diskahemlum á öllum hjólum, fjölliðafjaðrabúnaði að aftan og á sautján tommu hjól- börum. Umboðsaðili Mitsubishi Motors Corporation á Íslandi er Hekla. ■ Mitsubishi Motors Corporation ætlar sér stóra hluti á bílasýningunni í París og frum- sýnir þrjá glæsilega bíla. Mitsubishi frumsýnir þrjá bíla: Snaggaralegir og sportlegir Flottustu bílarnir: Hvaða bíl velja stjörnurnar? Hin glæsilega Britn- ey Spears ekur um á silfurlituðum Porsche-blæjubíl. Algjör stelpubíll fyrir algjöra stelpu, sem er ekki enn orðin kona eins og hún syngur sjálf um. Kyntröllið Brad Pitt ekur um á silfurgráum Mercedes Benz G500 jeppling. Margar stjörnur hafa ein- mitt fetað í fótspor Brads, eins og til dæmis Benicio del Toro og Eric Clapton. Hin giftingaróða Jenni- fer Lopez ekur sko ekki um á neinu slori og lumar á einum blá- um Bentley-blæjubíl í bílskúrnum. Fyrr- verandi elskhugi hennar Ben Affleck gaf henni hann ein- mitt í afmælisgjöf – en því miður gekk sambandið ekki upp. Bardagahetjan og B- mynda leikarinn Jean-Claude Van Damme ekur um á glæsi- kerrunni Rolls Royce sem er ein af dýrustu kerrunum í brans- anum. Það er kanns- ki ágætt að kunna ekki að leika. Töffarinn og barna- stjarnan Drew Barrymore ekur um Hollywood á glæsilegum og gulum BMW. Svona BMW-ar eru svo sem ekki mjög dýrir en það skiptir ekki öllu máli –, Drew er allavega flott í honum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.