Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2004, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 31.07.2004, Qupperneq 32
24 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR Sumt gleymt og grafið – annað lifir góðu lífi Mikill fjöldi manns ferðast um landið þessa helgina, langflestir þeirra fara á einhverja skipulagða hátíð þar sem dansinn mun duna og ýmislegt sem enginn veit gerist inn í tjöldum. Allir þekkja Eyjar, Akureyri og hina alræmdu Eldborgar- hátíð. En í minningu margra eru það Rauðhettumótin, Þórsmörk eða Atlavík sem standa upp úr sem hin eina sanna útihátið um verslunarmannahelgi. Útihátíðir sækja í sig veðrið Á seinni hluta sjöunda ára- tugar fóru útihátíðir um verslunarmannahelgi á Íslandi að sækja verulega í sig veðrið þó þær hafi alltaf verið til staðar. Fyrir þann tíma þótti vinsælla að skemmta sér saman um hvítasunnuhelgina. Ein af útihátíðunum sem urðu gíf- urlega vinsælar á þessum tíma um verslunarmanna- helgina var útihátíðin í Húsafelli. Þar spiluðu fjöl- margar vinsælar hljóm- sveitir á þeim árum sem hún var haldin og má þar nefna Brimkló, Hljóma, Náttúru og Pops. „Ég spil- aði í Húsafelli 1969 með Pops og árið 1979 með Nátt- úru og þetta var aðalstaður- inn,“ segir Pétur Kristjáns- son tónlistarmaður. „Ég fór reyndar fyrst í Húsafell árið 1967 til að skemmta mér, þá aðeins fimmtán ára. En það var ofsa gaman að spila á þessum stóru útihá- tíðum. Útihátíðir voru að byrja á þessum tíma og þekktust ekki mikið áður. Ég skemmti mér alveg rosalega vel enda var ég frekar ungur,“ segir Pétur sem spilaði einnig á Rauð- hettumótinu sem skátarnir stóðu fyrir á Úlfljótsvatni. „Ég spilaði með Paradís árið 1976 og Póker árið á eftir á Rauðhettumótinu. Það var mjög fínt á þeirri hátíð þar sem skátarnir héldu öllu innan velsæmis- marka. Það mættu yfirleitt fimm til sex þúsund manns á þessa hátíð og ég held að allir sem hafi sótt hana hugsi til hennar með ljúfar minningar. Ég var að spila í mjög vinsælum hljómsveitum á þessum tíma og áhorfendur voru mjög ánægðir með þær,“ segir Pétur og bætir við að Rauðhettumótið hafi verið í uppá- haldi af útihátíðunum. „Það var reyndar alltaf mjög gaman um verslunarmannahelgina. Þetta var aðal- giggið á árinu.“ ■ Veðrið gerði út af við Viðey Sumarið 1984 var ákveðið að halda stórhátíð í okkar ástkæru eyju Viðey og þar var tónlistarmað- urinn Magnús Kjartansson í broddi fylkingar. Þá var gerð fyrsta tilraun til útihátíðar í höfuð- staðnum en heppnaðist þó ekki eins vel og vonað var. Meðal skemmtiatriða voru hljómsveitirnar Kukl, Svart hvítur draumur og auðvitað hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Því miður féll þessi hátíð í skugga komu poppgoðsins Ringo Starr í Atlavík og veðrið hjálpaði ekki heldur til. „Þetta gekk alls ekki vel. Það fór allt úr lagi sem gat farið úr lagi; löggæsla, veður og allt. Við vorum nokkur sem komum þarna saman og munum eftir hátíðinni og flæktumst í eyjunni í misklíð og vos- búð. Hljómsveitirnar mættu eftir föngum þar sem það var ófært út í eyjuna og bátar gátu ekki lagst að bryggju. Því vek- ur þessi hátíð ekki upp góðar minningar og hef ég reynt að gleyma henni og öllum skuldunum sem henni fylgdu,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður sem gerir þó góðlátlegt grín að öllu saman. „Ég held ég reyni þetta ekki aftur heldur leyfi öðrum að prófa. Það kemur að því að Viðey verður notuð í hátíðarhöld þar sem þetta er alveg tilvalinn staður og algjör útivistarperla,“ segir Magnús og vonast væntanlega eftir betra veðri fyrir þann sem á eftir honum kemur. Eftirminnilegt er áramótaskaup ársins 1984 þar sem þáverandi hjónin Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björgvinsdóttir nærðust á óförum Magnúsar og notuðu þær sem dásamlegan efnivið í frábært skaup. Allt var þetta þó í gríni gert og getur fólk nú horft aftur til hátíðarinnar og hlegið að öllu saman. ■ Stuðmenn setja s-ið í stuðið Stuðmenn er sú hljómsveit sem margir telja að hafi vakið útihátíðarmenningu upp á nýtt plan með hátíðum sínum í Atlavík 1982-1988, að árinu 1987 frátöldu, og í Húnaveri árin 1989 til 1991. Þessar hátíðir lifa í minnum manna eflaust um alla tíð og hafa sannarlega sett sinn svip á verslunarmannahelgina gegnum tíðina. Ekki spillti svo fyrir að Bítlagoðið Ringo Starr mætti á hátíðina árið 1984. „Útihátíðin í Atla- vík varð þannig til að við vorum að taka upp myndina okkar Með allt á hreinu og vantaði stað til að kvikmynda útihátíð. Þá kom fyrst upp sú hugmynd um þennan stað og það var frekar auðsótt mál á þessum tíma. Hátíðin heppnaðist líka svona vel og fór stigvaxandi með árunum. Þetta var frábær hátíð í frábæru umhverfi og áttum við í mjög farsælu sam- starfi við ungmenna- og íþróttasamband Aust- urlands. Við eigum bara góðar minningar frá Atlavík þar sem umhverfið, náttúrufegurðin, aðstaðan og fólkið lagðist á eitt til að skapa það góða hátíð að slíkt hefur ekki verið gert aftur með sambærilegum hætti,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn af Stuðmönnum. „Við hlökkuðum alltaf til næsta árs í Atlavík þangað til skógarvörðurinn tók af skarið og taldi það ekki passa lengur að halda hátíðina.“ En útihátíðin var ekki það eina sem var eft- irminnilegt. „Dvölin á Húsmæðraskólanum í Hallormsstað var einstaklega eftirminnileg. Þar var saga skólans myndum prýdd á göng- unum og þar var hægt að líta sómakærar heimasætur allt frá stofnun skólans og til þessa dags. Ég fegin að kvenlegur yndisþokki hefur vaxið í réttu hlutfalli við hækkandi ár- töl,“ segir Jakob. Stuðmenn sögðu ekki staðar numið við úti- hátíðina í Atlavík og héldu næst í Húnaver. „Útihátíðirnar í Húnaveri voru fínar og skemmtilegar hátíðir. Vesen í kringum þær hátíðir var aðeins stormur í fjölmiðlatebollum og litlir gustar í tekoppum örfárra blaða- manna sem raskaði ekki ró okkar. Við áttum afskaplega farsæl samskipti við Húnvetninga og það má gefa bæði sýslumanni og lögreglu á Blönduósi hrós fyrir samstarfið. Umfjöllunar- efni fjölmiðla um verslunarmannahelgina virðist yfirleitt vera ruslið sem myndast á svæðinu sem er samt horfið þrem dögum eftir að hátíð lýkur. Mér finnst gaman að sjá hverju fjölmiðlar taka upp á að fjalla um núna í ár,“ segir Jakob. „Hátíðirnar voru mjög vinsælar og í látúnsbarkakeppnun- um og hljómsveitar- keppnunum stigu margar frægar hljómsveitir sín fyrstu skref. Það má því segja að þessar keppnir hafi verið Idol-keppnir síns tíma,“ segir Jakob en Stuðmenn munu skemmta á Neista- flugi í Neskaupstað í ár eins og í fyrra. „Í Neskaupstað er mjög ánægjulegur félags- skapur og eigum við okkar bestu útihátíð- arminningar frá Austurlandi.“ ■ PÉTUR KRISTJÁNSSON Spilaði fyrst í Húsafelli 1969 og heldur mikið upp á Rauðhettumótin. JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Stuð- menn eru taldir hafa lyft grettistaki í útihátíðar- menningu landans með Atlavíkurhátíðum. MAGNÚS KJARTANSSON Ætlaði að halda stórhátíð í Viðey en ekkert gekk samkvæmt áætlun.   

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.