Fréttablaðið - 31.07.2004, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 31. júlí 2004
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Helgarferðir 3
eða 4 nætur
í allt haust.
Dublin, borgin sem
Íslendingum finnst
gaman að skemmta sér í!
...Dublin bí›ur flín
The Merry Ploughboys
Lifandi borg
með fjörugu
mannlífi.
Stuð og stemmning
í Dublin, komdu með.
Sértilbo›
Ferðir til Dublinar 4., 11. og 25. nóvember.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys
hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallar-
skattar. M.v. að 2 fullorðnir ferðist saman.
37.810 kr. netverð.
Sértilbo›
Du
bli
nar-
f
er
ði
r í
al
lt h
aust
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
PL
U
2
54
38
07
/2
00
4
Þórsmörk var önnur hátíð á sjöunda
áratugnum sem vakti mikla lukku
meðal landans. Hátíðin var afskap-
lega vinsæl enda haldin á einu falleg-
asta svæði sem Ísland á. Árið 1967
spilaði stórhljómsveitin Sonet í Þórs-
mörk og er Óttari Felix Haukssyni
tónlistarútgefanda og poppara með
meiru ýmislegt minnisstætt. „Um-
boðsmaðurinn okkar reddaði okkur
giggi í Þórsmörk ásamt hljómsveit-
inni Toxic sem var topphljómsveit á
þessum tíma. Við ætluðum aldeilis að
meika það og ekki spilltu launin. Tíu
þúsund krónur á manninn og fríar
ferðir og uppihald. Reyndar var einn
hængur á, því hjálparsveit skáta vildi
að við værum fjórir í hljómsveitinni,
en við vorum bara þrír. Þetta var
samt frábært tækifæri, að spila fyrir
sjö eða átta þúsund manns ásamt
einni af bestu hljómsveitum landsins
þannig að við fengum Nonna úr Pops
til liðs við okkur,“ segir Óttar sem
gerði sér miklar vonir um hátíðina.
„Ég ætlaði að vera í flottum fötum og
gera eitthvað brjálað upp á sviði, eins
og brjóta gítar. Síðan ætlaði ég að fá
mér rosa flott sólgleraugu og næla
mér í dömu. Veðrið var gott þegar við
komum í Þórsmörk og vel fór á með
okkur strákunum í Toxic,“ segir Óttar
en útihátíðin var ekki bara skemmtun
því þar hitti Óttar gamlan óvin sem
ætlaði þá í hann eftir ballið sökum
þess að Óttar hafði eitt sinn stolið af
honum dömu. En Óttar læddist óséður
af sviðinu og var óhultur í bili.
„Næsta daga hafði ég hægt um mig og
lifði í sífellum ótta við fjandmann
minn. En um kvöldið átti Sonet að
enda ballið og þá var ég allur farinn
að hressast. Reyndar mætti Nonni í
Pops ekki þannig að við vorum bara
þrír sem var miklu betra. Ég skimaði
eftir dömunni á ballinu og fann hina
einu réttu. Ég læddist af sviðinu eftir
ballið og elti hana inní skóg. Þegar ég
loks sá hana sá ég líka að það var ann-
ar sem var á undan mér til hennar og
það var fjandmaður minn,“ segir Ótt-
ar en útihátíðin 1967 lifir í fersku
minni enn þann dag í dag. ■
Óskiljanlegur,
svartur blettur
Útihátíðin Uxi ‘95 var haldin árið 1995. Aðsóknin á tón-
leikana var minni en búist var við og var neikvæðri
fjölmiðlaumfjöllun um það kennt. Mikið var talað um
að hátíð þessi yrði nefnd dóphátíð þar sem fíkniefna-
neytendur myndu sökkva lengra niður í neyslu sína og
þeir sem væru ekki fíkniefnaneytendur myndu verða
það eftir hátíðina. Þegar allt kom til alls fór hátíðin vel
fram að mati lögreglu og skipuleggjanda hátíðarinnar.
Hátíðin fékk mikla athygli erlendis og komu hingað
níu blaðamenn og sex sjónvarpsmenn, til dæmis frá
tónlistarstöðinni MTV. Um fimm þúsund manns sóttu
hátíðina og var veður með eindæmum gott. Öll skipu-
lagning var til fyrirmyndar og gestir höguðu sér
skikkanlega. Hátíðin hefur aldrei verið haldin aftur og
því miður hefur hún haft svartan blett á sér síðan hún
var og hét. ■
Einar Bárðar
skekur samfélagið
Þúsundir unglinga flykktust á hátíð Einars Bárðarson-
ar í Eldborg á Snæfellsnesi árið 2001 og var sú hátíð
helsti keppinautur þjóðhátíðar í Eyjum það árið. Mest-
ur viðbúnaður lögreglu var við Eldborg og Eyjar en
óhug vakti hve margar nauðganir voru kærðar á hátíð-
inni einni saman, eða ellefu talsins. Um átta þúsund
manns lögðu leið sína á Kaldármela og því miður
skyggðu nauðganir og eiturlyfjanotkun á skemmtana-
haldið sem var prýðilega skipulagt af mótshöldurum.
Einn maður var handtekinn með nokkurt magn af
smjörsýru á svæðinu og grunur lék á að eitthvað af
smjörsýru hefði verið notað til ódæðisverka. Hljóm-
sveitirnar í Eldborg vöktu samt lukku áhorfenda og
mikið þótti koma til endurkomu hinnar margfrægu
hljómsveitar Jet Black Joe. Almennt virtist fólk
skemmta sér vel í Eldborg og því var hátíðin ekki
alslæm þó hún hafi aldrei verið haldin aftur. ■
lilja@frettabladid.is
ELDBORGARHÁTÍÐIN 2001 Hefur mjög
slæmt orð á sér og varla hefur heimildarmynd-
in um hátíðina hjálpað til með orðsporið.
UXI ‘95 Fór mun betur fram en
svartsýnir menn spáðu fyrir um.
Fjandmaður stal dömunni
ÓTTAR FELIX HAUKS-
SON Sonet fór í Þórs-
mörk 1967 þar sem
hann tapaði stúlku til
fjandmanns síns.
25