Fréttablaðið - 31.07.2004, Qupperneq 36
Verðlaunabók væntanleg
Skáldsagan The Curious Incident of the Dog in the Night-time eftir Mark Haddon er í efsta sæti
kiljulista Sunday Times. Bókin segir frá dreng með Azpergers heilkenni sem rannsakar morð á
hundi nágrannans. Bókin hefur vakið gríðarlega athygli, verið þýdd á um 30 tungumál og sankað
að sér 17 bókmenntaverðlaunum. Þessi einstaklega frumlega og bráðskemmtilega saga er vænt-
anleg í íslenskri þýðingu hjá Máli og menningu í haust. Það er óhætt að gefa þessari bók hæstu
meðmæli og hún hentar jafnt unglingum sem fullorðnum.
BÓKASKÁPURINN
28 26. júní 2004 LAUGARDAGUR
AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR
KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG Á MÓTI
Ómar Ragnarsson
DA VINCI LYKILLINN
Dan Brown
KVENSPÆJARASTOFA NR. EITT
Alexander McCall Smith
ÍSLENSK FJÖLL
Ari Trausti og Pétur Þorleifsson
ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN
Stöng
ÍSLENDINGAR
Sigurgeir Sigurj. og Unnur Jökuls.
KORTABÓK 1:300.000
Mál og menning
STANGAVEIÐIHANDBÓKIN (3)
Eiríkur St. Eiríksson
MEÐ VEISLU Í FARANGRINUM
Ingibjörg Guðj. og Ragnh. Ágústs.
HÁLENDISHANDBÓKIN 2004
Páll Ásgeir Ásgeirsson
SKÁLDVERK - KILJUR
DA VINCI LYKILLINN
Dan Brown
KVENSPÆJARASTOFA NR. EITT
Alexander McCall Smith
SVO FÖGUR BEIN
Alice Sebold
BETTÝ
Arnaldur Indriðason
GRAFARÞÖGN
Arnaldur Indriðason
DAUÐARÓSIR
Arnaldur Indriðason
ANNA, HANNA OG JÓHANNA
Marianne Fredriksson
ÖXIN OG JÖRÐIN
Ólafur Gunnarsson
MÝRIN
Arnaldur Indriðason
NAPÓLEONSSKJÖLIN
Arnaldur Indriðason
ALKEMISTINN
Paulo Coelho
ÓDYSSEYFSKVIÐA
Hómer
REISUBÓK GUÐRÍÐAR S.
Steinunn Jóhannesdóttir
ÁR HÉRANS
Arto Paasilinna
RÖDDIN
Arnaldur Indriðason
SYNIR DUFTSINS
Arnaldur Indriðason
ÁFORM
Michel Houllebecq
KILLIANSFÓLKIÐ
Einar Kárason
BRENNU-NJÁLSSAGA (SKÝRING)
Mál og menning
ÖRLÖG
Stephen King
LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA
21.07. - 27.07. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS
OG MENNINGAR, EYMUNDSSONAR OG
PENNANS
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
MÁVAHLÁTUR
KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR
Þessi dásamlega skemmtilega saga
er komin út í kilju. Þeir sem ekki
hafa lesið hana ættu að drífa í því.
Það eru einfaldlega ekki margar
íslenskar skáldsögur seinni ára sem
taka þessari fram í frásagnargleði
og ólgandi kímni. Eftir lesturinn
furðar maður sig helst á því að bók-
in hafi ekki verið margverðlaunuð á
sínum tíma.
EYMUNDSSON
MÁL OG MENNING
PENNINN
[ METSÖLULISTI ]
[ BÓK VIKUNNAR ]
DANIEL DEFOE Á þessum degi árið 1703 var Daniel Defoe settur í gapastokkinn. Þetta
var refsing vegna áróðursbæklings sem hann hafði skrifað og var fullur af háði í garð
kirkjunnar manna. Almenningur stóð með Defoe og í stað þess að henda steinum að
þeim dæmda þar sem hann var í gapastokknum, eins og venja var, kastaði fólk blóm-
um til hans. Sextán árum síðar, þegar hann var tæplega sextugur, sendi Defoe frá sér
frægasta verk sitt, söguna um Robinson Krúsó.
Sönn saga eða login?
Árið 2002 kom út bókin Forboðin ást eftir jórdönsku konuna Normu Khouri sem segir frá æru-
morði á Dalíu, múslimsrkar konu sem varð ástfangin af kristnum hermanni. Frá útgáfu hefur bók-
in selst í 250.000 eintökum og vakið mikla athygli. Nú hafa vaknað efasemdir um sannleiksgildi
bókarinnar. Rana Husseini, jórdanskur blaðamaður og baráttukona fyrir mannréttindum, hefur í tíu
ár skrásett nöfn á fórnarlömbum ærumorða í Jórdan en segir Daliu ekki vera þar á meðal. Rana
segir jafnframt að í bókinni séu 73 staðreyndavillur, þar á meðal var talað um peningaseðla sem
ekki eru í gildi og kaflar um réttarkerfið í Jórdaníu eru sneisafullir af rangfærslum. Dagblað í Ástral-
íu blandaði sér í málið og segir að Norma hafi búið í Chicago frá þriggja ára aldri. Hún segist hins
vegar hafa alist upp í Jórdan og sótt þar bandarískan skóla en nafn hennar finnst ekki í nemenda-
skrám. Norma harðneitar því að bókin sé skáldskapur og segist geta sannað mál sitt. Málið hefur
skaðað Normu gríðarlega og í einhverjum bókabúðum í Ástralíu er bók hennar ekki lengur til sölu.
Heimurinn er eins og hann er af því
að fólk er svo líkt mér og þér.
William Temple
„Að láta það heita eitthvað“
KILLIANSFÓLKIÐ: ENDURSKOÐUÐ ÚTGÁFA Á HEIMSKRA MANNA RÁÐUM OG KVIKASILFRI
Killiansfólkið eftir EinarKárason er ný og endur-skoðuð útgáfa á skáldsög-
unum Heimskra manna ráð og
Kvikasilfri. Þar segir frá Sigfúsi
Killian, bílapartasala á Lækjar-
bakka, og skrautlegri fjölskyldu
hans. Heimskra manna ráð kom út
árið 1992 og varð mest selda
skáldsaga þess árs. Kvikasilfur
kom út tveimur árum seinna og
seldist ágætlega en náði þó ekki
sömu sölu og fyrri bókin.
„Ég fór að endurskoða þessar
bækur í fyrra þegar til stóð að ég
læsi þær upp sem útvarpssögu,“
segir höfundurinn Einar Kárason.
„Þá sá ég að þær eru eitt verk og
eiga að standa saman Ég tók mig
því til og stytti fyrri part Kvika-
silfurs og gerði auk þess smá-
breytingar á verkinu. Í fyrravor
las ég sögurnar sem útvarpsögu
og það vildi þannig til að ég var á
ferðalagi úti á landi þegar sagan
var flutt síðsumars. Ég hef aldrei
fengið önnur eins viðbrögð við
neinu sem ég hef gert, menn voru
að taka á sig krók til að taka í
höndina á manni og þakka fyrir
skemmtunina.“
Sjálfur segist Einar vera sáttur
við bækurnar tvær. „Ég skrifaði
þær á eftir Djöflaeyjatrílógíunni
og þær eru að mínu mati skrifað-
ar af miklu meira öryggi og kunn-
áttu. Persónurnar standa mér líka
nær en persónur Eyjabókanna
enda eru þær byggðar á fólki sem
ég þekkti auk fjölskyldumeðlima.
Svo finnst mér gullgrafahugsun-
arháttur 20. aldar Íslendinga vera
heillandi efni, þetta var sambland
af eins konar klikkun og ofur-
bjartsýni eftir þúsund ára stöðn-
un. Þetta fólk var afkomendur
einangraðra kotbænda í þrjátíu
ættliði og fékk þá hugmynd að
ekkert væri því ómögulegt. Yfir
vötnum sveif svo skáldskapur og
boðskapur Einars Benediktssonar
um framfarir til lands og sjávar.
Það voru draumórar hjá honum að
hægt væri að vinna gull á Íslandi
en það var rétt hjá honum að það
var hægt að finna það.“
Áhugi á fólki
Sennilega er enginn íslenskur
samtímahöfundur sem tekur Ein-
ari Kárasyni fram þegar kemur
að persónusköpun. „Áhugi minn á
fólki er ein af ástæðunum fyrir
því að ég fór út í skáldsagnagerð,“
segir hann. „Svartsýnismenn
segja gjarnan að allir menn séu
eins. Það er auðvitað viss sann-
leikur í því fólginn. En ef skáld-
sagnahöfundur á að vera til ein-
hvers gagns þá verður hann að
búa yfir hæfileika til að sjá hvað
það er sem gerir menn einstaka.
Það er alltaf eitthvað í fari hvers
einasta manns sem er einstakt og
því efni í sögu.“
Þegar starfslaunum var úthlut-
að fyrr á þessum ári vakti furðu
margra að Einar fékk einungis
laun til hálfs árs og þurfti í kjöl-
farið að breyta áætlunum sínum.
„Það skipti máli að ég fékk ein-
ungis hálf starfslaun,“ segir hann,
„en ég hef svosem engar áhyggjur
af því að þetta sé viðvarandi
ástand. Ég var byrjaður á stór-
verkefni, sögulegri skáldsögu,
sem þarf órofinn tíma, og varð að
fresta henni.“
Ferðasögur á leiðinni
Einar verður þó með bók á jóla-
bókamarkaðnum: „Ég á í fórum
mínum ferðasögur og fjórar
þeirra munu koma út í bók í haust.
Þetta eru afar ólíkar sögur. Ein
gerist til dæmis í Jemen en þang-
að fór ég í ógleymanlega ferð og
önnur segir frá því þegar við fað-
ir minn heitinn, sem vorum þá
miklir reykingamenn, vorum
orðnir tóbakslausir í verkfalli op-
inberra starfsmanna árið 1984.
Sígarettur fengust ekki í bænum
og þrautaráðið var að keyra til
Hafnar í Hornafirði þar sem við
fengum karton af More Mentol,
feikilega vondum sígarettum.
Sagan heitir „Leitin að Living-
stone“ því þetta er svipuð för og
Stanley fór þegar hann fann
Livingstone við Viktoríuvatn.
Gamalreyndur yfirlesari minn
sagði að þetta væri besti texti sem
ég hef skrifað en pabbi heitinn,
sem hafði mikið yndi af fallegum
orðum og vel sögðum setningum,
sagði alltaf ef honum fannst ein-
hverjum takast vel upp á því
sviði: „Ja, þú kannt að láta það
heita eitthvað!“ Ég skrifaði þátt-
inn með það fyrir augum að hon-
um myndi finnast ég hafa kunnað
að láta það heita eitthvað.“
kolla@frettabladid.is
EINAR KÁRASON „Ef skáldsagnahöfundur á að vera til einhvers gagns þá verður hann
að búa yfir hæfileika til að sjá hvað það er sem gerir menn einstaka. Það er alltaf eitthvað
í fari hvers einasta manns sem er einstakt og því efni í sögu.“
KILLIANSFÓLKIÐ „Ég skrifaði þær á eftir
Djöflaeyjatrílógíunni og þær eru að mínu
mati skrifaðar af miklu meira öryggi og
kunnáttu. Persónurnar standa mér líka
nær en persónur Eyjabókanna enda eru
þær byggðar á fólki sem ég þekkti auk
fjölskyldumeðlima.“