Fréttablaðið - 04.08.2004, Side 33

Fréttablaðið - 04.08.2004, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 4. ágúst 2004 VI LEÐJUKOSS Á ROKKHÁTÍÐ Mikil rokkhátíð var haldin um síðustu helgi í Kostrzyn við landamæri Póllands og Þýskalands. Hátíðin, sem kallast Woodstok in Kostrzyn, var sú tíunda í röðinni og sóttu hana um 200 þúsund pólsk ungmenni. Ungt par lét ekki leðjuna á sig fá og kysstist vel og lengi af mikilli nautn. ■ MÓTMÆLI „Þetta eru góðlátleg mótmæli gegn allri leðurnotkuninni í Gay Pride-göngunni,“ segir Magnús Skarphéðinsson, fulltrúi íslenskra dýravina, en haldin verða mót- mæli klukkan tólf að hádegi fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar. „Á svæðinu verður einn dýra- vinur klæddur í kúabúning og tveir erlendir fulltrúar frá PETA, stærstu dýraverndunarsamtökum í heimi. Annar þeirra er samkyn- hneigður Íri sem hefur barist ötullega fyrir réttindum dýra. Hann ætlar að klæðast leðurlíki til að sýna fram á að það er jafn flott og leðrið.“ Magnús segir hugmyndina að mótmælunum hafa komið upp í fyrra. „Við erum búin að fá fullt af fyrirspurnum því víða um heim er Gay Pride-dagurinn auglýstur sem The Gay Pride Leather Summit. Við fögnum því að sam- kynhneigðir veki athygli á rétt- indum sínum en finnst sorglegt að þegar verið er að vekja athygli á réttindum eins minnihlutahóps að það sé um leið traðkað á öðrum. Á bakvið hverja leðurflík er ólýsan- leg þjáning nautgripanna sem eiga þessi skinn. Mest af leðrinu hér á landi kemur erlendis frá og þar eru verri aðstæður fyrir naut- gripi og dýrin hljóta verri örlög hvort sem þau eru ætluð til kjöt- neyslu eða leðurgerðar. Við styðjum þennan hryllingsiðnað erlendis frá með því að kaupa leður og nota hann hér á landi. Margir samkynhneigðir gera út á leðrið og við viljum hvetja sam- kynhneigða og gagnkynhneigða til að nota leðurlíki sem er alveg jafn flott, minna skaðlegt fyrir umhverfið og veldur engum þjáningum.“ Mótmælendurnir sem verða fyrir framan styttu Jóns í dag ætla sér að halda á spjöldum sem meðal annars stendur á „Sönnu stolti fylgir aldrei þjáning“ og „Hommar: Notum gúmmíið - Ekki leðrið!“ ■ MÓTMÆLI Þessi kýr verður við styttu Jóns Sigurðssonar klukkan 12 í dag til að mótmæla notkun leðurs í Gay Pride-göngunni en samskonar mótmæli hafa verið haldin erlendis. Vilja að hommar noti gúmmí en ekki leður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.