Fréttablaðið - 04.08.2004, Síða 37

Fréttablaðið - 04.08.2004, Síða 37
■ KVIKMYNDIR MIÐVIKUDAGUR 4. ágúst 2004 Leikarinn Eric Bana verður ekki næsti James Bond þrátt fyrir orðróm þess efnis í erlendum slúðurblöðum. Framleiðendur Bond hafa ekkert rætt við Bana þrátt fyrir frétt þess efnis í breska blaðinu The News of the World. Bana, sem sló í gegn á sínum tíma í myndinni The Hulk og lék síðast í Troy, verður því að horfa á eftir hlutverkinu í aðrar hendur. Orlando Bloom og Jude Law eru á meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar. Tökur á 21. Bond-myndinni hefjast síðar á þessu ári. ■ Tónlistarstöðin VH1 ætlar á næst- unni að frumsýna kvikmynd um ævi popparans Michael Jackson. Mynd- in kallast „Man in the Mirror: The Michael Jackson Story.“ Titillinn er tilvísun í lagið Man in the Mirror sem er að finna á plötu Jacksons, Bad. Myndin fjallar um æsku hans allt til núverandi réttarhalda sem standa yfir vegna meintrar kyn- ferðislegrar misnotkunar hans á ungum dreng. Leikarinn Flex Alex- ander fer með hlutverk Jacksons. ■ Bana ekki næsti Bond ERIC BANA Eric Bana verður ekki næsti Bond sam- kvæmt nýjustu fregnum að utan. Kvikmynd um Jackson MICHAEL JACKSON Jackson hefur átt á brattann að sækja undanfarin ár. Nú hefur verið gerð kvikmynd um þennan sjálfskipaða konung poppsins. ■ KVIKMYNDIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.