Fréttablaðið - 09.08.2004, Page 18

Fréttablaðið - 09.08.2004, Page 18
„Ég hef átt heima í þessum garði í ellefu ár,“ segir Jóhanna B. Magnúsdóttir glaðlega um leið og hún sýnir okkur matjurtagarðinn sinn sem er einstakur yfir að líta. Ekki bara vegna sinnar fjölbreyttu flóru og litaskrúðs heldur líka formsins. Hann er hringlaga og mynstrið innan hans minnir á lífs- ins tré, þar sem göngustígar mynda greinarnar og í miðjunni er rautt hjarta. Jóhanna starfar á skrifstofu Garðyrkjufélags Íslands en sinnir eigin garði í frístundum og telur ekki eftir sér tímann sem fer í hann. „Þetta er svo óskaplega gef- andi,“ segir hún sannfærandi. Kveðst strax vera farin að nota uppskeru sumarsins og sýnir til dæmis tvílitar rauðrófur sem hún er farin að taka upp í matinn og tel- ur sérlega ljúffengar. Þær eru ein þriggja tegunda rauðrófna sem hún ræktar. Staðsetning garðsins er eins og best verður á kosið þar sem hann hallar aðeins móti suðvestri og skjól er úr öllum áttum. Enda er hann gróskumikill og tegundirnar sumar framandlegar. Þar eru til dæmis rósakál, blómkál og grænkál í rauðum lit. Einnig ótal tegundir af salati, fjórar af spergilkáli, tveir litir af hnúðkáli og tvenns konar kínverskt kál, ann- að með rauðum og hvítum blöðum. „Ég pantaði mér fræ frá Englandi í vor og sumt af því sem vaxið hefur upp hefur náð góðum þroska. Ég veit þó ekki hvort rauða blómkálið nær að mynda hausa,“ segir Jóhanna. Algengar tegundir kveðst hún kaupa á vorin hjá garðplöntu- sölum og síðustu ár hafi hún bara sáð „sérviskuplöntunum“ inni. Meðal þeirra eru selleríi og sellerí- rót og ætiþistil kveðst hún hafa ræktað í nokkur ár, „svona upp á sportið“. Hann hefur verið í vermi- reit og sama er að segja um fenni- kel. En nær hún að nýta þetta allt saman? „Mig langaði svo að búa til fall- egan matjurtagarð að ég ákvað það í vor að vera ekki að hugsa um hvort allt nýttist. Ég rækta líka fullt af blómum og enginn gerir kröfu um að þau séu æt,“ segir Jóhanna brosandi og bætir við: „Ég geri þetta ánægjunnar vegna og er með heilu máltíðirnar þar sem hrá- efnið er allt úr garðinum. Það eru sannkallaðar uppskeruhátíðir.“ gun@frettabladid.is Passaðu að bera áburð reglulega á garðinn þinn þegar hausta fer. Þannig helst grasið grænna lengur. Skrautlegar matjurtir: Sáir sérviskuplöntunum inni 560 6000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Landsbankinn býður fjölbreytt fasteignalán til allt að 40 ára með lágum vöxtum og sveigjanlegum endurgrei›sluskilmálum. Hámarksve›setning getur numi› allt a› 80% af söluver›mæti eignar. Lög› er áhersla á eins stuttan afgrei›slutíma og kostur er. Rá›gjöf og nánari uppl‡singar hjá Fasteignafljónustu Landsbankans og í útibúum bankans um allt land. Tækifæri til framkvæmda og hagræðingar ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N E H F/ SÍ A LB I 2 47 78 0 5. 20 04 Jóhanna við hjarta garðsins sem gert er úr rauðri möl. Allt í kring breiðir grænmetið úr sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.