Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 14. nóvember 1972 TÍMINN 5 Ófæii bæði land- leið og loftleið — og loks fengið varðskip, sem kom með lækni eftir þriggja sólahringa bið SE—Þingeyri. Við höfum verið hér læknis- lausir siðan i októberlok, og þegar er komið i Ijós. hvaða dilk það getur dregið á eftir sér. Héraðs- læknirinn i Bildudalsheraði, sem hcfur raunar setu á Patreksfirði, hefur verið settur til að þjóna hér, en nú um skeið hafa fjallvegir verið ófærir og flugsamgöngur legið niðri vegna veðurs. Hér voru tveir sjúklingar mikið veikir búnir að biða siðan á fimmtudaginn i fyrri viku, auk Stefnt að jöfnuði á við- skiptum íslendinga og Tékka Dagana 6.-10. nóvember fóru fram i Prag árlegar viðræöur milli tslands og Tékkóslóvaki í um viðskipti milli landanna á grundvelli viðskiptasamningsins, sem undirritaður var 12. október 1971. Útflutningur tslands til Tékkóslóvakiu hefur stóraukizt á siðustu 12 mánuðum samanborið við næsta ár þar á undan. Freð- fiskflök er aðalútflutningsvaran til Tékkóslóvakiui en sala á lag- meti, kisilgúr, fiskimjöli, þorska- lýsi og osti hefur farið vaxandi. Samt sem áður er ennþá nokkur halli á viðskiptum tslands og Tékkóslóvakiu, og ræddu nefnd- irnar m.a. um möguleikana á að ná meiri jöfnuði i framtiðinni. Ennfremur voru rædd ýmis önnur viðskiptamál,og voru niðurstöður viðræðnanna bókaðar i fundar- 'gerð, sem undirrituð var af for- mönnum nefndanna. Af Islands hálfu tóku þátt i við- ræðunum Þórhallur Asgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem var • for- maður nefndarinnar, Agnar Kl. Jónsson, sendiherra tslands i Tékkóslóvakiu, Davið Ólafsson, seðlabankastjóri, Andrés Þor- varðarson, fulltrúi frá Sambandi islenzkra samvinnufélaga, Arni Finnbjörnsson, sölustjóri, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Gunnar Flóvenz, framkvænda- stjóri sildarútvegsnefndar, Gunn- ar Friðriksson, framkvæmda- stjóri, Félagi islenzkra iðnrek- enda og Kristján G. Gislason, stórkaupmaður, Verzlunarráði Islands. Reykjavik, 13. nóv. 1972. Viðskiptaráðuneytið. Skipverjar á Ssafa þakka Landhelgisgæzíunni ÞÓ—Reykjavik. Brezki togarinn Ssafa frá Fleetwood kom til heimahafnar i gærdag eftir erfiða för af Is- landsmiðum, en sem kunnugt ei; þá fékk togarinn á sig brotsjó suð- ur af landinu.og var hann hætt kominn. 1 fylgd með Ssafa var Fleetwood togarinn Wyre De- fence FD 37, en hann kom Ssafa til hjálpar aðfararnótt föstudags. Skipverjar á Ssafa sögðu, við heimkomuna,að þeir hefðu horfzt i augu við dauðann i dágóða stund. Þeir sögðu m.a. að þegar VÉLSMIÐJAN HÉÐINN 50 ARA 1. nóv. 1972 Afmæliskveðja frá gömlum nemanda Þú Héðinn gamli heill sé þér er heilum stendur fótum. Nú þiggðu kveðju og þökk frá mér á þessum timamótum. Þú hefur Iifað hálfa öld og haldið þinum blóma og hreinan borið heiðurs skjöld með hagleik, dáð og sóma. Það reyndi oft á þrek og þor á þinum ævibrautum, en einlæg trú á auðnuvor úr öllum leysti þrautum. Þú ávallt stefndir uppávið það árin liðnu sanna, þú áttir jafnan úrvalsliö og afbragð góðra manna. Nú glymji sterkt þitt steðjamál með stálsins hreimi snjöllum svo endurhljómi i okkar sál og íslands gömlu fjöllum. A meðan uppi er islenzk þjóð er óskin kveðju minnar, að aldrei kulni eldsins glóð á afli gæfu þinnar. Loftur Ásmundason fleiri, sem fengið höfðu kvilla, og sáustekki neinar likur til þess, að flugfært yrði, svo að læknir kæmist hingað loftleiðis. I þokka- bót var veghefillinn, sem ryðja á snjó af vegum milli Dynjandi- heiðar og Breiðadalsheiðar og tveim eða þrem flugvöllum að auki, bilaður um þetta leyti,og ekki völ á öðru mikilvirku tæki til þeirra verka á öllu þessu svæði. A sunnudaginn sneru Þing eyringar sér til Péturs Sigurðss. forstjóra Landhelgisgæzlunnar, sem brást vel við.eins og oft áður, og sendi varðskip, sem statt var á lsafjarðardjúpi,til þess að sækja handa okkur lækni á Bolungarvik, Knút Björnsson. Var varðskipið komið hingað rösklega tveim stundum eftir að það lét úr höfn i Bolungarvik, og er það mjög hröð ferð. Læknirinn dvaldisthér siðan á sunnudagskvöldið og greiddi hag sjúkra manna eftir föngum. Tók hann siðan þann sjúklinginn, sem þyngra var haldinn, með sér til Bolungarvikur. Eins og gefur að skilja.höfum við miklar áhyggjur af læknis- leysinu, nú er vetur fer að, og höfum leitað ásjár hjá landlækni. En eins og stendur, eygir hann ekki nein úrræði i þessum vand- ræðum okkar, umfram þá hjálp, sem læknirinn i Bildudalshéraði getur látið i té. Kafstööin stækkuð. Ljósmynd: Agúst Björnsson. Áfólkvanginum íBlófjöllum Enn er fólki tæpast munntamt að tala um fólkvanginn i Blá- fjöllum. Eigi að siður laða Blá- fjöllin til sin fólk, svo að þau geta orðið sannur fólkvangur. Núer kominn snjór þar efra, og um helgina siðustu var þar tals- vert af fólki. Sumir voru að búa i haginn fyrir aðra, sem þangað leita siðar. Einn þeirra, sem þar var i þeim erindum, var Sigurður Haukur Sigurðsson, kennari i Austurbæjarskólanum. Hann var þar með hóp unglinga að stækka rafstöð Ármenninga. Þangaö er komin fimmtiu kilóvatta stöö, og brotsjórinn hefði skollið á togar- anum, þá hefði hann alveg farið á hliðina, og það hefði veriö krafta- verk að hann skyldi rétta sig við aftur. Brotsjórinn braut alla yfir- byggingu skipsins.og maðurinn, sem stóð við stýrið, viðbeins- og handleggsbrotnaði. Við komuna til Fleetwood sendi áhöfn togarans, skipstjóri og út- gerðarfélag þakkarskeyti til Landhelgisgæzlunnar fyrir þá að- stoð, sem Landhelgisgæzlan lét i té, en Ægir hélt til aðstoðar við Ssafa i ofsaveðri og stórsjó. Ritsafn Stefóns Jónssonar Stefán Jónsson er vinsælasti höfundar barna- og unglinga- bóka, sem tslendingar hafa eignaztá siðari áratugum. Bækur hans hafa þegar öðlast sess meðal sigildra islenzkra barnabók- mennta. Nú hefur Isafold hafið útgáfu á öllum barna- og unglingabókum Stefáns Jóns- sonar. Verða þaö væntanlega 18 bækur samtals. Einar Bragi rit- höfundur sér um útgáfuna, en Kristin Þorkelsdóttir hefur sagt fyrir um útlit. Hilmar Helgason þess vegna þarf að auka hús- rýmir sem henni er búið. Einhvern tima verður leikið á gitar og sungið við raust i birtu og yl frá þessari stöö að lokinni skiðagöngu um fjöll og firnindi fólkvangsins. Akureyri HJÓLBARÐA- viðgerðir HJÓLBARÐA- sala Snjóneglum NOTAÐA 0G NÝJA hjólbarða Gúmmívinnustofan BÓTIN Hjalteyrargötu 1 Sími 1-20-25 — Akureyri teiknar myndir i tvær fyrstu bækurnar, en siðar veröa fleiri teiknarar til kvaddir.’ Vinir vorsins var fyrsta skáld- sagan, sem Stefán Jónsson skrifaði fyrir unga lesendur. Hún kom fyrst út árið 1941 og kemur nú i þriðju útgáfu, sem fyrsta bók ritsafnsins, en framhald hennar, Skóladagar, kemur út samtimis. Þriðja bindi veröur Sagan hans Hjalta litla, frægasta unglinga- saga Stefáns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.