Tíminn - 14.11.1972, Blaðsíða 19
Þriftjudagur 14. nóvember 1972
TÍMINN
19
Skáksambandið F^hhl ,
af bls. 1
Skáksambandsmönnum frá þessu
á sínum tima. Þá varð Skáksam-
bandið að tryggja öll tæki Land-
simans i höllinni fyrir 10 milljónir
og kostaði sú trygging á annað
hundrað þúsund.
Sá aðili, sem setti upp grindina
fyrir ofan sviðið og á bak við
myndvörpuna, tók 660 þúsund
fyrir sitt verk. Uppihald Rúss-
anna á Hótel Sögu, ásamt ýmsu
öðru, kostaði 1 milljón, og er
þegar búið að greiða það. Þá
er reikningur frá Loftleiðum upp
á 1.6 millónir króna, sem eru far-
gjöld og uppihald Bandarikja-
mannanna, og er búið að greiða
helminginn af þeirri upphæð.
Guðmundur sagði, að Skák-
sambandiö hefði ekki fengið
neinn styrk ennþá vegna einvigis-
ins, en það hefði farið fram á
niðurfellingu söluskatts og
skemmtanaskatts hjá hinu opin-
bera. Skemmtanaskatturinn er
sennilega i kringum á milli fjögur
og fimm hundruð þúsund og sölu-
skatturinn næmi milljónum. Ef
þessir skattar fást felldir niður,
sagði Guðmundur, þá gerum við
ráð fyrir, að enn vanti 1.5
milljón til þess að endar nái
saman. Við Skáksambandsmenn
erum ákveðnir að glima við að
láta endana ná saman, en liklega
verður alls ekki gróði af einvig-
inu.
Þess má geta að lokum að leiga
fyrir Laugardalshöllina var 1.5
milljón.
hönnuð af Skáksambandinu, og
fengi Skáksambandið tvær krón-
ur norskar i tekjur af hverju tafli,
sem seldist. Þessi töfl hafa verið
seld hér á landi, og enn mun vera
til eitthvað af þeim, og verða þau
væntanlega seld nú fyrir jólin
sem jólagjafir.
Það er rétt, sagði Guðmundur,
að reíkningur fyrir myndvörpuna
eru 3 milljónir. Hluti hans er
vélaleiga, en mestu hluti i vinnu-
laun. En alls kostaði kerfið, sem
notað var til þess að sýna skák-
irnar, riímar 3 milljónir.
Guðmundur sagði, að Skák-
sambandinu hefði ekki enn borizt
reikningur frá Pósti og sima, en
hringt hafi verið i Skáksam
bandsmenn og þeim sagt að
reikningur sé væntanlegur bráð-
lega. Vitað er, að i honum er
reikningur fyrir uppsetningu á
póstháuinu og uppsetningu sima
og telextækja Landsimans, og
ennfremur fyrir laun nætur-
varðar. Póstur og simi skýrði
Loftfar
Framhald
af bls. 1.
til vill yrði hinni formlegu hlið
málsins ekki lokið i kvöld.
Varðandi frétt, sem birtist á
baksiðu Visis i gær.má geta þess,
að i gildandi alþjóðasamþykkt
um flugmál eru ákvæði i tveim
liðum sem fullngæja þarf til þess
að leyfilegt sé að fljúga flugfarar-
tæki. í fyrsta lagi þarf flugfarar-
tækiö að uppfylla ákveðin skilyrði
um flughæfni og öryggi. 1 öðru
lagi þarf áhöfnin að uppfylla
vissar kröfur.
Nú vill svo til, að á Islandi eru
engar sérreglur til um hæfni loft-
belgjaflugmanna, vegna þess, að
það ákvæði var fellt niður úr
áðurnefndri alþjóðasamþykkt,
hvað Island snerti. Þannig
virðist, að ekki sé gert ráð fyrir,
að nokkurn tima komi til þess að
loftbelgur verði mannaður frá
Islandi.
Það liggur þvi hendi næst að
ætla, að ef þeim félögum tekst að
fullnægja skilyrðum um öryggi
loftbelgsins, verði ekki hægt að
hindra þá i þvi að fara á loft i
honum.
.... Framhald
Iþrottir af i7. síðu.
unni voru þessir leikmenn: Paine
(Southampton), Thompson
(Liverpool), Greaves (Totten-
ham), Smith (Liverpool), Byrne
(Fulham), Eastham (Arsenal) og
Charlton (Man. Utd.)
Eins og menn muna, þá stjórn-
aði Ramsey liðinu, sem varð
heimsmeistarar 1966. Þá var sagt
um hann, eftir úrslitaleikinn —
hann hafði gert ráð fyrir öllu,
nema þvi, hvernig haga bæri sér
eftir sigurinn. Þegar heimsmeist-
arakeppninni lauk, hafði enska
landsliðið leikið 44 landsleiki*og
tapað aðeins 6 leikjum.
Ramsey var mjög mikið gagn-
rýndur eftir heimsmeistara-
keppnina i Mexikó 1970 — sér-
staklega eftir tap enska liðsins
gegn V-Þýzkalandi. En þá tók
hann Bobby Charlton útaf,þegar
staðan var 2:0 — V-Þjóðverjar
unnu leikinn 2:3, og þar með féll
England úr keppninni.
Nú er Ramsey byrjaður aö
undirbúa enska liðið fyrir heims-
meistarakeppnina i V-Þýzkalandi
1974 ,og verður leikurinn gegn
Wales á morgun fyrsta prófraun-
in hans. Hann er búinn að velja 16
manna hóp, sem litur þannig út:
Peter Shilton (Leicester), Ray
Clemence (Liverpool), mark-
verðir. Paul Madeley (Leeds),
Emelyn Hughes (Liverpool),
David Nish (Derby),Roy McFar-
land (Derby) og Bobby Moore
(West Ham), varnarmenn.
Norman Hunter (Leeds), Peter
Storey (Arsenal), Alan Ball
(Arsenal) og Colin Bell (Man.
City), tengiliðir. Framlinuleik-
menn eru þessir, Martin Peters
(Tottenham), Martin Chivers
(Tottenham), Kevin Keegan
(Liverpool), Rodney Marsh
(Man. City) og Francis Lee
(Man. City). Eins og sést á vali
Ramsey, þá eru gömlu nöfnin
allsráðandi á listanum yfir leik-
mennina, — það er gert litið til að
yngja liðið upp og skapa nýtt blóð.
Verður gaman að fylgjast með
liðinu og sjá, hvort það vinnur
sinn riðil i undankeppni HM.
Akureyrarstúlka aíbis. 1
og kennir i vetur við Royal'
Academy of Music i London
Jenkins er afar fær og virtur
pianóleikari. Hefur hann m.a.
leikið með Trio of London, sem er
þekkt i Evrópu og viðar. Kona
hans heitir Sigrún Vignisdóttir og
er frá Akureyri, dóttir Vignis
Guðmundssonar, blaðamanns.
Nýlega hafði blaðið spurnir af
islenzkri stúlku, Þórunni ólafs-
dóttur, sem gift er bandariskum
pianóleikara. Heitir hann Martin
Berkowsky og er talinn einn efni-
legasti pianóleikari Banda-
rikjanna um þessar mundir.
Hefur hann þegar hlotið mikla
viöurkenningu, þótt listamanns-
ferill hans sé ekki langur, haldið
fjölda hljómleika og leikið inn á
hljómplötur. Má geta þess, að nú
nýverið lék hann i þætti Gunnars
Guömundssonar, Hljómplötu-
safninu, i útvarpinu.
Þórunn er dóttir Ólafs
Tryggvasonar rithöfundar á
Akureyri, sem flestir kannast við,
en hann hefur nú sent frá sér
fimm bækur. Þórunn lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum. á Akureyri 1963. Að þvi
loknu hóf hún nám við Háskóla
íslands og var þar i einn vetur.
Siöan stundaöi hún nám i lista-
sögu og bókmenntumvið háskóla i
Bandarikjunum, Hamborg óg
siðast i Salzburg. Var það meðan
hún dvaldi i Salzburg ,sem hún
kynntist Martin Berkowsky, en
hann var þá við tónlistarnám i
Vin. Þau hjónin eru barnlaus og
búa i Baltimore i Bandarikjun-
um, heimalandi Berkowskys.
Þórunn mun hafa lagt nám sitt
á hilluna, i bili a.m.k., eftir að
hún kynntist Berkowsky, en ekki
er blaðamanni kunnugt um, hvort
hún hefur tekið upp þráðinn áný,
er vestur kom. Vert er aö geta
þess, að Þórunn þótti mjög góð
námsmanneskja og hlaut frábæra
dóma við alla skóla, er hún stund-
aði. Þórunn kom siðast heim i
sumar leið.
Landbúnaðarháskóli
i af bls. ll
visindakennslu hér á landi — á
háskólastigi. Og ég held, að það
sé grundvöllur fyrir þvi að
byggja slika starfsemi á Fram-
haldsdeildinni hér á Hvanneyri.
Hér er nú þegar þriggja ára
nám i Framhaldsdeild og nú ný-
lega hefur landbúnaðar ráð-
herra kveðið svo á, að stefna
eigi að þvi að byggja upp full-
kominn landbúnaðarháskóla á
Hvanneyri. Að minu áliti er
þetta vel gerlegt, en hins er ekki
að dyljast, að þótt mikið hafi
verið um þessi mál rætt á
undanförnum árum, þá hefur
litið verið gert. En nú finnst
mér, að nóg hafi verið talað i
bili, og mál sé til komið að
hefjast handa og fara að móta
leiðir og skipuleggja fram i
timann.
— Er ekki margt, sem að þarf
að hyggja i sambandi við æðri
menntun i landbúnaði hér hjá
okkur?
—- Jú, vissulega. Undanfarna
áratugi hafa margir Islendingar
farið til annarra landa til þess
að afla sér æðri menntunar i
búvisindum. Ég er þeirrar
skoðunar, að hægt eigi að vera
að mennta Islendinga hér heima
i landinu sjálfu til kandidats-
prófs, almenns háskólaprófs.
Vafalaust er um ýmsar leiðir að
velja til þess að ná settu marki.
Til dæmis verður að kanna
rækilega, hvort gerlegt sé fyrir
Framhaldsdeildina hér, eða
1 a n d b ú n a ð a r h á s k ó 1 a á
Hvanneyri, eftir að hann væri
kominn, að hafa eitthvert sam-
starf eða tengsl við Háskóla
Islands. Slikt gæti verið hag-
kvæmt og ef til vill mjög æski-
legt. En þessa möguleika þarf
að athuga. Það þarf að athuga
undirbúningsmenntun manna,
sem stunda æðra landbúnaöar-
nám, það þarf að endurskoða og
auka þær kröfur, sem gerðar
eru til þeirra. Auk þessa þarf
svo að endurskoða kennsluna,
bæði þá sem nú fer fram, og eins
hina, sem skipulögð er fyrir
framtiðina.
— Þarf ekki lika að efla
rannsóknir?
— Jú, vissulega. Það þarf
bæði að skipuleggja og efla
rannsóknarstarfsemi á ýmsum
sviðum landbúnaðar hér á
Hvanneyri.
Og það er ósk min og von, að
innan ekki mjög langs tima
verði hægt að útskrifa menn og
konur frá Hvanneyri með próf,
sem fyllilega jafngildir prófi frá
erlendum háskólum. Og að
fólk með þessa menntun geti
fengið viðurkenningu á henni
bæði hér á tslandi og erlendis,
og kandidatar sem þess óska
geti farið beint inn i erlenda
háskóla til framhaldsnáms og
rannsókna að loknu námi i
Framhaldsdeild eða Búvisinda-
deild á Hvanneyri.
Þetta var seinasta samtaliö,
sem tekið var upp, daginn góða,
sem við dvöldumst á Hvanneyri
við hinar ágætustu móttökur.
Hér verður þvi sleginn
botninn i. Við þökkum Ólafi
Dýrmundssyni og öðrum, sem
við okkur hafa rætt, góð og
greinileg svör og yfirgefum hið
forna og nýja höfuðból,
Hvanneyri, með glöðum hug.
-VS.
Vfðivangur 7”“"
Hvitársvæðinu og varðandi
Austurlands virkjun — auk
framhaldsrannsókna i Þjórs-
árverum.
Taldi ráðherrann, að tillaga
Steingrims væri of þröng og
þyrfti einnig að rannsaka þá
þætti, sem lytu að notkun ork-
unnar, og þau áhrif, sem
notkun hennar hefði á
umhverfið. TK
Hálfnað
erverk
þá bafið er
sparnaðnr
skapar
verðmati
$ Samvinnnbankinn
—------
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
S£NDIBILASTÖÐIN Hf
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR
V J
AAinnkandi rækju
afli í Djúpinu
— aukning á Bíldudal
ÞÓ—Reykjavik.
Rækjuveiðar voru stundaðar á
þrem stöðum á Vestfjörðum i
októbermánuði s.l. Heildar-
aflinn var svipaður og á sama
tima i fyrra, 635 lestir á móti 642
lestum i fyrra.
Langflestir rækjubátanna eru
gerðir út frá höfnum við lsa-
fjarðardjúp.eða 60 talsins. Fengu
þessir 60 bátar alls 450 lestir, en á
sama tima i fyrra fengu þeir 506
lestir, svo sjá má,að þar hefur afli
minnkað nokkuð. — Aftur á móti
er aðra sögu að segja frá Bildu-
dal; þar fengu 13 bátar 110 lestir,
en á sama tima i fyrra fengu 11
bátar 59 lestir.
Frá Hólmavik voru gerðir út
niu bátar til rækjuveiða.og fengu
þeir 75 lestir á móti 77 lestum i
fyrra.
Aflahæsti rækjubáturinn á •
Vestfjörðum var i mánuðinum
Halldór Sigurðsson með 15.9
lestir.
Uppfinningamaður
myrtur
Chicago 11/11 — NTB
Siðastliðinn fimmtudag var 34
ára gamall uppfinningamaður,
Victor Null, myrtur á heimili sinu
i borginni East S. Hilois i Illinois i
Bandarikjunum. Fannst hann
skotinn á skrifstofu sinni,og hafði
morðinginn stolið veski hans,
geysiverðmætum einkaleyfum
o.fl.
Uppfinningamaðurinn lá við
hliðina af likani af gashreyfli,
sem hann hafði haldið fram, að
myndi fjarlægja allan skaðlegan
útblástur frá bílhreyflum. Það
var eiginkonan, sem fann hann,
en hann hafði áður sagt henni, að
hann óttaðist að likaninu yrði
stolið.
Á miðvikudaginn átti hann að
sýna likanið i háskólanum i
Waskinlo.
rtJis'n
JÓN LOFTSSONHE
Hringtsraut 121/7Í' 10 6ÖO
SPONAPLÖTUR 8-25 mm
PLASTII. SPÓNAPLÖTUR
12—19 mm
IIARDPLAST
IIÖRPLÖTUR 9-26 mm
IIAMPPLÖTUR 9-20 mm
HIRKI-GARON 16-25 mm
BEYKI-GABON 16-22 mm
KROSSVIDUR:
Hirki 5-6 mm
Heyki 5-6 mm
Fura 4-12 mm
HARDTKX með rakaheldu
llmi 1/8" 4x9’
IIARDVIDUR:
Kik. japönsk, amerlsk,
áströlsk.
Heyki. júgóslavneskt,
danskt.
Teak
Afromosia
Mahogny
Irnko
Palisander
Oregon Pine
Rainin
Gullálmur
Abakki
Am. Ilnota
liirki I 1/2-5"
VVenge
SPÓNN:
Kik - Teak - Oregon
Pine - Kura - Gullálmur
Almur - Abakki - Beyki
Askur - Koto - Am.Hnota
Afromosia - Mahogny
Palisander - Wenge.
KYRIRLIGG J ANDl OG
VÆNTANLEGT
Nvjar birgftir teknar heim
\ ikulega.
VKRZLID ÞAR SEM CR-
VAI.II) KR MEST OG
KJÖRIN BKZT.
IfRÍMERKI — MYNT
Kaup — *ala
Skrifið eftir ókeypis
vörulista.
Frímerkj amiðstöðin
Skólavörðustíg 21 A|
Reykjavík
Vilja aðskilnað
ríkis og kirkju
Nemendur i MR vilja gera
aðskilnað rikis og kirkju og leggja
þjóðkirkjuna þar með niður.
Samþykkt var gerð um þetta efni
á fundi Framtiðarinnar á föstu-
dagskvöldið var, segir i fréttatil-
kynningu frá þeim menntaskóla-
nemum.
I tillögu þeirri, sem samþykkt
var, segir enn fremur, að trúfrelsi
geti ekki kallazt i landinu, fyrr en
rikisvaldið gerist hlutlaust i
trúarefnum og einni grein trúar
verði ekki gert öðrum hærra
undir höfði i skólum.
TRÚLOFUNAR-
IIRINGAR —
aígreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
HA L L D Ó R
Skólavörðustlg 2
FASTEIGNAVAL
SkólavörOustlg 3A. n. hað.
Slmar 22011 — 19283.
FASTEIGNAKAUPENDUR
Vantl yður fa9telgn, þá hafiff
samband viS skrifstofu vora.
Fastelgnir af öllum stœröum
og gerðum fullbúnar og i
-smíðum.
FA8TEIGNASEUENDUR
Vinsamlegast látiC skrá fast-
eignir yðar hjá okkur.
Áherzla lögð á góöa og ör-
ugga þjónustu. Leitið uppl.
um verð og skilmála. Maka-
skiptasamn. oft mögulegir.
önnumst bvera konar aamn-
ingsgerð fyrir yður.
Jón Arason, hdl.
Málflutningur . fastelgnuala