Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. nóvember 1972 TÍMINN Skúli Pálmason formaður Vinnumálasambandsins Aðalfundur Vinnumálasam- bands Samvinnufélaganna var haldinn i Hamragörðum, félags- heimili samvinnumanna i Reykjavik, fimmtudaginn 23. nóvember s.l. I upphafi fundarins mínntist Harry Frederiksen formaður stjórnarinnar Vilhjálms Þór, sem var formaður Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna fyrstu 4 árin. Fundarmenn risu úr sæt- um i virðingarskyni við hinn látna. Flutti formaður siðan skýrslu stjórnar yfir liðið starfsár. Ræddi hann meðal annars ástand efna- hagsmála og ýmsar lagasetning- ar á kjaramálasviðinu frá þvi á siðasta aðalfundi samtakanna. Kom fram i skýrslu formanns, að meðlimum hefur fjölgað um 4 á árinu. Þvi næst flutti Július Kr. Valdi- marsson framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins itarlega skýrslu um starfsemi samtak- anna á starfsárinu og rakti þróunina i kjaramálunum. Kóm m.a. fram i skýrslu fram- kvæmdastjórans, að verið er að ráða hagræðingarráðunaut til Vinnumálasambandsins og mun hann hef ja störf hjá þeim á næst- unni. Þegar kom að stjórnarkjöri, kvaddi formaður stjórnarinnar Harry Frederiksen sér hljóðs og kvaðst biðjast eindregið undan endurkjöri, en hann hefur starfað i stjórn Vinnumálasambandsins i 21 ár, þar af sem varaformaður fyrstu 4 starfsárin, en sem for- maður siðastliðin 17 ár. Voru Harry Frederiksen þökk- uð mikil og vel unnin störf á löng- um ferli sem formaður samtak- anná. Harry Frederiksen þakkaði einnig stjórn, framkvæmdastjóra og félagsmönnum öllum ánægju- legt og gifturikt samstarf á liðn- um árum. Siðan fór fram stjórnarkjör. Var Skúli Pálmason hæstaréttar- lögmaður, Reykjavik, kjörinn formaður, en aðrir i stjórn með honum eru nú. Oddur Sigurbergsson kaupfélags- stjóri, Selfossi Trausti Friðbertsson kaupfélags- stjóri, Flateyri Á sunnudaginn verður tizkusýning á Hótel Sögu á vegum Karon, sam- taka sýningarfólks. A sýningunni, sem hefst um klukkan tiu, verður sýndur kvenfatnaður frá tizkuverzluninni Fannýju og herraföt frá Faco. Fötin frá Fannýju eru aðallega haust og heilsársfatnaður frá Danmörku, Englandi, og Finnlandi — auk l'ata, sem Fanný i Fannýju hefur hannað. Á sunnudaginn klukkan fimm til sjö munu vegfarendur geta fylgzt með tizkusýningafólkinu, þar sem það undirbýr sig undir sýninguna i glugga Fannýjar við Kirkjutorg. Sýningar þeirra i Karon eru jafnan liflegar, og hérna á myndinni sjáum við einn kjólinn, sem sýndur verður á sýningunni, — en þótt strákurinn taki sig vel út á myndinni tekur hann þó ekki þátt i sýningunni. Varnarliðskonur buðu Jakob að sýna „The Nato Base Wives Clubs" — Kvenfélög varnarliðsmanna — á Keflavikurflugvelli, hafa boðið Jakobi Hafstein að halda sölusýn- ingu á málverkum hans i hinu glæsilega nýja skólahúsi á Kefla- ASI þing: Vernda ber árangur síðustu samninga — en jafnvægi verður að nást í efnahagsmálunum vikurflugvelli. Þessi sýning verður opin aðeins á laugardag og sunnudag (25. og 26. nóv.) kl. 2-8 siðdegis, og eru allir velkomnir að koma og sjá sýninguna. A sýningunni eru yfir 40 mynd- ir, litíar og stórar, oliumyndir og vatnslitamyndir og pastelmynd- ir. Gera má ráð fyrir að margur muni i dag og á morgun aka hinn greiðfæra Keflavikur veg til að sjá þessa sérkennilegu sýningu, sem opin er aðeins i 12 klukku- stundir. Erl-Reykjavik I framsöguræðu sinni um kjaramál sagði Eðvarð Sigurðs- son alþingismaður og formaður Dagsbrúnar m.a., að launþegar á íslandi byggju við hærri kaup- mátt launa en þeir hefðu áður þekkt. Þakkaði hann það þvi, að i samningagerðinni 1971 hefði náðst mjóg góð samstaða milli Nýr prófessor Forseti íslands hefur, að tillögu menntamálaráðherra, skipað dr. Alan Boucher prófessor i ensku í heimspekideild Háskóla tslands frá 1. nóvember n.k. að telja. Dr. Alan Boucher. sambandsfélaganna og jafnframt þvi hefði verkalýðshreyfingin þar notið aðstoðar vinveittrar rikis- stjórnar. Eðvarð sagði, að nokkrar blik- ur virtust nú á lofti i efnahags- málum og þyrfti verkalýðs- hreyfingin að tryggja það, að með væntanlegum ráðstöfunum i efnahagsmálum yrði ekki gengið á kaupmátl launa og jafnframt að tryggja atvinnuöryggi i landinu. Þá sagði Eðvarð, aö sú stað- reynd að lægstu laun næmu nú einungis 20 þúsundum króna, þýddi það að nú væri brýnt verk- efni að hækka þessi laun, sem væru naumast lifvænleg. Miklar umræður urðu um til- löguna um kjara og atvinnumál, sem lögð var fyrir þingið, en hún var samþykkt án verulegra breytinga. Einkum vildu margir leggja áherzlu á, að lágar tekjur stöfuðu ekki af lágum þjóðartekj- um, heldur af rangri skiptingu þeirra. Eins kom fram mikill hugur um að hækka yrði laun hinna lægstlaunuðustu af þeim væri ekki hægt að lifa —, og draga yrði úr þvi launamisrétti sem rikti, og virtist jafnvel stöðugt fara vaxandi. í ályktuninni er samningunum i des 1971 fagnað og þeir taldir mesti sigur i allri sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, enda hafi hún þá notið stuðnings rikisvaldsins. Þá segir, að það sé grundvallar- atriði, að ekki verði hróflað við þeim heildarkjörum, sem náðst hafi og gildi til 1. nóv. 1973. Þá bendir þingið á nokkur atriði, sem hafa beri i huga, er teknar verði ákvarðanir til lausnar efnahags- vandanum. Má af þeim nefna: Að skattaeftirlit verði hert og skatt- svik hindruð, að draga verði úr milliliðagróða, að virku verðlags- eftirliti verði komið á og að skatt- ar á lágar og miðlungstekjur verði lækkaðir, eftir þvi sem frek- ast er unnt. Þá er einnig inni i ályktuninni fólgin ályktun um landhelgismálið, og verndun fiskistofnanna, og minnt á þá skyldu, sem á okkur hvilir um skynsamlega hagnýtingu land- helginnar. Þá telur þingið það meginverk- efni næstu ára, að vernda árang- ur siðustu kjarasamninga, en til langframa hljóti stéfnan að byggjast á þvi að jafnvægi náist i efnahagsmálunum, og sem jöfn- ust aukning þjóðarframleiðslu og þjóðartekna verði tryggð. Sérstök áherzla verði lögð á að dagvinnu- tekjur einar nægi til framfæris. Einnig verði að halda áfram þeirri stefnu aukins launajafnað- ar, sem upp var tekin i siðustu kjarasamningum, sérstaklega á meðan þau vandamál er við blasa verði yfirunnin. Glókollur kveður Siðasta sýningin á barnaleikn- um Glókolli verður n.k. sunnudag kl. 15 og er það 30.sýning leiksins. Aðsókn hefur verið mjög góð á þennan hugþekka ævintýraleik barnanna. Þjóðleikhúsið æfir nú annað leikrit fyrir börnin, en það er Ferðin til tunglsins, eftir Gert von Basserwitz, i þýðingu Stefáns Jónssonar, rithöfundar. Frum- sýning á þeim leik verður i janú- ar. — PÓSTSENDUM — BILSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNDIBILAStOÐIN HT EINGÖNGU GODIR BILAR Hálfnað erverk •. þá haf ið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri, Akureyri og Þorsteinn Sveinsson kaupfélags- stjóri, Egilsstöðum. í lok aðalfundarins var ákveðið að senda skeyti með kveðjum og árnaðaróskum til yfirstandandi þings Alþýðusambands Islands i Reykjavik. Metaðsókn á Akureyri 2 aukasýningar nú um helgina SB-Reykjavik Loksins virðast Akureyringar hafa komizt upp á lagið með að sækja leikhús sitt. Leikfélagið hefur nú sýnt „Stundum bannað og stundum ekki" sautján sinnum og nær alltaf verið fullt hús. Hafa nær 4000 manns séð leikinn og svarar það til 40 þúsunda i Heykjavik. Vegna örðugra samgangna hef- ur l'ólk úr næstu byggðarlögum þurl't að al'panta 30-40 miða i einu. Fjölmargir urðu frá að hverfa á siðustu sýningu og hefur þess vegna verið ákveðið að hafa tvær sýningar nú um helgina, á laugardagskvöld og siðdegis á sunnudag. Akureyri HJÓLBARÐA- viðgerðir HJÓLBARÐA- sala Snjóneglum N0TAÐA 0G NÝJA hjólbarða Gúmmívinnustofan BÓTIN Hjalteyrargötu 1 Sími 1-20-25 — Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.